Vísir Sunnudagsblað - 01.11.1942, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
nú að fara aÖ vega að þessu ið-
andi lífi, sein, bærðist þania í sól-
vörmum blænum.---------
Við strákarnir vorum sem
spánnýir að leiðarlokum og
vildum þegar laka til starfa, en
faðir okkar sagði við skyldum
setja okkur niður og kasta mæð-
inni. Fannst oklcur slíkt mesti ó-
þarfi. Hallaði hann sér upp við
þúfu og sofnaði þegar. Stóðum
við þá upp og fórum að litast
um eftir álitlegum runni. Hjugg-
um við nú hvern stofninn af
öðrum, þvi þrekið var nú ekki
meira en svo, að rifið gátum
við ekki. Og gekk nú svo um
stúnd, unz pabbi vaknaði og
sá vegsummerkin. Það var kom-
inn vænn köstur hjá okkur.
Fékk hann mér nú sniðil í hönd,
og skyldi eg nú kvista það, sem
þeir tækju upp ,allt smæsta lim-
ið, og er þetta kallað afkvisti,
og.er álíka eldsneyti sem hefil-
spænir. Stofnarnir voru svo látn-
ir i smábuðlunga, til þerris, unz
sviðið var. Svona var haldið á-
fram til nóns, og urðum við ung-
lingarnir þá mat okkar allfegn-
ir. Að dagverðinum loknum var
svo unnið til kl. 8, og fannst
olckur bræðrum. þá nóg komið,
og hvíld tekin um stund. En
ekki var nú gamli maðurinn
á því, og vann nú til kl. hér um
bil 10. En íinir munuin við hafa
verið siðasta timann, en þá var
liann sem spánnýr. Samt var
nú þarna engin klukka í förinni,
en það var kvöldskugginn í hlíð-
inn, sem sagði til um tímann,
þegar sólar naut, sem nú.
Einhvern næstu daga var svo
farið til að „kurla“ það af timbr-
inu, sem ekki var nothæft i
húsaárefti. Var það gert með
þeim hætti, að maður fékk sér
flatan stein við þúfu, sem not-
uð var sem sæti fyrir þann, sem
kur’aði timbrið. Síðan féklc mað-
ur sér rótarhniðju væna og lagði
á steininn, þannig að sem stöð-
ugast yrði. Þannig voru trén
sniðhöggin í búta fingur langa
eða minni, eftir gildleika. Var
siðan hrúgað upp að kvöldi í
toppköst og beið svo unz timi
þótti til að svíða. En hrátt var
það aldrei sviðið.
Jafnan var valið kyrrt veður
til kolabrennslu, því í vindi vill
frekar missviðna, enda kenndi
þá stundum að kviknaði i skóg-
lendinu. Þó var það sjaldgæft,
og helzt i þurrkatíð. En um það
voru menn varasamir.
Er þá valið grafarstæði, þar
sem jarðvegur er þykkur, grafin
skálarlöguð gröf í jarðveginn,
að stærð eftir því viðarmagni,
sem brenna á. Eigi má vera
grjót i kolagröf, þvi þegar
steinninn hitnar, getur svo far-
Brezkir hermenn koma heim eftir strandhöggið hjá Dieppe.
Sundurlausir þankar
Eftir Rannveigu Schmidt.
ið, að hann brenni út frá sér
þannig, að kolin í kring verði að
ösku, og þar með ónýt.
Þegar gryfjan er tilbúin, er
kveiktur eldur í henni miðri, og
kurlið svo borið á og helzt það
gildasta fyrst, þvi mjórra timhr-
ið þolir ekki eins mikinn hruna,
án þess að verða að ösku. Þegar
svo allt er alelda í byngnum,
hefir maður skóflu við hendina
og skarar upp öllu, sem hálf-
hrunnið er i kring í gröfinni, og
þegar mátulega er sviðið neðst,
lyrft allt umhverfis með jörðu
ofan á glóðina, og heldur svo á-
fram upp í topp á glóðinni, jafn-
óðum og sviðnar, þar til alþak-
in er. Nú, þó svona sé um búið,
gýs reykur út með hverri skör,
og ef ekki væri betur um. búið,
mundi allt hrenna til ösku. Þess
vegna er lausu moldinni, sem
upp úr gröfinni kom, mokað
ofan á torfið og troðið vandlega
unz hvergi sést reykjareimur og
eldurinn kæfður. Eftir sólar-
hring eða þrjú dægur má svo
opna gröfina og kolin eru til-
búin að brennast á ný fyrir afli
smiðjunnar, og hita járnið, sem
svo margt er smiðað úr.
