Vísir Sunnudagsblað - 29.11.1942, Síða 8
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ
SÍDAA
Ýnisir vísindamenn í Banda-
ríkjunum vinna nú að því af
kappi að komast að aðferð
þeirri, sem Þjóðverjar nota við
að vinna benzin úr kolum. Að-
almaðurinn við þessar rann-
sóknir er vísindamaður, sem
lieitir dr. Storch, en hann komst
að því fyrir sex árum, hvernig
Jiin svonefnda Bergius-aðferð
Þjóðverja er, en síðan hafa þeir
fundið upp nýja aðferð, sem
nefnist Fischer-Tropsch-aðferð-
in. Sú aðferð við vinnslu benz-
íns úr kolum er sérstaklega þýð-
ingarmikil, því að hún vinnur
jafnframt efni, er heitir Butene,
en það er notað til framleiðslu
á gúmmíi úr kolum.
•
Fy'rir niu árum varð hjúkrun-
arkona ein í Ástralíu, Ken-
ney að nafni, þess vör,
að börn, sem fengu lömunar-
veiki, urðu alheil aftur, ef heit-
ir bakstrar voru settir við fót-
leggi þeirra, til þess að hindra
vöðvasamdrætti í útlimum
sjúklinganna. Síðan hefir Ken-
ney hjúkrunarkona barizt fyrir
þvi, að læknar reyndu þessa að-
ferð hennar, en þeir ekki verið
fáanlegir til þess,.fyrr en nú fyr-
ir skemmstu, að tveir kennarar
við Rochester-sjúkrahúsið i
Bandaríkjunum tóku sig til og
gerðu rannsóknir á gildi aðferð-
ar hennar. Komust þeir að
]>eirri niðurstöðu, að aðferð
Kenney hjúkrunarkonu væri al-
veg eins góð og hún befði hald-
ið fram.
•
Maður einn í Austurríkjum
Bandaríkjanna telur sig eiga
elzta hest i heimi. Klárinn er
43 vetra og er við íurðanlega
góða heilsu, segja dýralæknar.
Hann fær þó aldrei að fara út
frarnar.
•
Styrjöldin liefir margskonar
breytingar í för með sér. Ein
af þeim breytingum, sem hún
hefir orsakað í borginni Los
Angeles á Kyrrahafsströnd
Bandaríkjanna, er sú, að borg-
arstjórnin hefir ákveðið að ráða
sérstakan mann í þjónustu sína
til þess að duhnála ýms fyrir-
tæki, sem, nauðsynlegt er að ekki
verði eyðilögð, ef loftárás skyldi
verða gerð á borgina.
Fyrsta hjólaskipið í heimi,
sem er gert að flugstöðvarskipi,
er nú tekið til starfa á vötnun-
um miklu á landamærum
Bandaríkjanna og Kanada. Það
var áður notað lil farþegaflutn-
inga um vötnin og hét e. s.
Seeandbee, en framvegis verður
það æfingaskip fyrir flotann.
Öðru farþegaskipi á vötnunum
stóru — Greater Buffalo —
verður einnig breytt í sama
skyni. Skip þessi eru um það bil
af sömu stærð og meðalstór
flugstöðvarskip.
•
í Argentínu er farið að nota
nýja hraðfrystiaðferð, sem tekur
aðeins sex klukkustundir, í slað
nokkurra daga með þeirri að-
ferð, sem nú er algengust. Kjöt-
ið sogast inn i málmhylki með
því móti, að öllu lofti er dælt
úr því, en því næst er frosllegi
sprautað í það.
•
Einn af norsku flugmönnun-
um, sem hér eru, fór næstum því
umhverfis hnöttinn áður en
hann komst hingað. Hann slapp
yfir landamærin til Sviþjóðar
litlu áður en Þjóðverjar réðust
á Rússa, eii þaðan flaug hann
síðan til Finnlands. Frá Finn-
landi fór liann með járnbraut-
arlest til Leningrad og Moskva,
en þaðan til Odessa, yfir Svarta-
hafið til Istanbul, með járn-
brautarlest til Baghdad, flugvél
til Karachi á Indlandi og þaðan
í lest til Bombay. Þegar þangað
var komið komst hann á norskt
skip og fór með því lil Kolumbo
á Ceylon, Höfðaborgar í Suður-
Afriku og loks til Montreal i
Kanada. Þegar hann var búinn
að vera nokkura mánuði við
flugnám í Litla-Noregi, fór
hann þaðan til Englands, en
þaðan var hann svo sendur hing-
að.
•
Fyrsta dagblað, sem gefið var
út í Kaliforniu 'í Bandaríkjun-
um, kom út í borginni Monterey
árið 1846. Helmingur þess var
prentaður á ensku og hinn á
spænsku. Kalifornia var nefni-
lega fyrst numin af Spánverj-
um.
