Vísir Sunnudagsblað - 13.08.1944, Síða 2

Vísir Sunnudagsblað - 13.08.1944, Síða 2
2 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ komist siðar í hendur sonar okkar, René. Og eg lýsi þvi hér með yfir fgrir hinum æðsta dómara, að eg hefði á dánarstundu minni bölvað skapara minum og til- veru minni, ef eg hefði ekki fengið að kynnast liinni heitu ög óeigingjörnu ást elskhuga mins; ef eg hefði ekki fundið í örmum hans, að guð hefir skapað manninn til að elska og til að hugga og gleðja hver ann- an og til að gráta saman, þegar örvæntingin drepur á dyr. Herra de Courcils er faðir eldri sona minna. René einn er sonur elskhuga mins, de Bournevals. Eg bið til guðs um að faðir og sonur fái að standa sama nog að þeir elski hvor annan til dauðadags. Að lolcum bið eg þess, að þeir elsld mig í gröf minnt. Þetta eru síðustu hugsanir minar og siðustu óskir. Mathilde de Croixluce. De Courcils hafði risið á fæt- ur og hrópaði: „Konan hefir verið brjáluð.'* Þá gekk de Bourneval fram á gólfið og sagði með hásri röddu: „Eg, Simon de Bourneval, lýsi því hátíðlega yfir, að þetta skjal skýrir ekki frá neinu nema sannleikanum, og eg er reiðu- búinn til að sanna það með bréfym, sem eg hefi í fórum mínum.“ Þegar de Courcils heyrði þetta gekk hann fast að de Bourneval og eg hélt að þeir myndu lenda í handalögmáli. Þeir stóðu /þarna andspænis hvor öðrum, hávaxnir, annar gildvaxinn, hinn grannur. Báðir skulfu af reiði. Eiginmaður móður rninnar stamaði: „Þér eruð úrhrak!“ Hinn svaraði þegar í stað, hárri röddu, sem virtist ætla að kafna í hálsi lians: „Eg mundi hafa skorað yður á hólm fvrir löngu, ef eg hefði ekki metið meira sálarró þessarar vesalings konu, sem þér hafið kvalið allt hennar lif.“ Siðan sneri hann sér að mér og sagði: „Þú ert sonur minn, viltu fylgia mér? Eg líefi engan rétt til að taka þig að mér, en eg mun afla mér hans, ef þú óskar." Eg þrýsti hönd hans án þess að svara og við gengum út saman. Eg var svo ruglaður, að mér lá við yfirliði. Tveimur dögum síðar féll de Courcils fyrir byssukúlu de Bournevals í einvigi, sem þeir háðu. Bræður minir þögðu báð- ir til að komast hiá hneyksli. Eg bauð þeim helming eigna móðuf minnar og þeir þágu i..» . . HVAÐ VAR ÞAÐ? Fritz James O’Brien var fæddur á Irlandi árið 1828. Stundaði hann þar nám við háskólann í Dublin. Síðan dvaldist hann í London nokkurn tíma og eyddi þar öllum föðurarfi sínum. Tók hann sig þá upp og hélt til New York árið 1852. Aflaði hann sér þar mikilla vinsælda meðal listamanna, og meðal rithöf- unda var hann í miklu áliti. Um 10 ára bil ritaði hann fjölda leikrita; ritdóma og sögur, auk þess sem hann orkti allmikið, Hann barðist í borgarastyrjöldinni og særðist til ólífis 26. febr, 1862 og lézt nokkrum vikum síðar, Eg verð að játa það, að eg er noklcuð. hikandi við að segja sögu þá, sem hér fer á eftir. At- burðirnir, sem eg ætla að segja frá eru svo sérstæðir og ein- stakir i sinni röð, að eg er þeSs albúinn að mér verði svarað með fyrirlitningu. En eg læt það ei á mig fá. Eg treysti því að eg hafi hugrekki til að horfast i augu við vantrúnað. Eg hefi eftir nokltur heilabrot ákveðið að segja frá — á eins blátt áfram og einfaldan liátt og mér er unnt — nokkrum athurðum, sem eg var vitni að, í síðastliðnum júlímánuði og munu þeir vera algjörlega einstæðir í sögu nátt- úruvisindanna. Eg bý í húsinu nr. — við 26. götu i New York. Húsið er i ýmsu tilliti dálítið sérkennilegt. Sá orðrómur liefir legið á þvi tvö undanfarin ár, að þar sé reimt. Það er stórt og fallegt og umliverfis það er svæði, sem einu sinni var blómagarður, en nú notað til að þurrka þvott. Steinskál, sem nú er þurr, bend- ir til, að þar hafi einu sinni verið gosbrunnur. og örfá ávaxtatré, kræklótt og ógrisjuð, gefa til kynna, að áður fyrr liafi þessi blettur verið skemmtilegur og skjólgóður, þegar trén svign- uðu undan ávöxtunum, skraut- jurtirnar breiddu sig yfir garð- inn og vatnið niðaði i gosbrunn. inum. Húsið er mjög rúmgott. Eor- dyri allstórt liggur að stórum hringstiga, þar sem gengið er upp á loftið og hin ýmsu her- bergi eru verulega stór. Var húsið byggt fyrir 15—20 árum og gerði það velþekktur kaup- maður í New York, að nafni A., boðið. Siðan tók eg upp nafn hins rétta föður mins og hafn- aði hinu, sem lögin höfðu gefið mér. De Bourneval lézt fyrir þremur árum og eg liarma hann æ síðan.