Okkur unglingunum þótti
mikið til koma, þegar við feng-
um leyfi til þess að fá að vera
við kolabrennsluna á kyrru
vorkvöldi, sjá reykina stíga
þráðbeint upp i loftið, eftir heit-
an og sólríkan vordag, og
draumljúft kvöldið færast yfir
láð og lög, sem hjúpaði hæð og
laut dimmblárri móðu í faðmi
fjallanna. Á slíkum stundum
gat ekki hjá því farið, að maður
fyndi jafnvægi og frið fylla sál
sína unaði æskunnar, sem. skáld-
ið túlkar svona:
I
„Ö, eg minnist, ættjörðin friða,
á svo margt, sem lengi mun eg
þrá.
Man eg svanasönginn engilhliða
silfurhvítum hljóma tjörnum á.
Man eg dal i daggarfeldi bláum
dags er roði fagur gyllir tind.
Man eg brekku blómum prýdda
smáum,
brattan foss og kaldavermslu-
lind.“
En á hinn bóginn er það ömur-
leg minning, að hugsa til þess,
hve mikið land fór i auðn og
skriður við að herja landið
þannig með eldi og járni i alda-
raðir, svo þar sem áður voru
fríðar skógarlendur, skjól og
kiarngóður gróður ínnan um
kjarrið, eru nú ber holt og auðn-
ir einar. sem stormurinn næðir
um hindrunarlaust, albúinn að
halda áfram því evðileaginoar-
starfi, sem mennirnir höfðu
hyrjað, oftast án þees að hugsa
Sjaldan hefi eg orðið meira
hissa, en þegar eg las „Time“ á
dögunum, og sá blasa við mér
þar mynd af gömlum kunn-
ingja, dönskum hlaðamanni,
sem heitir Karl Eskelund . .
Eskelund var sá eini af öllum
blaða-fregnriturúm, útlendum,
i Shanghai, sem komst úr klón-
um á Japönum . . 75 félagar
lians voru handteknir 22. des-
emher síðastliðinn, en Eskelund
og konu lians var hjargað af
Kinverjum og eftir miklar
raunir og svaðilfarir og eftir
að hafa lent í lífshættu hvað
eftir annað, komust þau á ör-
uggan stað, þar sem Eskelund
gat sagt frá afdrifum félaga
sinna...... En ef eg ætti að
nefna þann kunningja minn,
sem eg sízt gæti hugsað mér
syndandi í ísköldum fjalla-
straumum í Iíína, á flótta undan
skothríð Japana, þá myndi eg
tilnefna Karl Eskelund ....
Eskelund er prestssonur úr
Danmörku .... hann á marga
bræður og systur .... allt mesta
dugnaðarfólk. Hann er skarpur
maður og vel að sér, velþekktur
danskur blaðamaður. I mörg ár
var hann einn af ritstjórum
Kaupmannahafnarhlaðsins
„Politiken“, síðan var hann
gerður að skrifstofustjóra
við fregnstofu utanrikis-
ráðuneytisins danska, en það er
hefðarstaða mikil og hann
um hvað af þe«su hlaut að leiSa
fyrir alda og óborna í framtið-
inni.
tjórnaði för dönsku rikiserf-
ingjahjónanna i Bandaríkjunum
fyrir nokkrum árum síðan ....
Eskelund er litill maður og
grannvaxinn og enginn afl-
rauna- eða sportmaður, en eins
og flestir Danir er hann vanur
þægindum lifsins og góðuin að^
búnaði. Mér er niinnisstætt,
hvernig liann og köna haiis vöru
vön að sima til kunningja skma
á árunum kl. 2 og 3 að nóttu til,
vekja okkur úr fasta svefni, til
þess að bjóða okkur á matsölu-
staði og næturklúbba, en þau
vöktu alltaf langl fram á nætur
og sváfu fram á dag, eins og
blaðamanna er siður. Kunningj-
ar Eskelunds hér í álfu héldu,
að hann sæti enn við skrifborð-
ið sitt í utanríkisráðuneytinu
og þetta kom eins og þruma úr
heiðskíru lofli, að hann hafði
komist i hann svona krappan í
Kína.
Aðdáunarvert.
Sendiherra Dana í Banda-
ríkjunum, Henrik de Kauff-
mann, undirskrifaði Grænlands-
samninginn við Bandarikin og
fékk „að launum“, að danska
stjórnin, að skipun Þjóðverja,
vék honum úr embætti og gerði
eigur hans upptækar, en sendi-
herrann heldur nú eingöngu
stöðu sinni hér fyrir tilstilli
Bandarikjastjórnar. Sendiherr-
ann var á ferð úti á Kyrrahafs-
ströndinni um daginn og hélt
ræðu í samsæti einu í Los
Angeles, þar sem hann meðal
annai's likti sjálfum sér við hana
Fli. á 7. síðú.