Vísir Sunnudagsblað - 01.11.1942, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 01.11.1942, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Úr sögu Konstantinopel. Framli. Benjamín frá Tudela, sem var uppi á fyrri liluta tólftu aldar, kom til Konstantinópel og dvaldi tvö ár i borginni. Hann skrifaði lýsingu af borg- inni, eins og bún leit þá út. Hann segir meðal annars, „að sig skorti orð til að lýsa öll- um þeim feikna auðæfum, er þar voru saman komin, binum tignarlegu og fögru skrautbýs- um og dýrðlegu höllum, ásamt öllu því skrauti, er prýddi borg- ina, hvar sem var litið, og þá ekki síður hinu stolta yfirlæti borgarbúa.“ Hann segir enn fremur: „Hér í þessari drottn- ingu allra borga, hrúgast ár- lega saman takmarkalaus auð- ur frá öllum borgum ríkisins, svo hinir báu turnar og stóru vörugeymsluhús eru full af alls konar afar dýrum varningi, svo sem silkidúkum, purpura- vefnaði, gulli og silfri, og bin- um fágætustu nýlenduvörum af öllu tæi. Keisaranum eru borg- uð 20,000 gyllini á dag sem gjald fyrir verzlunarleyfi út- lendra kaupmanna, er sezt hafa að í borginni.“ Að sama skapi voru aðrar inntektir keis- arans, enda þurfti mikið til uppihalds binni byzantísku birð og herskörum. Strendurnar beggja megin sundanna, og eyjarnar í Mar- marahafinu, voru þéttsettar skrautlegum sumarhöllum, þar sem hirðmenn og böfðingjarn- ir eyddu sumrunum, í næði og ró, eða styttu sér stundir við dýraveiðar, leiki og veizluhöld. AHir þessir skarar áttu og skrauthýsi i borginni, sem voru notuð sem vetrarheimili. Þrátt fyrir það, þó að hallir böfðingjanna og auðmannanna væru stórar og skrautlegar, bar þó keisarahöllin langt af öllum stórhýsum borgarinnar, bæði að stærð og skrauti; hún stóð á milli Sofiu-kirkjunnar og Hyppodromatsins, þaðan frá niður að Marmarahafinu var hinn fegursti Iystigarður, er nokkurs staðar þekktist. Hann var í jöfnum tilbúnuin öldum, sem hækkuðu hver upp af ann- ari, og áttu að tákna öldur hafs- ins; þessar öldur voru alsettar fögrum trjám, sem hofðu ver- ið sótt til fiarlæara landa, á milli þeirra voru lystilundir oq skrautblómabeð. Allt hafði verið gert, er mannleg þekking gat, til þess að prýða þenna dá^ samlega lystigarð borgarinnar, Um miðja tíundu öldina lét Tbeapilus keisari byggja nýja höll, sem bera*kyldi að skrauti og list af öllu því, sem áður bafði sézt. Auk þess lét bann byggja fimm kirkjur, var ein þeirra með þremur bjálm- bvelfingum, voru hjálmþök þessi úr gylltum eiri og skinu sem logi til að sjá, er sólin skein á þau. Veggirnir voru prýddir tíglum og rósum úr allavega litum marmara. Fjtíi- framan þessa kirkju var hvelf- ing, sem myndaði hálfhring og hvíldi á mörgum porfýr súlum, en á sviðinu fyrir framan þessa hvelfingu var gosbrunnur; í kringum bann var stór skál, er vatnið féll ofan í; þessi skál var klædd að innan og yfir barmana með silfurplötum, skreyttum allra banda upp- bleyptum myndum og rósum, og yar hin mesta prýði. Við komu hverrar árstíðar var þessi skál fyllt með hinum ljúfustu ávöxtum og aldinum, er til fengust; það var gjöf frá keisaranum til fólksins, þar sem hann með nærveru sinni, ásamt fólkinu, fagnaði hinni komandi árstið. Öðru megin þessarar miklu skálar voru uppbækkuð mar- mara-þrep, og við þessi hátið- Iegu tækifæri sat keisarinn í sinu gulli og gimsteinum setta básæti á hæsta þrepinu, og borfði yfir mannfjöldann. Á næsta þrepi fjTÍr neðan hann sátu lífvarðarforingjar bans, æðsiu embættismenn borgar- imiar og' léikbússtjórarnir. Á litnum lægri pöllunum sátu yf- irsléttar borgarar, eftir virð- ingum. Við þessar árshátiðir var hin mesta gleði, og mátti segja, að borgarbúar léku á als otfdi af fögnuði, við hljóðfæra- slátt, söng og dans. 4fast við keisarahöllina voru ' lómsalurinn, vopnabúrið, lista- safnsbyggingin og einkaher- faergi keisarans, sem öll voru innréttuð, til þess að svara til hverrar árstiðar, voru þau rikulega prýdd með allavega litu skrauti úr marmara, por- fýr, inálverkmn, myndastytt- um og mosaic, ásamt gulli og silfri. Hin gamla klassíska list var þá með öllu horfin, en hið ofhlæðisfulla o" smekklausa prjál komið i staðinn; oft o<í einatt hinar fáránlesushi eftir- sfælin^ar