Vísir Sunnudagsblað - 20.02.1944, Qupperneq 2
2
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
Vatnsdalur (eftir málverki).
þúsund lömb hafi drepizt af um
180 þúsund, sem ærnar eftir
framtali hefði átt að vera þetta
umrædda vor. í Árfei'ði á íslandi
í 1000 ár, cr getið um að 24.
mai 1882 liafi maður orðið úli
í Hrútafirði, og ennfremur að
frost og fannkoma hafi lialdizt
á Vesturlandi til 15. júní, oft
með 8—10 sliga frosti á
Reamur.
Ótíð og grasleysi.
Eins og gefur að skilja, fylgdi
hafísnum megnasta ótíð, og þar
af leiðandi grasleysi. I Hrúta-
firðinum grænkaði úthagi iítið,
og það litla, sem bæði fékkst
af túnunum og reyttist i úthaga,
hraktist langt fram á haust. Mér
er réttardagurinn i barnsminni.
Veðrið var kalt og þurrt. Fólk-
ið kom sneirtma heim úr rétt-
inni, hafði fataskipti í snarkasti
og rauk út á tún til að hera til
töðuföngin og herja úr þeim
snjóinn.
Með þennan lilla iieyafla varð
fólk að ganga inn í vetúrinn
1882—’83.
HungurVofan. — Landflótti.
Eins og ræðst af sjálfu sér,
breyttist hagur manna mjög við
allar þessar aðsteðjandi Iiörm-
ungar. Kaupgetan var orðin að
engu. Atvinnuleysi og fyrirsjá-
anlegt hungur. En þá kom fram
krapturinn í hinum þróttmikía
íslenzka stofni. Gripu margir til
þeirra örþrifaráða, að flýja land
vestur um haf. Eignirnar voru
orðnar litlar, og það, sem eftir
var, seldist fyrir sáralítið verð.
Ýmsra ráða var leilað. Suma
styrktu sveitarfélögin, aðrir
nutu iijálpar vandamarina, er
áður voru komnir vestur, og
jafnvel amerísk stjórnarvöld
iánuðu sumum fé til fararinnar.
Þetta voru þurigir raunatím-
ar, og verða alltaf mjög áber-
andi þáttur í sögu þjóðarinnar.
í landsblöðunum frá þeim
tíma eru ýmsar góðar frásagnir
um þetta timabjl, en stuttorð-
asta frásögnin, sem eg þekki,
hvað þetta gekk nærri mörgu
fólkinu, er að finna í kvæði
Stephans G. Stephanssonar, er
hann orti undir nafni föður síns.
Tek hér upp þrjú erindi úr
kvæðinu:
Skjótt líður stundin, og skilja
vér eigum,
skötnum er ákveðið þctla í heim.
Meðan um ævinnar ólgusjó
megum
ókunnir hrekjast um lífsstunda
geim.
Skjótt liður stundin í siðasta
sinni,
sváslega fósturjörð kveðja eg
hlýt.
En lnin skal mér ætíð i eldhcitu
minni,
aldregi framar því hana eg lil.
Siðasta vísan i kvæðinu er
þannig:
Ættlandið forna, þér óhöppum
varni
alföður himneska stjórnandi
mund.
Meðan að lqgar á íslcnzkum arni
eldurinn norræni á feðranna
grund......
Eg cfast ekki um. að kvæði
þetta sé glögg mynd af hugs-
un fjöldans, þótt Stephan G.
hafi einn af mörgum þcgið í
vöggugjöf að geta lýst hugsun-
uin sínum með list i ljóði, en
fjöídinn aðeins í jkign sorgar-
innar.
Erlend samskot.
Sagnii- um harðindi á íslandi
hárust víðsvegar, enda mikið
ritað um ástandið í landinu.
Eins og kom fram eftir Dyngju-
fjallagosið 1875 átlu íslending-
ar hauk i liorni meðal landa er-
lendis, og skal stuttlega rifjað
upp hvernig einstakir ágætis-
menn, hæði hér heima og er-
lendis, tóku þessi vandræðamál i
sínar hendur, er urðu til þess
að hróðurhendur voru réttar ýf-
ir hafið — er réð baggamunkm,
að ekki varð fellir á fólki af
völdum hungurs.
í Danmörku var hafizt handa
með samskot, fyrir atbeina
þeirra Hilmars Finsen lands-
höfðingja, Oddgeirs Stephen-
sen og Vilhjálms Finsen; safn-
aðist jrar um 315 þúsundir
króna.
I Noregi, fyrir milligöngu og
málaleitan þjóðskáldsins Matt-
híasar Jochumssónar, er þá var
prestur i Odda.
Ennfremur er getið um að
fjársöfnun hafi verið liafin í
Þýzkalandi. í júlímánuði rituðu
þeir Pétur Eggerz í Akureyj-
um og Árni Thorlacius í Stykk-
ishólmi Eiríki Magnússyni,
hókaverði i Camhridge, og
sendu honum skýrslur um á-
standið. Skýrslurnar voru prent-
aðar i Skuld, 2. ágúst. Skoruðu
þeir á Eiríki að ganga í málið og
leita hjálpar hjá Englendingum.
