Vísir Sunnudagsblað - 15.08.1943, Blaðsíða 6
6
VÍSIR SUNNUÐAGSBLAÐ
borið flöktandi, daufa birtu. —
Með oddhvössum tinnusteinum
nstu þessir listamenn myndir
sinar á klettavegginn. Og eru
sumar þeirra mjög vel gerðar.
öll helztu dýr, sem þá voru til,
hafa þeir teiknað. Þar eru mynd-
ir af Mammútum, hestum,
hreindýrum, björnum og ljón-
um. Þetta eru ekki aðeins mjmd-
ir, heldur myndamótuð lista-
verk. Þeir hafa gert heil líkneski
úr leir. De Bergouen fann 1913
tvö likneski af bisannauti, og
voru J>esi listaverk talin vera 20
þúsund ára gömul. 1 Montespan-
hellinum fannst stórt líkneski af
hellabirni. Það var einn metri að
hœð og vel gert. Þarna fundust
milli 50 og 60 dýramyndir og
mótanir. Þar fundust einnig
einskonar steinaldarverkstæði.
Það sjást holurnar í vegginn,
þar sem leirinn hefir verið tek-
inn. Einn af þessum skápum
hefir verið notaður til þess að
geyma verkfærin í. Þar eru
tinnustcinar af ýmsri stærð og
Iögun. Einnig sést, að hjartar-
horn hafa verið notuð við þenn-
an gröft. Litler leirklessur
hafa verið festar á veggina.
Sumar leirklessurnar mynda
hluta af mannslíkama o. fl. Á
leirgólfinu sjást víða fótspor, för
eftir kné eða olnboga. — Þarna
átti listin uppruna sinn eða upp-
tök. Þarna voru forfeður vorir
fjTÍr 20—30 þúsund árum að
skapa hina fyrstu menningu.
Á elztu myndunum eru leynd-
ardómsfullar viðbætur. Á hálsi
hests er vinstri hönd með út-
sperrta fingur. Á vísundi er ein-
kennileg bunga á hálsinum. Á
sumum dýralíkneskjum og
teikningum eru strik, göt og ým-
iskonar hrafnaspark. Þetta ristir
djúpt inn í mótin. Og hafa menn
komist að þeirri niðurstöðu, að
þetta stæði í sambandi við töfra
eða galdra. 1 hellunum hafa
menn viðhaft veiðgaldraathafn-
ir áður en þeir fóru í veiðiferðir
til þess að drepa hin stóru og
hættulegu dýr.
Við kyndla og leirlampaljós
hafa þeir safnazt undir stjórn
töframanns, sem gert hefir
myndirnar þeim til sigurs. Eins
og hann gerði göt á dýrin og
rispur, eða sár, eins áttu veiði-
mennirnir að gera við hin lifandi
dýr. Þetta var einskonar sýni-
kennsla.
Margar beinagrindur af hella-
björnum hafa fundizt í hellum
Pyreneafjalla. Þar hafa þeir oft
orðið sjálfdauðir. Eftir þessum
beinagrindum að dæma hafa
birnir þessir verið að minnsta
kosti 1 y2 metri að hæð á herða-
kamb og um 3 metrar á lengd.
Beinin eru gildari en á nautum.
Dýr þessi hafa verið afar kraft-
mikil. Heilar hauskúpur hafa
fundizt af þeim og eru á þeim
geysimiklar vígtennur. Þessir
birnir liafa verið óyndislegir ná-
búar fornmanna. Næstum í öll-
um hellunum sjást spor eflir þá.
Margir þeirra hafa fallið niður
um göt eða holur, ekki komist
upp aftur og drepist. Veggirnir
sýna rispur eftir æðisgengnar
en árangurslausar tilraunir
þeirra til uppgöngu úr þessum
myrku undirdjúpum. Það er
merkilegt að geta lesið líf og
sögu þessara ófreskja eftir þús-
undir ára. í Tuc d’ Audoubert-
hellinum hafa birnirnir gert
rennibraut og rennt sér niður í
tjörn með kalkvatni að gamni
sínu. Myndir þær, er frummenn
þessir hafa gert af björnunum,
sýna hve mjög þeir hafa óttast
afl þeirra og grimmd.