sem áttu ekkert skvl’ við sanna list né listaverk. Þannig var t, d„ í móttökusal keisaraballarinnar, meðal ann- ars liégóma, „gulltréð“, stofn þess, greinar og blöð, voru bú- in til úr skíru gulli, i grein- um þess var fjöldi fugla úr ýmislegum málmum, þó flestir úr gulli. Þeir voru svo til bún- ir, að þeir gátu siyigið og tíst, sem lifandi væru; þar voru og tvö Ijón úr gulli, í fullri stærð, og gátu þau öskrað sem lifandi væru. — Luitpand biskup, frá Crc- mona, sem var sendiherra Ottó keisara I. í Konstantinópel i lok tíundu aldar, hefir skrifað allgreinilega lýsingu af borg- inni, en þó sérstaklega um birð- ina og hirðsiðina, og mun mega ganga út frá því sem nokkurn veginn vissu, að frá- sögur hans og lýsingar séu sannar. Hann segir frá því, er bann í fyrsta sinn átti að ganga á fund keisarans, og öllum þeim undirbúningi, er stóð í sambandi við það, sérstaklega í þvi að læra og temja sér hin- ar margbrotnu siðareglur, er nauðsynlegt var að kunna. Hann segir svo frá: „Þegar eg kom í námunda við hásætið, byrjuðu fuglarnir í gulltrénu að syngja og ljónin að öslcra; þegar þetta merki var gefið átti eg að falla fram á ásjónu mína og snerta jörðina (gólfið) þrisvar sinnum með enninu. Þegar eg stóð upp, bafði bá- sætið lyfzt upp og sýndist sem það svifi í lausu lofti. Þar sat keisarinn þögull og alvarlegur á svip, klæddur marglitri silki- skikkju, alsettri gullsaumuðum rósum og demöntum, svo að geislar stóðu af i allar áttir. En hvort þetta var keisarinn sjálfur eða bara sprellukarl segist hann ekki geta neitt með vissu sagt um, því að dauða- kyrrð og þögn ríkti yfir öllu.“ Þannig segir Luitpand biskup að hafi verið hinar fyrstu mót- tökur, er útlendir sendiherrar mættu við hirðina i Konstan- tínópel, í lok tíundar aldar. Þennan sið, að heilsa keis- aranum með knéfalli og kyssa jörðina, eða fætur hans, inn- leiddi Diocledían, að sið Persa- konunga, f>Tir löngu síðan; það var þvi orðin föst regla, að all- ir, er á keisarans fund komu, urðu að heilsa honum með knéfalli. bvorf beldur að voru innlendir böfðinrtiar eða úf- lendir sendiherrar, og það bó konunglegir prinsar væru; nema á sunnudögum, og átti það að vera sem merki um kristilega auðmýkt og lítillæti keisarans. Hið byzantiska hirðlif og hirðsiðir urðu fyrirmynd birð- lífs og hirðsiða flestallra kon- unga í Evrópu, eftir þvi sem bin byzantíska menning breidd- ist út, norður og vestur um álf- una. Þessir siðir lýstu sér inn á við í allra handa formbundn- um siðareglum, og skin- helgi, og út á við í prjáli og yfirlæti, sem að mörgu leyti helzt við enn i dag. Þegar keisaranum þóknaðist að veita fólkinu þá ánægju að lofa því að sjá sig, að undan- teknu við árshátiðirnar, var það í skrúðgöngu við viss há- tíðleg tækifæri. Þessar skrúð- göngur, er keisarinn tók þátt i, fengu á sig nokkurs konar trú- arbragðalegan blæ, því þær stóðu æfinlega í sambandi við kirkjulegar bátiðir. Daginn áður en skrúðgang- an átti að fara fram, voru kall- arar látnir tilkynna lýðnum, að þeirra náðugi herra ætlaði næsta dag að gjöra bæn sína í einbverri kirkju bo'rgarinnar, sem til var tekin. Áður en skrúðgangan liófst, voru göt- urnar sópaðar og stráðar blóm- um, þar sem keisarinn 'átti að fara; húsin voru skreytt með silki og marglitum rósadúkum, gull og silfurmunir og hvað annað, er prýða mátti og fólk- ið bafði ráð á, var sett út á sval- ir og palla, þar sem mest bar á. Þegar skrúðgangan hófst, hópaðist fólkið meðfram göt- unum og beið með eftirvænt- ingu í bátíðlegri lotningu koniu keisarans. í broddi skrúðgöngunnar var sérstaklega valin herdeild, þar sem allir mennirnir voru jáfn- báir vexti,'báru þeir Óll lier- klæði og alvæpni; þar komu embættismenn borgarinnar og síðast keisarinn i gullnum vagni, með kórónu á höfði, um- kringdur lifverði sínum, sem þá var mestmegnis Norður- landa æfintýi'amenn, sem geng- ið liöfðu á mála hjá keisar- anum, og kölluðust „væringj- ar“. Hópar þeirra „bláu“ og „grænu“ söfnuðust saman á mest áberandi stöðum til þess að fagna keisaranum með bljóðfæraslætti og tvísöngvum, sem hliómaði úr öllum áttum með viðlaginu: „Lengi lifi og sigri 1“ »

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.