“ Vinur minn reis á fætur, gekk nokkura stund fram og aftur um herbergið, stanzaði loks fjTÍi- framan mig og mælti: „Eg álít að erfðaskrá móður minnar sé það fegursta og göf- ugasta, sem eg hefi nokkurn tima heyrt um konu. Hver er yðar skoðun?“ Eg rétti honum báðai- hend- ur minar og svaraði: „Eg tek undir orð yðar af héilum hug, vinur minn.“ Otur þýddi, en fyrir 5 árum setti hann allt á annan endann í viðskipta- heiminum, er upp komst um stórkostlega fjárpretti hans í sambandi við banka einn. Eins og allir vita komst A. undan til Evrópu, en þar lézt hann nokk- uru siðar. Þegar fréttist um lát hans hér,-gaus upp sá kvittur i 26. götu að reimleika hefði orð- ið var í nr. —. Ekkjan varð að láta húsið af hendi og bjuggu þar nú engir, nema umsjónar- maður og kona hans, sem fast- eignasali sá, er átti að sjá um sölu eða leigu á húsinu, hafði fengið til að hafa umsjón með því. Þau hjónin skýrðu frá því, að þau heyrðu yfirnáttúrleg hljóð. Dyr opnuðust, án þess að nokkur væri sjáanlegurr Því sem eftir var af húsgögnum á víð og dreif um húsið, var stafl- að saman í stóreflis hrauka án þess að vart yrði nokkurra mannaferða. Ósýnilegir fætur heyrðust fara upp og niður stig- ana um hábjartan daginn, og heyrðist þá oft uin leið eins og brak í silkikjólum, eða eins og ósýnilegar hendur strykju niður handriðin. Umsjónarmaðurinn og kona hans neituðu að húa Iengur í húsinu. Fasteignasalinn hló að þessum sögum þeirra, lét þau fara og setti annað fólk í þeirra stað. En hinn yfirnáttúr- legi hávaði heyrðist eftir sem áður. Fréttir um þetta hárust út um nágrennið og húsið stóð ó- leigt í 3 ár. Nokkurir menn föl- uðust eftir því, en ávallt fór það svo, að áður en að endanlega var gert út um leigu eða sölu á því, þá heyrðu hinir væntanlegu leigjendur eða kaupendur orð- róminn um reimleikann, svo að ekkert varð af leigu eða kaup- um. Þannig stóð málið, þegar húsmóður minni datt í hug að taka á leigu húsið nr. — við 26. götu. Hafði hún þá litið gistihús í Bleecher-götu, en vildi flytja ofar i borgiria. Flestir þeirra, sem bjuggu þá hjá henni voru rölyndir, og þegar hún skýrði okkur ffá fyrirætlun sinni. sagði hún okkur hreinskilnis- lega frá öllu, sem hún hafðj heyrt um reimleikana i húsinu, sem hún vildi flytja í. Að und- anteknum tveimur liuglausum mönnum, skipstjóra og manni frá Kaliforníu, lýstu allir gest- irnir yfir því við frú Moffat, að þeir myndu fylgja lienni í þessa hrej^stilegu innrás inn i hinp forboðna heim andanna. Við fluttum i mai og vorum við hrifin af hinum nýju heim- kynnum olckar. Sá hluti 26, götu, þar sem hús okkar stend- pr milli 7. og 8. götu, er einn skemmtilegasti hluti New York borgar. Garðarnir á bak við húsin, sem Iiggja nær alla leið niður að Hudson-fljóti mynda á sumrin óslitna röð af gróður- skrauti. Loftið er lireint og hressandi, þegar andvarinn blæs yfir fljótið ofan af liæðunum i Weehawken, og jafnvel þó garðurinn, sem er wrthverfis húsið, sé á þvottadögum fullur af þvotti, sem hengdur er tiT þerris höfðum við samt þá á- nægju að horfa á grænt grasið og í kvöldsvalanum á sumrin gátum við setið þar, reykt vindla okkar í húminu og horft á eld- flugur sveifla sér fram og aftur í hávöxnu grasinu. Auðvitað höfðum við ekkii fyrr komið okkur fyrir í húsinu, en við fórum að búast við draug- um. Við biðum komu þeirra- með mikilli eftirvæntingu. Um- ræðurnar við miðdegisverðinn snérust um dulræn efni. Einn gestanna, sem hafði keyipt bók- ina: „Skuggahliðar náttúrunn- ar“, eftir frú Crowe, til eigin af- lestrar og skemmtunar, var álitinn svarinn óvinur allra gest- anna, fjrir að hafa ekki kevpt 26. eintök. Á meðan hann las bókina var líf hans Jireinasta kvöl. • Heilt njósnarkerfi var sett upp i kringum hann. Ef hann af vangá Iagði bókina frá sér og fór augnablik út úr her- berginu, þá var hún þegar í stað gripin og var þá lesið upphátt úr henni fyrir nokkura útvalda. Eg fann mikið til mín, þar eð

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.