Vísir Sunnudagsblað - 15.08.1943, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 15.08.1943, Blaðsíða 1
1943 31. blad Sunnudaginn 15. ágiist Björn Ólafsson fjármálarádherrai „Ferðamaður, drag §ko þína af fotum þér-----------------------64 ttfarpserindi Þetta eru þankar á víð og dreif um ferðalög og íslenzka náttúru, en eg hefi jafnan álitið iþetta hvorttveggja íslendingmn jafn- nauðsynlegt og móðurm.jólkina. Sumum kann nú að finnast nokkuð djúpt tekið í árinni. En um það skulu þeir dæma, sem liafa haft tækifæri til að ferð- ast gangandi eða riðandi um sveitir og óbyggðir. Slík ferða- lög eru ógleymanleg og skilja eftir sterkari og hollari áhrif en nokkuð annað, sem eg þekki. Endaliefir náttúra landsins mót- að og meitlað skapgerð og hugs- un þjóðarinnar i þúsund ár. Á- hrif náttúrunnar eru sterk, holl og varanleg. íslenzk náttúi*a er fyrst og fremst fyrir landsmenn sjálfa. En það eru fleiri, sem vilja sjá fegurð hennar og mikilleik. Ljósi þeirrar fegurðar verður ekki haldið undir mælikeri. Nú, þegar líklegt er, að þetta land verði í þjóðbraut heimsbyggð- arinnar, er, þess eugin yon, að hægt sé að Ioka því-fyrir for- vitnum augum erlendra ferða- manna. Um það má deila, hvort ís- lendingar eigi að gera fegurð og einkenni lands síns að atvinnu- vegi, með því að beina hingað straum erlendra ferðamanna og láta i té þá þjónustu, er slikum atvinnuvegi fylgir. Þegar eg vat* ungur, var eg 'þeirrar skoðunar, að sýna bæri útlendingum sem mest af þeim ná ttúrugersemum, sem vér eigum. Eg vildi draga tjöldin til hliðar til þess að geta sýnt þeim hversu þetta land var auðugt í fátækt sinni, hversu það var fj ölskrúðugl i nekt sinni, hversu það var talandi í þögn sinni og einveru. En með aldrinum hefir þessi skoðun tekið hreytingum. Lítil þjóð, sem vill varðveita tungu sína og þjóðerni og annan arf feðra sinna, verður að forðast að lenda í þröng þeirra milljóna, sent ferðast um þjóðbrautir ver- aldarinnar. Sú menning, sem skapast af straum erlendra ferðamanna, er ekki uppbyggj- andi. Ef ísland kemst í þjóð- braut, eins og líklegt er að verði eftir ófriðinn, þá verður sá vandi á höndum, að marka erlenda ferðamannastraumnum þröng- an bás. Eg vil ekki, að íslend- ingar þurfi að lifa á ferðamönn- um. Eg vil ekki, að þeir verði gestgjafar, sem nytja fegurð landsins. Þeir eiga að halda land- inu fyrir sig. Þeir eiga að nytja hinar náttúrlegu auðlindir þess, en njóta fegurðar þess og vernda einkenni þess og rósemi. Því betur sem íslendingar kunna að meta sitt eigið land, þvi betur mun þeim farnast. En þeir kunna þvi aðeins að meta það, að þeir kynnist þvi. Eg hefi oft furðað mig á því, að menn takast á hendur löng, dýr og erfið ferðalög til þess að kynnast fjarlægum löndum, áð- ur en þeir hafa séð það mark- verðasta í sínu eigin Iandi, sem oft tekur fram öllu, sem hægt er að sjá erlendis. Eg hefi talið, að tvennskonar orsakir geti leg- ið til þessa. önnur, að þeim finnist lítið til um allt, sem lieima er, og liin, að þeim sé ó- kunnugt um þá tign, fegurð og mikilleik, sem þeirra eigið land hefir að bjóða. Áð visu má það til afsökunar færa, að ýmsir erfiðleikar hafa verið á þvi til skamms tima að ferðast um landið, sérstaklega óbyggðirnar. En síðustu árin hefir orðið á þessu gerbreyting. (Óbyggðirnar eru ekki lengur lokað land, og einangrun sveit- anna er úr sögunni. Sú breyting, sem orðið hefir á högum lands- manna í þessu efni siðasta ald- arfjórðung, er mjög stórfelld. Vegakerfið nær nú því nær kringum landið. Bifreiðar ei*u nú á öllum vegum og jafnvel í sveitum milli óbrúaðra stór- vatna. Aldrei hefir verið jafn auðvelt og nú að komast um allt land, frá einum stað til ann- ars, í lofti, á láði og legi.. Þess- ari þróun er ekki lokið. Hrað- inn á eftir að vaxa, en um leið getur tapast kjarninn í samneyti mannsins við landið: áhrif þess og friður. Þess vegna þurfa landsmcnn að gæta þess jafn- framt og þessi breyting fer fram, að hún raski ekki þvi, sem þjóðin má sízt missa — hollri menningu sveitanna, fegurð og rósemi náttúrunnar. En þessi breyting bætir úr aldagamalli nauðsyli. Það er kynning þjóðarinnar innbyrðis. Einangrunin hefir verið hér landseinkenni. Nú er þvi lokið og nú geta menn tekið upp þann lofsamlega og nauðsynlega sið, að kynnast sinni eigin þjóð og sínu eigin laiidi. Því betur sem þjóðin k>*nnist innbyrðis, þvi betur skilja menn kjör og þarf- ir hvers annars. Þetta litla þjóð- félag, gclur ekki leyst af hendi hlutverk sitt, ef stéttirnar eru á öndverðum meið hver við aðra. En rigur milli siétta og byggð- arlaga er oft sprottinn af of lít- illi kjnming. Þessi vankynning er svo oft notuð í pólitiskum til- gangi til að ala á úlfúð og tor- tryggni einnar stéttar gagnvarj

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.