Sem vænla mátti hrást Eiríkur
vel við áskorun þessari. Kemur
þar Ijóst fram, fyrst, hvaða
trausl hann hafi skapað sér hér
heima, og ennfremur hverra á-
lita hann naut í liinum hrezka
heimi, sem ráða riiá meðal ann-
ars af því, hverjir upprunalega
ui-ðu stuðnings og hjálparmenn
hans.
Skulu hér aðeins nokkrir
nefndir:
Skáldið og íslandsvinurinn
William Morris,
Sir John Whitlaken Ellis,
Daustci sendiherra í London,
•Hertoginn af Dexansteiri,
Mannin'g kardináli og borgar-
stjórinn i London.
Þess utan ýmsir þingmenn og
kaupsýslumenn, þeirra meðal
Álexander Storr og F. II. Crave;
þeir útveguðU skip það, er hall-
ærishjálpin var flutt á heim til
Islands. Auk þeirra, er hér hafa
verið nefndir, voru margir aðr-
ir af ágætustu mönnum Breta,
er studdu að fjársöfnuninni,
auk þeirra hjóna Eiríks og Sig-
ríðar, er var ritari fjársöfnun-
arnefndarinnar.
Saga fjársöfnunarinnar í Eng-
landi er löng og margþætt og
verður hér ekki rakin, en ár-
angurinn af henni varð sá, að
11. scpt. námu samskotin 2200
pundum, er varið skyldi til fóð-
urkaupa, að áeggjan Eiríks.
Þann 5. okt. lagði Eiríkur af
stað frá Glasgow mcð Lylie lil
íslands; var skipið hlaðið fóð-
urvörum.
Skipið kom fyrst til Austur-
landsins og lagði á landá Djúpa-
vogi 800 sekki. Til Reykjavikur
kom skipið þann 13. október.
Þar lét Eiríkur leggja á land
mikið af matvöru, og lagði fyr-
ir, að þvi yrði skípt á milh fá-
tæks og þurfandi fólks í Reykja-
vik og á Álftanesi. Ennfremur
lét hann flytja á land 80 sekki,
er áttu að fara í Borgarfjörð. —
í Reykjavík varð viðstaða skips-
iris nokkru meiri en til hafði
verið ætlazt, er skapaðist með-
fram af þvi, að á skipinu var
eitthvað af vörum til Brenni-
steinsfélagsins í Ilafnarfirði.
Sem vænta mátti tóku Reyk
víkingar Eiríki með ágæturn, og
allir sem einn kepptust við að
sýna honum sóma. Var honum
haldið samsæti og flutti skáldið
Steingrimur Thorsteinsson hon-
um kvæði; — þeir voru vinir.
— Ennfremur flutti einn úr
hópi skólapilta honum kvæði.
Urðu þeir síðan vinir á meðan
ævi enlist. Skólaiiiltur þessi var
Þorsteinn Erlingsson skáld. —
Þann 1. nóvember lagði skipið
af stað norður fyrir land, áleið-
is til Borðeyrar, er var einn af
ákvörðunarstöðum þess, vegna
háginda í héruðunum í kring.
Var ferðin örðug; hjálpaðist alll
að, ótíð á þeim tíma árs, og ó-
kunnugleiki skipshafnarinnar.
En þegar kom norður á <Húna-
flóa og inn með Ströndunum,
tók gamli Ólafur á Kolbeinsá
við stjórn á skiþinu og kom því
i gegnum brim og boða lieilu og
höldnu inn á höfn á Borðeyri.
Mér er í barnsminni að sjá
þelta slóra og tigulega skip
hruna inn Hrútafjörðinn. Líka
er mér i barnsminni margar þær
heitu árnaðaróskir, er hæði
eldri og -yngri sendu himna-
föðurnum, að hann launaði vel-
gerðamönnunum í fjarlægu
Iandi hjálp þeirra á tímum neyð-
ar og þrenginga.
Á Borðeyri lét Eiríkur leggja
á land 2500 sekki af fóðurkorni
og nærfellt 700 hagga af heyi.
Frá Boreyri hélt skipið áleiðis
lil Sauðárkróks. Þar lét Eirikur
skipa upp 1000 sekkjum handa
Skagfirðingum. Frá Sauðár-
króki hélt skipið lil Akureyrar;
var þar slcipað á land 1000
sekkjum. Þann 1(5. nóvemher
lagði skipið frá Ákureyri austur
fyrir land, en hreppti ægilcga
storma og varð að hleypa inn
á Vopnafjörð og liggja þar í
þrjá daga. Ilélt ]>að svO ferðinni
áfram og kom til Skotlands 24.
nóv. Ilafði ferðin stað'ið ýfir
sem næst 50 daga. Á allri þess-
ari fcrð hafði Eiríki, hvar sem
hann kom, vcrið lekið með
meslu virðingu og vinsemd.
Varð hann svo ástsæll af alþýðu
manna um þelta leyti, og meðan
menn mundu frostaveturinn og
hallærið 1881-—2, að fáir munu
hafa átt svo einhuga ást lands-
manna.