Af hýenum hefir verið jafn-
inikið og bjarndýrunum. Og
margt hefir hún eyðilagt með
tönnum sinum. Þessir forfeður
okkar hafa fyrirlitið hýenuna
eins og nútímamenn. Af hýen-
um gerðu þeir fáar myndir.
Frumbyggjar Afriku, nú á
dögum, teikna aklrei né gera
likön af hýenum, þó að hún sé
þeirra tíðasti gestur. En öll önn-
ur villidýr teikna þeir og móta.
Þeir fyrirlita hana svo mjög,
að þeir vilja ekki eiga mjmdir af
henni.
Það er merkilegt, hve ýmsar
skoðanir nútíma villi-veiði-
manna og hellabúanna eru lik-
ar.
Menn hafa nú fengið allgott
yfirlit yfir listastarfsemi forn-
forfeðra vorra. Maðurinn frá Le
Moustier í Dordogne, er uppi var
fyrir hér um bil 50 þúsundum
ára, líktist Neandertalsmannin-
um. Ásjóna beggja var dýrsleg.
Höfuðið líktist apahöfði. Þessir
menn teiknuðu með tinnuflís-
um .á steintöflur. Teikningar
þeirra voru klunnalegar. Menn
frá Aurignae, er uppi voru fyrir
25 þús. árum hafa skilið eftir
sig sæg barnalegra uppdrátta af
ýmsum dýrum. Þeir líktust Cro-
Magnonkynflokkinum. En það
er fyrst á Magdalenatimunum,
fyrir 20 þús. árum, að regluleg
listaverk skapast, ef svo má
segja, í teiknun, mótun og
myndum. Þá vex þroskinn og
smekkurinn. En þessi list var
ekki „last pour least“ (list vegna
listar) heldur til dægradvalar og
í þjónustu töfra og galdra. Þeir
sýna staðgengla hinna lifandi
dýra eins og töframenn svert-
mgja enn þann dag í dag. þeár
hafa (svertingjar) vaxlíkneski,
druslubrúðu, sem þeir stinga
eða brenna. En samtimis þyljá
þeir töfraþulur, látast drepa,
særa eða lækna hluti þá,
sem þeir hafa og er eftirlíking
þess verulega. Á sama hátt hafa
hellabúar hugsað eða ályktað.
Myndir af rándýrum eru með
stungum, sem hafa átt að
tryggja veiðina. En nytjadýrin,
hryssur og hreindýr, eru mynd-
uð í samræmi við óskina um
fjölgun þeirra og frjósemi.
Hryssan er teiknuð með síðan
kvið, eða með stóru júgri, sem
á að sýna að það sé fullt af
mjólk.
Því miður teiknuðu þessir
menn ekki myndir af sjálfum
sér. Litlar leirlikneskjur af
mönnum hafa aðeins ávalar
leirklessur sem andlit. Á veggj-
unum eru aðeins skripamynd-
ir af mönnum. Og þó að ein-
stöku teikningar séu sæmilegar,
þá er eins og búin til grima til
þess að leyna hinu raunveru-
lega andlitsfalli. Eins og frum-
stæðar þjóðir nú á dögum þorðu
þessir menn eklii að láta
Er það ekki kyndugt,
hve varhugavert er að trúa á
það, sem í blöðum og tímarit-
um stendur? Á dögunum var eg
sá bjáni, að hafa það eftir tíma-
ritinu ameríska, „Time“ — það
var „Time“, sem birti ótuktar-
greinina um ísland í fyrra —
að hann Karl Eskelund, for-
stjóri fréttaskrifstofu utan-
ríkisráðunej'tisins danska, hefði
lent í miklum mannraunum í
Kína .... en í tímaritinu var
mynd af honum og ekki um að
villast . .. . Og svo kemur á dag-
inn, að þetta muni ekki hafa
verið Karl Eskelund, lieldur
einhver annar Eskelund ....
