Vísir Sunnudagsblað - 01.11.1942, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 01.11.1942, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Guðjón Jónsson: KOLAGERÐ 4. síra Böðvar, vígður 1753 að Mosfelli í Mosfellsveit; fékk Guttormshaga í Holtum 1775. Drukknaði i Högnalæk á heimleið frá Hagakirkju 10. jan. 1779. Emb.ár 26. Aldurs- ár 52. 5. séra Sigurður, vígður 1755, að Ásum i Skaftaártungu, og var þar prestur til 1783, er hann varð að segja af sér vegna heilsu- bilunar (d. 1800). Einb.- ár 28. Aldursár 71. 6. séra Þórður, vígður 1756 til Refsstaðar í Vopnafirðí; fékk Ás i Fellum 1766; Kirkjubæ í Hróarstungu 1777, og andaðist hann þar 1791. Emb.ár 35. Aldursár 61. 7. séra ögmundur, vígður 1758, að HáJsi í Hamars- firði, fékk Stórólfshvol 1777, og Kross í Landeyj- um 1785. Andaðist 1805. Emb.ár 40. Aldursár 74. 8. séra Árni, vígður 1759 að Reykjadal í Uruna- mannahreppi; fékk Stóra Núp 1767 (d. 1772). Emb.ár 13. Aldursár 38. Það hefir verið árið 1760 að allir þessir prestar, auk föður sins, gengu hempuklæddir imi kirkjugólfið á Breiðabólsstað í i Fljótshlíð, og hefir þótt mikið til koma — enda liklega eins- dæmi i sögu okkar. Sennilega hafa þeir synir séra Högna mæit sér mót hjá foreldrum sinum, þetta ár, i tilefni af því, að þá voru þeir allir búnir að taka prestsvígslu. Þetta er eina árið, sem þeir eru allir lifandi sem prestar. Sá fvrsti þeirra, sér Halldór, andaðist í ársbyrj- un 1761. Mestar ættir munu komnar frá séra Böðvari, séra Ögmundi og séra Stefáni. Syst- urnar, dætur séra Högna og frú Guðríður, vöru níu, og komust allar til aldurs nema ein, er dó ung. Þær hétu Guðrún (elzta), Þórunn, Sólveig, Hólmfriður, Sólveig (yngri), Vigdís, Elín, Guðrún (yngri) og Guðrún (yngsta). Hafa þau haldið upp á Guðrúnar- og Sólveigar-nöfnin, enda merkar ættmæður, er báru þessi nöfn. Sigurður búfræðing- ur og alþm., og Jónína kona Gríms Thorarensen í Kirkjubæ, voru komiii jaf einni dótturinni, er bar nafnið Guðrún, en hver þlð var er nú eklci kunnugt. Ættarskrá D. Þorsteins Erlingssonar séra Eir.ar prófastur Sigurðsson - í Eydölum (d. 1626). I. séra Sigurður Einarsson próf. á Breiðabólsstað i Fljótshlíð; h. sonur 2. séra Jón Sigurðsson á Breiðabólsstað i Fljóts- hlið; h. sonur 3. séra Magnús Jónsson gamli á Breiðabólsstað. (Var prestur 64 ár, og andað- ist 96ára). 4. Kristín, hans dóttir (kona sér Vigfúsar tsleifssonar á Sólheimum). 5. séra Jón Vigfússon prestur i Meðallandi þeirra sonur. (Sbr. skrá B nr. 6 o<? síð- an sömu ættliðirnir áfram og þar til Þorst. Erlingssonar). Til Þorsteins Erlingssonar frá séra Einari í Eydölum liggur önnur ættkvísl sem er þannig: 1. Anna dóttir séra Einars (kona séra Ketils á Kálfa- fellsstað, Ólafssonar sáTmaskáJds Guðmunds- sonar i Sauðanesi). 2. séra Halldór prestur á Kálfafellsstað, sonur • þeirra; h. dóttir 3. Ramiveig (kona Árna sonar Þorsteins Magnússonar sýslum. í Þykkvabæjar- klaustri (sbr. hér að framan). 4. Vigdis lieirra dóttir, móðir S. Guðríðar konu séra Högna „prestaföður“ (sbr. skrá C nr. 4 og síð- an sömu ættliðirnir á- fram og þar til Þ. E.). Frá séra Ólafi Jónssyni presti og skáldi á Söndum í Dýrafirði, (d. 1627) til Þorsteins Erlings- sonar, eru ættliðirnir þessir: 1. Vigdís dóttir séra Ólafs, þriðja kona Þorsteins Maunússonar sýklum. í Þykkvabæ j arklaustri. 2. Árni þeirra sonur, 3. Vigdís h. dóttir (sama og nr. 4 hér að framan). 