Vísir Sunnudagsblað - 15.08.1943, Blaðsíða 4
4
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ
s aihnpnnnn
Eftir Jan Neruda
DLUUOUUHII
Búrfcll í Þiórsárdal.
kynsló'ð, sem nú leggur land
iindir fót, að verulegar breyt-
ingar til batnaðar eru sjáanleg-
ar í þessu efni. Áður þótti það
engin goðgá að tjalda eða mat-
ast á fegurstu blettunum og
skilja við þá eins og flag eða
vanvirða l>á með matarleyfum,
dósum, bréfarusli og öðruni
úrgangi, sem skilið var eftir á
víð og derif um græna blóm-
skrýdda bala, innan um ilm-
andi skógarhríslur. Einnig þótti
ekkert tiltökumál, þótt rifinn
væri upp grænn og lifandi skóg-
argróður til að skreyta með
farartækin.
Hinir fögru blettir náttúrunn-
ar eru handa ferðamanninum
til að njóta og leita hvíldar á,
en hann á að skilja við þá á
þann veg, að hann geti komið
þangað aftur næsta ár, þegar
sólin hefir brætt snóinn, leitað
sinna fyrri vina og sagt eins
og Jónas Hallgrímsson: „Smá-
vinir fagrir, foldarskart, finn eg
yður öll i haganum enn.“
Fyrsta skilyrði þess, að menn
geti notið þess að ferðast, er að
bera lotningu fyrir fegurð nátt-
úrunnar. Sú lotning byggist á
auðmýkt mannssálarinnar
gagnvart þeim fullkomna mikil-
leik forms og lita, sem auganu
mætir hvarvetna. 1 samanburði
við það er maðurinn lítill og
vanmáttugur.
Þegar menn bera lotningu
Toppur Tindfjallajökuls.
fyrir fegurð náttúrunnar, þá sjá
þeir um, að benni sé ekki mis-
boðið. Hin sanna ferðamenning
lýsir sér í því að ganga svo frá
hverjum stað, að bann beri eng-
ar menjar þess, að þar hafi
nokkur komið. Sæluhúsin í ó-
byggðunum eru falin umsjá
þeirra, sem í þau koma til gist-
ingar. Ekki er neinn ómenning-
arbragur ferðamanna jafn áber-
andi og sá að ganga illa um
sælulnisin og spilla þeim á ýms-
an bátt. Menn verða jafnan að
hafa hugfast, að þeir eiga að
ganga frá liúsunum á þann veg,
er þeir sjálfir mundu óska að
bafa þau, ef ]>eir leituðu þar
náttstaðar. i
„Karlinn“ fyrir Reykjanesi.
íslendingar eiga eitthvert feg-
ursta land í heimi. Það er að
visu stundum kalt, stundum erf-
itt, stundum ógestrisið. En það
er bin eilífa uppspretta fegurð-
ar.styrkleika og manndóms fyr-
ir börn landsins, ef þau aðeins
vilja bergja af þessari upp-
sprettu með því að ferðast um
landið og kynnast þvi.
En þeir, sem ferðast um land-
ið til að njóta fegurðar, hrein-
leika og göfgi íslenzkrar nátt-
úru og velja sér' fegurstu blett-
ina til hvíldar, mega ekki lítils-
virða þá eða skilja við þá í sár-
um.
Ilvar sem menn leita sér hvíld-
ar í grænni náttúrunni geta þeir
heyrt stráin, laufin og blómin
flytja hljóðlega þessi skilaboð:
„Ferðamaður, drag skó þína
af fótum þér, hér er helg jörð.“
Jan Neruda er einn af frægustu
rithöfundum Tjekka á nítjándu
öld. Hann vaT fæddur í Prag
árið 1834 °g lézt 1891. Hann
samdi sögur og leikrit og vann
að ritstörfum allt lífið. B 1 ó ð-
s u g a n er ein af kunnustu sög-
um hans og hefir birzt víða um
heim í úrvalsritum tjekkneskra
skálda.
Lystiskipið flutti okkur fi'á
Konstantínópel yfir að strönd-
um eyjarinnar Prinkipo, en þar
fórum við á land. Fai'þegarnir
voru ekki margir: pólsk fjöl-
skylda, faðii', móðir, dóttir og
brúðgumi hennar og svo við tvö,
já, ekki má gleyma, að þegar við
vorum komin upp á trébrúna,
sem liggur fx’á Gullna Horninu
til Konstantínópel, slóst ungur
Grikki í föi-ina. Eftir útlitinu að
dæma var bann líklega listnxál-
ari. Langt, svart liárið liðaðist
ofan á herðar, andlitið var fölt,
svört augun lágu djúpt ipni i
höfðinu og málai-akassa bar
hann undir liandleggnum. Mér
geðjaðist að honum í fyrstu,
hann var stimamjúkur og virt-
ist vita allmikið um. staðhætti,
en hann talaði of mikið, svo að
eg lét lianp eiga sig.
