Vísir Sunnudagsblað - 15.08.1943, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 15.08.1943, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Frumbyggjar jarðarinnar. var eins og drypi af þeim bráðið silfur. Höfrungar lyftu sér til og frá kringum bátana, eða þeytt- ust í löngum bogum upp úr sjón- um. Við og við hófu tignarlegir emir sig til flugs og mældu f jar- lægðina milli tveggja heimsálfa. öll brekkan fyrir neðan okk- ur var þakin rósum og ilmur þeirra fyllti loftið. Frá kaffihús- inu niður við sjóinn barst hljónv- ur til okkar gegnum tært loftið af hljóðfæraslætti, sem fjar- lægðin hafði mýkt. Áhrifin voru töfrandi. Víð sát- um öll þögul og sálir okkar lauguðust í þessari paradísar- sælu. Unga pólska stúlkan lá í grasinu og hvíldi höfuðið við brjóst unnusta síns. Það vottaði fyrir ofurlitlum roða í fölu and- litinu og allt í einu runnu höf- ug tár niður kinnar hennar. Elskhuginn skildi hana, beygði sig niður og kyssti burt tár eftir tár. Móðirin komst einnig við og ekki var laust við, að mér vöknaði einnig um augu. „Hér hlýtur maður að verða iieilbrigður á sál og líkama“, hvíslaði stúlkan. „En hvað þetta er yndislegt land!“ „Guð veit, að eg á enga óvini, en ef eg ætti þá, myndi eg fyrir- gefa þeim hér,“ sagði faðirinn skjálfandi x-öddu. Og aftur varð þögn. Þetta hafði undursamleg áhrif á okk- ur öll. Það var svo ósegjanlega unaðslegt. Hverl okkar um sig fann hér heilan heim af unaði, og við vildum gjarna hafa miðl- að öðrum af þessari hamingju. Þannig hugsuðum við öll, Yið sátum þögul og vöruðumst að trufla hvert annað. Við tókum varla eftir því, þegar Grikkinn reis upp og tók saman pjönkur sinar, eftir að hafa setið þarna um klukkutíma, kinkaði kolli til okkar og fór. En við sátum kyrr. Loks eftir nokkura klukkutíma, l>egar dökk purpurablæja var farin að breiðast yfir lóftið í fjarska, minnti móðirin okkur á, að nú væri kominn tími til hcimferðar. Við risum upp og gengum hægt í áttina niður að hótelinu. Þegar við komum þangað, settumst við niður und- ir svölunum. En l>egar við vorum ný-setzt, heyrum við óm að rifrildi og blótsjTðum. Grikkinn okkar var þarna kominn og var að rifast við gestgjafann. Við hlustuðum á þetta stundarkorn. Gestgjafinn kom svo upp tröppurnar til okkar. „Já, ef eg hefði ekki aðra gesti,“ umlaði í hönum. „Segið þér mér, herra,“ sagði ungi Pólverjinn við geátgjafann, „Hvér er þessi maður, hvað heit- ir hann?“ Það er álitið að jörðin hafi verið byggð mannlegum verum um eina milljón ára. En lítið er vitað um líf þeirra og hugsunar- hátt. Það er óvist að þeir hafi notað eldinn. En um mejin þá er byggðu jörð vora fyrir 20— 30 þúsund árum getum vér gert oss allákveðnar hugmyndir. Og það er aðallega að þakka fróð- leik þeim sem fengizt hefir við að rannsaka hinn franska hluta Pyrenea-fjallanna. Þar er fjöldi af kalksteins liellum, eða hol- um. En þar sem afar erfitt er að komast upp til þeirra, eða inn í þær, hafa þær varðveitt leyndar- mál sín um þúsundir ára. Það er hinum duglegu fjallgöngu- mönnum og útilífs sportmönn- um að þakka, að þessi fræðsla fékkst. Þeir hafa með ódrepandi dugnaði komizt að og inn i þessa Aladinshella og séð þær veggmyndir, teikningar, mynda- styttur, för eftir fætur og hend- ur manna, för eftir hellabjörn- inrí, og verkfæri frummanns- ins. Þennan fróðleik eiga menn mest að þakka hinum fræga fornfræðingi, franska greifan- um de Begouen og vísinda- manninum og fjallafaranum Norbert Catteret. En Acadé- mie Francaise hefir heiðrað hann fyrir neðanjarðar fundi. „Hver skyldi vita livað hann heitir ?“ sagði gestgjafinn um leið og hann leit niður og hnykl- aði brýrnar. „Við köllum hann blóðsuguna." „Er hann listamaður?“ „Það er skemmtileg atvinna. Hann teiknar ekkert nema lik. Jafnskjótt og einhver í Konstan- tínópel eða hér í nágrenni deyr, hefir hann mynd tilbúna af lik- inu. Hann málar fólk rétt áður en það deyr — og honum skeik- ar aldrei — rétt eins og blóð- sugu.