4. Guðriður „prestamóðir“ h. dóttir ( sama og nr. 5. hér áð framan, og svo áfram samkv. skrá C. nr. 4). i (í næsta Sd.blaði eða blöð- um verður birt stutt ágrip af æfi hinna fomu skálda, forfeðra Rangæinga-skáldanna.) Lítill drengur: Pabbi, af hverju hleypur þessi maður fram og aftur með opinn munn- inn? Faðirinn: Drengur minn. þetta er Skoti, sem er að verða sér úti um „reyk“ fyrir ekki neití. Kolagerðin var fastur liður í vorönnum á athafnaheimilum í rnínu ungdæmi, þar sem skóg- ur eða kjarr var svo stórvaxið, að það þætti svara kostnaði, þvi kol urðu menn ella að kaupa til heimilisþarfa á hverju heirn- ili til þess að geta dengt spíkina sína um sláttinn, þó ekki væri nú húsbóndinn smiður á annað né meira. En til kolagerðar varð eigi notað smákjarr, því það varð þá mest að ösku, sem var til einskis nýt. Miðlungsstærð þótti bezt til kolagerðar, því hinir digrari stofnar vildu verða að bröndum hálfbrunnum, sem lítil not urðu að til brennslu fyr- ir smiðjuaflinum. Slíkum bröndum ýtti smiðurinn jafnan út í jaðar glóðarinnar, því hálf- brunnir eru þeir hitalausir, og lét þá sviðna þar, unz þeir urðu að kolum. Þótti mikill ókostur, ef í kolum, sem seld voru, var mikið af þeim, því auk þess sem þeir voru ónýtir við hitun járnsins gerðu þeir svo mikinn reyk í smiðjunni, að þeim sem lúði járnið, súrnaði í augum og naut þeirra litt, sbr. Skarpréðinn i brennunni: „Eigi græt eg, en satt er það, að súrnar í augum,“, er viðuna tók að brenna á Berg- þórshvoli. Sá var háttur föður míns á fyrstu búskaparárum sinum, meðan efni voru þröng, en f jöldi barna, auk vinnumanna og kvenna, að liann gerði til kola á vorum og seldi það sem hann mátti missa frá heimilinu af þeim, en hann var smiður góð- ur, upp í fiskæti, sem hann sótti vestur á sveitir, sam kallað var, ýmist á Rauðasand austan Látrabiargs. eða i „Víkur“ vest- an þess. Slik ferð var farin í 11. eða 12. viku sumars, eða hálfum, mánuði eftir fráfærur, eða svo, er móðir mín hafði safnað nokkru af smiöri úr mál- nvtu ásauðar, til þess að borsa fiskætin með. sem oftast var hevtur steinhitur. Ei«i man eg nú hvað tunnnn kostaði af kol- unnm. en það var fast verðlag mtðnð við SÍ"tllð kol. Svo fnst var sótt koTaeerðin að móðir min vann að því að ponrtvn shorúnn s<>m aðrír, og hnfAi hó »>ð Pfntn. nn4a forknr p* ó„rfunði ocf þþ'fði þt,o~ff| JJZfXij rnenn nvir v?ð jcpAr-o».V,^(^rf5ð. sem rvttujj srm'ðoði. o« vom m'tdari stofn- arnir höggnir við jörðu, en sumt lirísið var rifið upp með rótum, en tágar höggnar. í einni slikri skógarför geigaði höggið hjá móður minni, svo það kom á vinstri úlflið, og varð af svöðu- sár mikið, svo æðar og sinar skárust mjög að beini. Einlivern- vegin var þó blóðrásin stöðvuð og sárið grætt. En djúpt og mik- ið ör bar hún æ síðan til dauða- dags. Þá var læknir hvergi i nánd, og fólkið varð að bjarga sér sjálft í þeim efnum, sem bezt gegndi, sbr.: „Löngum var eg læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur.“ ) Þannig einkenndi St. G. Step- hansson þetta frumstæða líf fólksins. Þegar við komumst á legg, yngstu bræðurnir, þótti okkur mikil fremd í að mega fara í skóg til þess að afla rafts til húsagerðar eða kolaviðar. Til húsagerðar voru valdar beinustu hríslurnar og þroskamestu. en hið krældótta mátti nota í kol, væri það ekki mjög smátt. Skal eg nú lýsa kolagerð nokkru nán- ar, eins og eg vandist henni í föðurgarði. Það var einn vormorgun i góðu veðri, að við tveir yngstu strákarnir áttum að fá að fara í skóg með pabba. Framt að klukkutíma gangur var í skóg- lendið. Höfðum dagverðinn því með okkur og vorum vopnaðir bitrum öxum, hver og einn, um þrjár tommur fyrir fetann, sem. faðir okkar hafði smíðað, og svo einn sniðil. Var hann á borð við lengsta búrhnif, eða 9—10 tommur oddlaus, en hafði i þess stað krók upp úr bakkanum fremst, og skaft, svonal2 tomm- ur. Hann var notaður til að kvista smæsta limið af stofn- unum, og krókurinn notaður til að krækia að sér hrísið, og stóð sá maður alltaf, sem kvist- aði af. Veður var gott, er við lögðum á dalinn. að mor«unverði lokn- um. Bóndinn, sem land átti hins- vegar í dalnum, var farinn að vinna í skóglendi sinu. Þegar við komum í okkar skóg, gafst okk- ur á að lita. Var hann orðinn allaufgaður og einkar fagur á- Jitum, og við gátum ekki varist þess, að um okkur færi sárs- aukakennd, vegna þess, að eiga

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.