En pólska fjölskyldan var
skenxmtileg. Foreldrarnir virt-
ust vera ágætis fólk og elskhug-
inn var laglegur ungur maður
með ákveðna en fágaða frarn-
komu. Þau liöfðu öll komið til
Prinkipo til þess að dvelja þar
sunxarlangt vegna dótturipnar,
sem virtist vera lasin. Þessi
fallega fölleita stúlka var ann-
aðhvort að ná sér eftir þung
veikindi eða hún var að vei'ða
alvai'Iega veik. Hún hallaði sér
upp að elskhuga sínum, þegar
þau voru á gangi og settist oft
niður til þess að livíla sig, en
þurr hósti truflaði hvisl-hennar.
Hann leit þá á liana fullur sanx-
úðar, en hún svaraði augnai’áði
hans eins og hún vildi segja:
„Þetta er ekkert, ég er ham-
ingjusöm.“ Þau trúðu á lifið og
hamingjuna.
Grikkinn skildi við okkur á
bryggjunni, en áður en hanm
fór ráðlagði hann okkur að fá
okkur herbergi á hóteli nokki’u,
sem hann mælti sérstaklega
með. Gestgjafinn var franskur
og allt var þarna mjög þægilegt
og öllu snxekklega fyi'ir komið
að frönskum hætti.
Við snæddum morgunverð
sanxan og þegar dró úr mesta
hita hádegissólarinnar, gengum
við upp á hæð eina vaxna síbei’-
iskunxfurutrjám,til þess aðnjóta
útsýnisins. Rétt þegar við vor-
unx búin að koma okkur fyrir,
kom Gi’ikkiixn til okkar. Hamx
kastaði lauslega á okkur kveðju,
leit í ki’ingunx sig og og settist
nokkrum skrefunx frá okkur,
tók síðan upp málaradót sitt og
byx-jaði að teikna.
„Eg held, að lxann sitji upp
við klettinn af ásettu ráði til þess
að við getunx ekki séð það, sem
liann er að mála“, sagði eg.
„Okkur langar ekki til að sjá
það“, sagði ungi Pólverjinn. —
„Við höfunx nóg að horfa á hér
fyrir framan okkur.“ Eftir dá-
litla stund bætti hann við: „Eg
held að hann sé að nxála okk-
ui’. Jæja, liann um það.“
Og við liöfðum sannarlega
nóg að hoi’fa á. Það er ekki feg-
urri staður til i veröldinni eix
Pi'inkipo. Pólitíski píslarvottur-
inn Ii'ene, senx var uppi á sanxa
tíma og Karl xnikli, dvaldist hér
í mánuð senx útlagi. Ef eg íxxætti
vera hér lieilan mánuð, myndu
minningarnar um þann tínxa
gera mig hamingjusaman öll
þau ár, sexxx eg ætti eftir að lifa.
Eg mun aldrei gleyma þessunx
eina degi, senx. eg dvaldist á
Prinkipo.
Loftið var tært eins og gim-
steinn og svo mjúkt og heillandi,
að sálin eins og lyftist með því
út í fjarskann. Á liægri liönd yzt
við sjóndeildarhringinn nxótaði
fyrir brúnleitunx tindunx Asíu-
fjalla, en til vinstri sást í fjarska
lxin bjarta purpuralita strönd
Evi'ópu. Nági'annaeyjan Chalki,
ein af þeim 9 eyjunx, sem einu
ixafni eru nefndar Prinseyjar,
reis úr hafinu upp í þögla kyrrð-
ina, eins og soi'glegur draunx-
ur - griðastaður þeirra sálsjúku.
Það var ofurlitill gári á
Marnxaraliafinu, er tindraði í
öllum litum, eins og skínandi
ópall. í fjarska var sjórinn livít-
ur sem nxjöll, síðan rósi’auður,
nxilli eyjanna var hann eins og
glóandialdin.en beintfyrir neðan
okkur yndislega grænblái', eins
og gagnsær safír. Hafið var skíxx-
andi i,fegurð sinni. Hvergi sá-
ust stór haískip, en tvær fleytur
með enska fánann við hún vögg-
uðu sér meðfram ströndinni.
Annað var gufubátur á stærð við
varðbát, hitt vár róðrarbátur ög
sátu 12 menn undir árunx, en
þegar árarnar lyftust samtínxis,