“ Gamla pólska frúin rak upp hljóð -— dauðhrædd; i örnvum hennar lá dóttir hennar, það liafði liðið yfir hana. í einu slökki var elskhugi hennar kom- inn ofan tröppurnar. Hann þreif i Grikkjann með annari hend- inni, en með hinni þreifaði hann eftir teikningunum. Við hlupum á eftir honum, báðir mennirnir voru í áflogum í sandinum, en blöðin lágu eins og fjaðrafok út um allt. Á einu blaðinu var mynd dregin svörtum litum af höfði ungu stúlkunnar pólsku, með lokuð augu og myrtussvejg um ennið. H. G. þýddi. Catteret fann stóra hellinn nærri Montespan i franska hér- aðinu Hasste Geronne. En þar hafa merkustu uppgötvanirnar verið gerðar. Þegar vér heyrum hve erfitt var að komast inn i áðurnefnd- an helli skiljum vér, hve eðlilegt var að Ieyndarmál hans geymd- ust lengi. í halla Pyrenéafjallanna ligg- ur litla þorpið Montespan. Og ekki langt fró dalnum er kletta- gil með neðanjarðar göngum. Rennur þar yfir lítill lækur. Catteret fór inn i þessi göng. Hafði verið farið inn í þau fyrr. 40 m. frá innganginum liggja göngin í vinkilhorn til hægri og klettaloftið nær niður að yf- irborði vatnsins. Vatnið verður dý]>ra og dýpra. Loftið liggur neðar og neðar. Og 20 metrum innar er klettarifa. Þar er þakið komið niður að vatninu og hindrar lengri för. Þarna höfðu allir rannsóknarmenn gefist upp. En Catteret stóð í hinu ís- kalda vatni og hugsaði ráð sitt. — Vafalaust var þessi lilli læk- ur leyfar af fyrrverandi fljóti er fallið Iiafði þarna neðanjarð- ar. Sú á hafði brotið sér leið gegnum kalkfjöllin. Þetta hefir gerzt viða á jörðinni, um mill- jónir ára áður en nokkurt lif var á henni að finna.. Þessi á hlýtur að hafa verið til löngu á undan ísöldinni miklu. En það er kunnugt að þá var mjög þurrt og kalt lofts- lag i Suður-Frakklandi á ís- öldinni. Þá hefir áin minnkað afar mikið, orðið að læk, en látið eftir sig hella og hvelfng- ar frá þeim tíma er hún var mikið vatnsfall. Það var því mjög liklegt, að neðanjarðarhellar væri bak við þessa vatnsfylltu klettaþró. Og þessir bellar lægju að Iikindum, sumir þeirra, yfir yfirborði þess vatns, er nú væri þar, þar sem ár ætíð grafa sig dýpra og dýpra niður. Á ísöldinni var trúlegt að þess- ar holur hefðu verið mannabú- slaðir, því að þá var miklu minni erfiðleikum bundið að komast inn í þær.Catteret ákvað að hætta sér lengra. Hann setti skriðljós sitt á klettasyllu, dróg djúpt að sér andann og kafaði niður i hið óþekkta djúp. Þetta var afar hættulegt, þvi að vatnið fyrir innan gat ríáð upp í loft á löngu svæði. Einnig gat fleira verið hæftulegt þarna, iða, eitur- gas, greinar, sem hann festist á o. fl. Cattert þreifaði fyrir sér. Að litilli stundu liðinni skaut hon- um upp á yfirborð vatnsins. — Hann gat aftur andað. Loftið hressti hann. En alltaf var sama myrkrið. Hellirinn virtist vera stór. Hann kafaði síðan sömu leið aftur. Næsta dag gerði Catteret aðra tilraun. Þá liafði hann kerti og eldspýtur í vatnsþéttri húfu, er liann bar á liöfðinu. Hann kveikti ljós og sá að vatrí var ennþá innar. En þar var rúm milli jJirborðs vatnsins og hvelfingarinnar. Ilann hélt á- fram og komst tvo melra. Þá kom hann í helli, sem var 10— 12 metra hár. Þangað runnu margir lækir, er héldu vatninu við og mynduðu frárennslið. Við enda þessa hellis var enn gang- ur hálffylltur vatni. Catteret synti áfram og kom í stóran sal. Þar var afarstór steinn á gólf- inu. Þessi hellir endaði einnig í gangi. Enn hélt hann áfram. Nú var hann kominn að litlum „glugga“ i klettaveggmum Það virtist ógerningur að fara lengra. En er hann stakk liöfði og handlegg gegnum opið, trufl- aði l)irtan af ljósi hans heilan flota af syndandi kvikindum. Þarna hlaut að vera skammt til vfirborðs jarðar, aðeins fáir metrar. Og þarna rann sjálfsagt ofanjarðarvatn niður. Þannig fannst liinn mikli hellir við Montespan. Margar aðrar Pyx-ena-holur er erfitt að komast inn í. Qg í þess- um hellum hafa merín fundið margt. Frummennirnir bjuggu í fremstu holunum. Þar hafa fundist haugar eftir þá. Þeir hafa sjaldan l>orað inn í hina myrku afkima, er innar lágu. Þeir óttuðust myrkrið og hin stóru rándýr, er þar reikuðu um. Dýrin hafa sjólfsagt haft sinar vissu inngöngudyr og haldið sig í afskekktu hellun- um. — En þrátt fyrir þetta hafa merkilegustu hlutirnar ekki fundizt i hinum fremstu hellum. í Montespan-hellunum fundu menn gang um kílómeter frá innganginum. Nokkrum hundr- uðunx nxetra lengi-a inni fundust ýmsir merkilegir hlutir, mynda- styttur, veggmyndir og óhöld. Myndir sínar hafa þessir forn- eða frummenn gert við ljós frá lönipum, sem líklega hafa líkst lömpum (eða kolum) Eskimóa. Litil leirskál með dýrafitu og kveik í, samanundnum af plöntutrefjum eða dýráhárum. Þessir lampar hafa „ósað“ og

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.