Vísir Sunnudagsblað - 13.09.1942, Page 4

Vísir Sunnudagsblað - 13.09.1942, Page 4
4 VlSffi SUNNUDAGSBLAÐ hvíldin var honum Ijúf. Það var fagurt að líta yfir dalinn og byggðina, sem var víðáttumeiri en hann fyrst hugði, en hún var afskekkt og allt upp á „gamla móðinn“. En bæjarhús voru traust og sterk: ómáluð timburhús með sólbrenndum veggjum og torfþökum. Og þarna var góður ilmur i grasi. Grænir teinar og akurreinar kvísluðust inn að skóginum og upp á fjöllunum. Og skógur var þéttur víðast hvar í hlíðunum. Það var mestmegnis greniskóg- ur. Og áhrifin voru áhrif þyngd- ar, fargs, einhvers, sem lagðist á með þunga, svæfði. Það var hálfrökkur og kyrrt á þessum slóðum. Allt var kyrrt, uin næt- ur og daga. Það var í rauninni gleymdur, inniluktur, sjálfstæð- ur heimur. En hann var ekki kominn til þess að eldast í faðmi þessarar afskekktu, fögru byggðar, hann....... Hann lirökk við og sneri sér við snögglega. Einhver var á ferð á bökkunum, — kom úr skógi. Kannske álfur seint á ferli. Og eins og huldumær var hún, í bláum kyrtli og rauðri treyju. Hárið gult og mikið og glóði á það í kvöldskininu. Hann stóð á fætur. Hann tók þéttara um hakaskaftið, er hún gekk inn á túnið. Bezt að vera við öllu búinn hér----- Hún gekk fram hjá honum og að moldarhaugnum og hol- unni, sem hann hafði grafið. Þarna stóð hún um stund og það var undrunarsvipur á and- liti hennar. Hann þorði ekki að ganga fram og ávarpa hana. Hún virtist ekki hafa teldð eftir honum. Bezt að vera kyrr, fela sig. Hann ætlaði að stökkva bak við steindys, en steinn hrökk undan fæti hans og valt i áttina til hennar og að henni. Hún hrökk við og tók viðbragð — og í þeim svifum kom hún auga á hann. All right, hugsaði hann og steig fram,. „Good evening (gott kvöld) ungfrú!“ „Gott kvöld! Ert það þú, sem hefir verið að grafa í tóftirnar hérna?“ „Yes“, sagði hann. Hún rétti úr sér og hló. Það skein i hvitan tanngarðinn milli rauðra varanna. „Hefirðu leyfi til þess? Hm! Pabbi minn á jörðina. Hann gæti sent hreppstjórann eftir þér, þar sem þú ert að róta upp jörðinni í Ieyfisleysi.“ „No. Eg þekki ekki föður þinn, en þú getur heilsað hon- um frá Mr. Johnson frá Minne- sotfl og sagt honum, að eg sk«I» borga, borga....“ „En eftir hverju varstu að grafa, herra Johnson?“ „No, nothing (nei, ekki neinu)“, flýtti Johnson sér að svara. Þá hló hún aftur svo tók undir i klettunum,. „Líklega eftir gömlum fjár- sjóði — það er fimmtudags- kvöld og ... . “ „No. Sjáið þér nú til, ungfrú, yes, gamall fjársjóður, gull....“ Og nú varð hann að segja allt af létta. Og er hann hafði gert það, hætti hún að hlæja. Hún leit á liann sakleysisleg og aí- varleg á-svip. „En þá máttu grafa, — ef þú nú fyndir hann!“ „Já, ef eg fyndi hann,“ sagði liann hóglega. Hún gekk fram- hjá lionum og yfir á gamlan akur. „Eg held að þú ættir að grafa hérna“, sagði hún og stappaði með fótunum. „Well“, sagði liann og kom með hakann. Og hann hjó í ergi og grið um stund og það var engu líkara en að hann byggist við, að brátt myndi verða mergð gullpeninga við fætur þeirra. En er hann liafði erfiðað langa stund og ekkert var að sjá, nema dökka moldina, tók hann sér hvild. „Eg gæti eins vel hætt og hald- ið mína leið“, sagði hann um leið og hann settist. „Það ættirðu ekki að gera, þegar þú ert nú búinn að fara alla þessa löngu leið,“ sagði hún. Þú ættir að reyna hérna.