Vísir Sunnudagsblað - 20.02.1944, Síða 1

Vísir Sunnudagsblað - 20.02.1944, Síða 1
1944 Sunnudaginn 20« febrúar 7. blað Þor§tcinn Konráðs§ou: Frásagnir frá ísharðindunum ’82 og afleiðingum þeirra. 1881 Inngangur. Tilefni þessara þálla, sem bér fara á eflir, er frásögn Jóns sál. læknis af fundi á Undirfelli í Vatnsdal. Var hann þar þá a'ð læra undir skóla. Frásögn hans ritaði eg uj)]i eftir honum fyrir mörgum árum. Löngu síðar áttum við tal um fund þennan og heyrði eg á honum, að liann hafði í liyggju að skrifa um liann og birta a prenti. — Hann elskaði minn- ingu séra Hjörleifs, og eins og fleiri, taldi hann einn.af mæt- ustu mönnum sinnar samtíðar. Til þess að koma þessari liug- sjón hans i framkvæmd — þar sem hann er fallinn í valinn — skrifaði eg frásagnir þær, sem hér fara á eftir, en varð að'taka það á allhreiðum grundvelli, þótt rúins vegna sé frásögninni allmjög þjappað saman. /Heimildir þær, er frásagnir þessar hyggjast á, auk frás^agna Jóns sál. eru: Landsblöðin frá þeim tíma, Árferði á íslandi i 1000 ár, eft- . ir Þorvald Thoroddsen, Saga Islendinga í Vestur- heimi, eftir Þorstein Þor- steinsson, Fréttir frá íslandi, Ævisaga Eiríks Magnússon- ar, eftir dr. Stefán Einars- son, Árhækur Heykjavíkur, eftir dr. Jóp hiskup Helgason, og að siðustu endurminn- ingar mínar. Langvarandi óáran. Fyrri hluti hinnar 19. aldar — að fám árum undanteknum — mátti heita lotulitið harð- indalimahil, þóll vfir læki vet- urinn 1858—-’59. Afleiðingar þess vetrar sköpuðu fyrsta þátt- inn í landflótta-sögunni liéðan vestur um haf, þójtt stórbrotnári yrði eftir 1878. Úr þvi máttu heila samfelld harðindi fram undir 1890. Eldgosið 1875 og síðan liverl hafísárið eftir annað. Þó mun flestum hera saman um, að ör- lagai'ikasta árið sé 1882, eitt það mesta óaldarár á öldinni. Jafnvel að afleiðingar þess liafi gengið næst afleiðingum Reykjamóðuharðindanna 1783 —’'84. Áhlaupið í maí 1882. 22. maí 1882 er mér sérstak- lega minnisstæður. IJann var bjartur og sólfagur, en loftið undarlega kalt. Við Hrútafjörð- inn austanverðan var húið að sleppa fé. — Hjá foréldruni mínum var stungið út sauðatað þennan dag. — Eg var, með öðrum, að bera til dyra (var á 9. ári, fæddur 1873). Oft varð okkur starsýnt út á fjörðinn spegilsléttan, — það var logn, en upp af gljáandi fletinum stóð reykur við reyk. Það var svo mikill stórfiskur inni á firð- inum, að eindæmum þótti sæta. Gamla fólkið mundi ekkert slikt og spáði að fádæmum myndi sæta. Um kl. 3 var farið lieim að boi’ða. Minnist eg þess á heimleið frá fjárhúsunum, að faðir minn hafði orð á því, að hann gengi mikið á Stranda- fjöllin og myndi óveður í að- sigi. Eg var þreyttur og hafði sofn- að. Þegar eg vaknaði var allt fólkið komið út. Mér var liroll- kalt, en rauk á fætur og fram i dyr. En þvilík breyting! Var þá komið norðan bálviðri með kaf- aldi. Eg lmeppti að mér treyj- unni og rauk út áleiðis til fjár- húsanna). en á leiðinni mætti eg föður mmum og öllu fólkinu á . leið lieim. Veðrið og fannkom- una herti, og eftir stutta stund var komin svarta hríð. Faðir minn fór sjálfur með piltana að reyna að leita fjárins, en þeim varð lítið ágengt, fundu fátt og réðu ekki við neitt. Hrið þessi stóð í nokkra daga. Alla dagana var brotist út að leita, en árangurslitið. Það var komin ódæma fönn, og því öll- um ljóst, að skepnurnar voru undir fönninni, hæði dauðar og lifandi. Þegar upp birti var útsýn brey.tt, á landi allt hulið þykkri fannbreiðu og fjörðurinn hul- inn fjallháum hafisjökum, og sá hvergi í auða vök. Hvalrekar. — Skepnufellir. Til þess að lýsa vorinu 1882, eftir hretið, þyrfti langa frásögn, og verður því ekki gjört liér, í þessum stuttu köflum, enda til góð lýsing á því í landsblöðun- um frá því ári — einkum ísa- fold. — . En þess skal getið, að skað- inn af hríðinni varð mjög mik- ill og almennur. Þegar frá leið fréttist að mestallt Norðurland væri umlukt hafís, og sæist hvergi út yfir liann. Það réðist því af sjálfu sér, að öll sigling að þeim hluta landsins var stöðvuð. Reyndist það svo með vesturhafnirnar á Húnaflóa langt fram á haust. Ennfremur fréttist að hingað og þangað hefði rekið með ísum livali, en mest á Ánastöðum á Vatnsnesi, 32 að tölu. — Þetta bætti úr mestu vandræðunum með að seðja hungrið. Var lival- urinn sóttur víðsvegar að. Reyndust Dalamenn drengir i raun. Þeir komu með margar nauðsynjar, matvöru, kaffi, sykur, jafnvel tóbak á hestum sínum, og létu í skiptum fyrir hval. — Sóttu þeir vöruna í Stykkishólm, því þangað lcomst sigling. Samfara þessum liarðindum gekk mislingafaraldur yfir land- ið, og eftir skýrslum lækna fra því ári, er talið að af afleiðingum mislinganna hafi dáið um 1600 manns og þess utan metið um 2 milljónir króna á atvinnumissi um há-bjargræðistímann. Fjár- fækkun varð geysi mikil, og hélt áfrafn vegna fóðurskorts. Frá fardögum 1881 til far- daga 1882 hafði fullorðnu fé fækkað um 100 þúsund, þar af um 20 þúsund selt á fæti, en um 50 þúsund lagt inn í kaupstaði. Eftir verzlunarskýrslunum að dæma taldist til, að yfir 65 Frá Akureyri 1881. (FjörtSurinn fullur af ís.)

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.