•
Flöskur, sem varpað er i sjó-
inn til að afla mönnum þekk-
.ingar um bafstrauma, fara oft
Jangar leiðir. Að jafnaði eru þær
lengi á volkinu, en nú skal sögð
saga um eina, sem var ekki
lengi að biægða sér heimshaf-
anna milli: Tveir menn á
Nantucket-eyju, sem er undan
ströndum MassachuSetts-fylkis
í Bandarikjunum, vörpuðu
flösku í sjóinn, en settu miða
SkammdesJ'
Það er góð tilhögun, að skammdegið skuli hjá flestum, a.m.k. borg-
arbúum, vera mesta annríkistímabil ársins. Manni myndi dauðleið-
ast, ef nokkur tími væri aflögu til þess, því að svo ömurlegt og nið-
urdrepandi er þetta langa skammdegisrökkur. Og þá er líka allt líf-
laust og dautt; blöðin fallin af trjánum og allir litir kaldir og gráir.
Hér á myndinni sést einstök hrísla, sem hefur orðið fyrir ómjúkri
meðferð af stormum og hríðum skammdegisins, enda bera hinir krækl-
óttu angar hennar þess menjar. Á líkan hátt geta einstaklingar mann-
lífsins farið, ef þeir standa einir og njóta hvergi skjóls.
innan í hana, þar seni voru letr-
uð nöfn þeirra og þess óskað,
að þeim væri tilkynnt hvar
flaskan fyndist. Þetta gerðist 9.
maí s.l. — Tveim mánuðum
siðar —- nánar tiltekið 12. júlí
— fengu mennirnir tilkynningu
um það, að flaskan hefði fund-
izt undan Flattery-höfða, sem er
í Washington-fylki, en það er
á strönd Kyrrahafsins!
•
Verkamenn i verksmiðjum
Curtiss-félagsins i Bandaríkjun-
um, sem starfa að smíði liinna
svonefndu Commando-flutn-
ingaflugvéla, eru látnir hafa
sima til þess að geta lalað sam-
an i vinnutímanum. Það er ekki
vegna þess, að verksmiðju-
stjórnin telji að það flýti fyrir,
ef verkamennirnir fá að rabba
saman, heldur stafar þetta af
því, að Commando-flugvélarnar
eru svo stórar og hávaðinn svo
mikill í verksmiðjunum, að það
er ekki hægt að gefa skipanir
frá einúm enda flugvélarinnar
til annars, nema með aðstoð tal-
sima.
•
Þegar Spánverjar settust
fyrstir manna að i Ameriku,
þar sem nú er Colorado-fylki,
skírðu þeir á eina þar hinu langa
nafni: E1 Rio de Las Animas
Perdidas en Purgalorio ( á hinna
glötuðu sálna í hreinsunareld-
inum). Þegar Frakkar settust
síðai’ að á þessum slóðum styttu
þeir nafnið í „Purgatoire", en nú
heitir þessi 'sama á aðeins
Picketwire, þvi að það heyrðist
fyrstu enskumælandi mönnum
liún vera nefnd.
•
Ungur maður í Fíladelfiu var
handtekinn og grunaður- um að
hafa verið að njósna um, starf-
semi í Verklsmiðjum General
Electric, þvi að hann var að
skoða þær í sjónauka, þegar lög.
reglan tók liann. Pilturinn
kvaðst hafa verið að reyna að
koma auga á kærustuna sína,
sem ynni i verksmiðjum þess-
um, og þegar búið var að finna
stúlkuna, var liann látinn laus.
•
Preslur nokkur i Alabamaríki
í U. S. A. var að kveðja söfnuð
sinn fyrir fullt og allt, og ávarp-
aði hann á þessa leið: — „Braíð-
ur og systur, eg kem hingað til
að kveðja yður. Eg held að guð
elski yður eklci, því enginn yðar
deyr nokkurntíma. Eg held að
þér elskið ekki hvert annað, því
eg hef aldrei gift neitt yðar.
Eg held að þér elskið eklci mig,
því þér hafið ekki borgað mér
nein laun. Gjafir yðar hafa ver-
ið myglaðir ávextir og ormétin
epli, og „af ávöxtum þeirra
skuluð þér þeklcja þá“. Eg er að
fara héðan í belri stað. Eg hefi
verið kallaður sem prestur í
betrunarliúsi. „Og veginn þang-
að sem eg fer þekkið þér. Og eg
fer burt að búa yður stað. Og
þegar eg hefi búið yður stað,
kem eg aftur og mun taka yður
til mín, til þess að þér séuð og
þar sem eg er.“ Drottinn varð-
veiti sálir yðar. Yerið þér sæl.“