“ Hún hafði fundið nýjan stað þar sem lienni fannst líklegt, að gull geymdist í jörðu. En hann sat þarna, þreyttur, upp- gefinn, og liorfði án afláts út yfir dalinn. Og á hana, sem trúði á hann og ætlun hans. Þá tók hún sjálf hakann og fór að vinna. Hún kunni að handleika verkfærið, vertu viss, þótt hendurnar væru smáar og livítar. Og hún var mjúk í lireyf- ingum,. Hún var yndisleg, fannst honum. Hún beygði sig svo létti- lega. Starfið var henni leikur. Hún kepptist við. Henni var orð- ið heitt. Hárið losnaði og það var sem gullnu lokkarnir hryndu niður háls hennar og lierðar. Það var nú gull, sem gaman væri að eiga, hugsaði hann. Hún hamaðist þar til sólin hvarf fyrir handan fjöllin. Þá settist hún, hló við og mælti: „Eg gleymdi hvað tímanum leið.“ „Þú fannst elcki neitt,“ sagði hann. „Nei.“ „Well, heilsaðu föður þinum og segðu honum, að senda mér reikning á morgun, fytir nón.“ „Liggur svo á þvi?“ „Eg fer annað kvöld“, sagði hann þunglega. „Hvert?“ „Yfir hafið aftur —“ „Og heim?“ „Heim? No. Út á sléttuna, eg- á ekkert annað heimili —“ „Áttu hvergi heima?“ spurði hún. „Nei“, sagði hann liugleysis- lega og leit undan. ,„Þá ættirðu ekki að fara. Þá ættirðu að vera hér kyr og grafa, unz þú finnur gullið. Þvi að hér hlýtur það að vera, eins og for- feðurnir sögðu.‘ ‘ „Well“, sagði Jan Johnsoil. „Ef þú trúir að svo sé, og ef þu vilt leggja mér lið við foður Hér sjáið þið, lesendur góðir, Harry Hopkins og konu hans, Louise Macy. Þau voru gefin saman í „Hvíta húsinu“ þ. 30, júli s,I. Hopkins er 52 ára, e« Hónáhans 36. þinn, skal eg grafa eina nótt til.“ „Það vil eg heilhuga“, sagði hún. Þriðja kveldið kom hann snemma. Á öllum ökrum voru verk uninin. Gömlu karlarnia- gengu um akrana i skjóli trjánna og sáðu korninu. Þeir gengu hægum, jöfnum skref- um, og sveifluðu liandleggjun- um, er þeir stráðu korninu. Korninu rigndi úr hörðum hnef- unum niður í svarta moldina. Það glitraði i skini aftansólar- innar. — Það var eins og skírt gull. Hann settist á steinhrúgu. Hann varð að kannast við það. Hann var búinn að missa móð- inn. Eða kannske var löngunin til að komast yfir gullpening- ana gömlu að hverfa. Kannske var sumt— hérna í „gamla land- inu“ — eftirsóknarverðast af öllu — fegurra en gullið — sól- arbjarminn á fjöllunum, kornið, sem dreifðist úr hnefa búand- mannsins í akurmoldina, já — og gullgulu flétturnar hennar, sem hafði verið lijá honum í gær og hjálpað honum. En í kvöld var hún hvergi nærri. Hún hafði sagt, að hún ætlaðí að koma. En það var orðið framorðið. Þeir voru að halda lieim af ökrunum. Óumræðileg kyrrð var yfir öllu. Og loks þagnaði allt, nema þröstur, sem sat á espiviðargrein og söng. Og það var nú söngfugl i lagi. Hann söng svo að mönnum vöknaði um hvarma. Jan Johnson datt í htíg að i'ara. Eða leggjast á grundína: og sofna. En það var eitthvað, sem olli svíða í brjósti, og eins og þrengdi að hjartanu. Kannske haféí hönn ofreynt sig, svo hann biði þess aldreí bætur. — Og svo fuglinn þessí, sem aldrei ætlaði að þagna. Hann geklc upp i hlíðína og, horfði á moldina, sem hann liafði haugað upp. Það var mik- ið, alll of mikið á síg lagt til einskis. En nú skíftí engu um það, því að nú var hann á för- um. í býtið á morgun. Vissu- lega. AIl r ight. Og svo varð allt í eínu svo> dimmt fyrir augum og það fór eins og hitastraumúr um hann- Ilann skalf af geðæsingu, en loks-. kastaði hann sér aftur á bak og hló. Gullbjörg! „Uss, piltur!“ Hún sleppti tákinu og hló um leið og hún horfði j augu lians. En svo varð hún alvarlég allt í fflW:

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.