bróðir K. E......eða sonur ....
eða kannske afi .... þegar öllu
er á botninn hvolft, er það ekki
að vita, hvort nokkur Eskelund
hefir nokkurntíma til Kína
komið — þó mun það ráða að
likindum, að Karl Eskelund
skrifstofustjóri sitji enn á sin-
um þar-til-innréttaða-sessi í
utanríkisráðuneytinu .... og
vonandi situr hanú þar í friði
og spekt .... En fari „Time“
norður og niður með alla sína
hégilju og öll sin merkilegheit
.... Að fólk í Montana segir
aldrei „það snjóar“, heldur alt-
af „það ér stórhríð“ .... hváð
btið sem það sáldrar .... Hvað
flestum Bandaríkjamönnúm
finnst það ókarlmannlegt, að
myrkravöldm sjá réttar myndir
af sér.
I Trois-Fréres-hellinum fann
De Begouen greifi mynd af
særingamanni. Hann hefir vís-
undsfax, arnarnef, ugluaugu,
úlfseyru, hjartarhorn og tagl.
Fornmennirnir öfunduðu
dýrin af eiginleikum þeirra. Þeir
vildu fá styrk ljónsins og vis-
undarins, hina skörpu sjón fugl-
anna, næmleik skilningarvita
úlfsins, hraða hjartarins og
hestsins. Og þessi öfund eða
löngun eftir kröftum dýranna
hefir alltaf fylgt mannkyninu.
Hinar grísku hetjur Acliilleus
og Hektor höfðu tagl af hest-
um á hjálmum sinum, til þess
að hræða með og gera sig ægi-
legri. Á húfum sumra herfor-
ingja eru eftirlíkingar af fram-
hluta höfuðkúpu. Og hinir
dönsku lífvarðarhermenn
kóngsins hafa afar þykkar og
háreistar bjarndýrahúfur.
Það er því bæði löng og stutt
leið milli fornmanna og nú-
timamanna.
drekka te . . . . Hvað sumir hár-
skerar kvenna þola illa útásetn-
ingar fvrir verk sín .... þeir
eru „listamenn“, skilurðu ....
og sérstaklega þeir, sem bafa
lagt sig eftir að tala enskuna
með frönskum hreim .... Að
ibúai-nir í Montana mildast af
fyrstu innflytjendum rikisins
— en það eru aðeins 200 ár síð-
an fyrstu hvítu mennirnir komu
hingað .... nákvæmlega á
sama hátt og við Islendingar
dáum Skallagrím og Unni
djúpúðgu .... Hvað það er lifs-
spursmál fyrir sumu fólki, að
taka fram í þegar aðrir eru að
tala .... Að leiðinlegasta fólk í
heimi er nýgifl fólk .... með-
an það er nýgift ....
Margl er minnisstætt ....
og eg hló mig máttlusa, þeg-
ar eg á dögunum las „Ferða-
hugleiðingar“ eftir Zoplionías
Thorkelsson (Heimskringla, 4.
marz) .... Mr. Thorkelsson
segir þar frá, meðal annars,
göngulagi stúlknanna í Reykja-
vík .... hrifinn er liann af
þeim, blómarósunum, með
„gulbjarta hárið“ .... en frá-
sögnin um göngulagið er alveg
óvenjulega skringileg .... (Eg
þekki ekki Mr. Thorkelsson ....
en þakka honum fýrir skemmt-
unina)......Að túristar létu af
hendi rakna 3.500.000 dollara í
Sundurlausir þankar.
Eftir Rannveigu Schmidt.