Vísir Sunnudagsblað - 13.08.1944, Síða 6
é
yfirgáfu allir húsið. Frú Moffat
var full örvæntingar og ógnaði
okkur Hammond með lögsókn,
ef við færum ekki með þessa
skelfingu á brott. En við svör-
uðum: j(Við skulum fara, ef þér
Viljið, en við neitiun að taka
skepnuna með okkur. Þér get-
ið flutt liana burtu sjálfai'í ef
þér viljið. Hún birtist í yðar
húsi og ábyrgðin hvíbr þvi á
yður.“ Við þessu gat hún ekkert
sagt. Hvað sem í boði hefði ver-
ið, liefði frú Mofíat ekki getað
fengið nokkurn mann svo mikið
Sem til að nálgast hina dular-
fullu veru. En hið skringilegasta
Við þetta allt var þaðj að við
höfðum ekki minnstu hugmynd
um á hverju skepnan bfði. öll
hugsanleg fæða var sett fyrir
hana, en hún var aldrei svo
inikið sem snert. Það var ótta-
legt að vera vitni að því, dag
eftir dag, hvernig rúmfötin
Voru tætt til og frá, heyra and-
ardrátitnn og vita að skepnan
svelti.
Tíu dagar bðu, siðan tólf og
fjórtán og enn bfði hún. En
hjartsláttur liennar varð samt
með degi hverjum daufari. Og
loks var varla unnt að finna
hann lengur. Það leyndi sér
ekki, að skepnan var að deyja
af næringarskorti. Mér leið illa
meðan á þessu dauðastríði stóð.
Eg gat ekki sofið. Enda þótt
skepnan væri í fyllsta máta
hroðaleg, þá var hún aumkun-
arverð, þegar maður hugsaði
um þær kvalir, sem hún hlaut
að þola.
Loks dó hún. Morgun einn
fundum við Hammond hana
kalda og stirða í rúminu.
Hjartað var hætt að slá og lung-
un önduðu ekki lengur. Við
flýttum okkur að grafa hana í
garðinum. Það var einkennileg
greftrun, þegar við létum þenn-
an ósýnilega líkama síga niður
i raka gröfina. Mótið af skepn-
unni afhenti eg X lækni og hann
geymir það i safni sínu i 10.
götu.
Þar sem eg er að leggja upp í
langa ferð og ekki með öllu víst,
að eg eigi afturkvæmt úr þeirri
ferð, hefi eg í fáum orðum sagt
hér frá atburði, sem er hinn ein-
stæðasti, sem eg hefi nokkurn-
tíma heyrt getið.
(Lausl. þýtt.)
vism sunnudagsblaö ^ t ^
ís OG ELDUR
Jóhann Scheving;
ls og eldur eru hugtök ög
veruleiki, sem vér Islendingar
þekkjum meira en að nafninu
til. Hið mikla skáld, Bjarni
Thorarensen, segir i liinu ágæta
kvæði „lsland“: ,,Fjör kenni oss
eldurinn, frostið oss herði, fjöb
sýni torsóttum gæðimi að ná,
bægi sem Kerúb með sveipanda
sverði silfurblár Ægir oss kveif-
arskap frá.“
Én þó að náttúruhamfarir
séu lærdómsrikar, þá getur þó
of mikið af svo góðu tekið af
gamanið og skapað þá skapgerð
í þjóð, sem á við það að búa,
sem ekki er æskileg. Víl Islend-
inga, barlómur og durtsháttur
stendur i beinu sambandi við
hin erfiðu bfskjör, er þeir hafa
átt við að striða. Eldur og ís
hafa gert oss þungar búsifjar,
ásamt fleiri erfiðleikum, svo bf
hinnar íslenzku þjóðar hefir
verið „eilíft liraftaverk“, eins
og Davíð Stefánsson komst að
orði í Þingvallaljóðum sínum.
En eg ætla hér ekki að segja
sultar- og kúgunarsögu vora að
þessu sinni, aðeins tala um kúg-
ara okkar, isinn og eldinn.
Styðst eg hér við erlendar
heimildir og ábyggilegar.
Is þekur y10 af yfirborði jarð-
arinnar (að undanskildum höf-
arinnar ). Og ef ísinn bráðnaði
allur, hækkaði sjórinn um 105
fet, eða 35 metra. Vér sjáum
því að ísinn hefir mikil völd.
Þeir, sem ferðazt hafa um
Alpafjölbn, hafa fengið dálitla
hugmynd um ísinn. Það er ekki
lítið vatn, sem streymir árlega
frá ölpunum. Albr kannast við
hinar miklu ár, sem þar eiga
upptök sín. Ef vatnsframleiðsla
Alpajöklanna stöðvaðist einn
góðan veðurdag, mundi gróður-
inn verða lítilfjörlegur um-
hverfis Rín, Rón, Dóná, Pó og
aðrar ár, er frá þeim faba.
En það er engin hætta á, að
ísinn hverfi eða dragist mikið
saman.
Þó að miklar ísbreiður séu í
Alpafjöllum, eru þær þó stór-
fenglegri i Kákasus, Himalaja,
Pamir, Kordillafjöllum og víð-
ar. En þó eru ísbreiðurnar á
heimsskautunum og umhverfis
þau stærstar og mikilfenglegast-
ar. Isinn á heimsskautunum
skapar helming af allri veðráttu
1 heiminum. T.d. má nefna ísinn
á Grænlandi. 1000—2000 metra
þykkur ís þekur þessa afarstórp
eyju, að undanskildum mjóum
ræmum við strendurnar. Lengd
þessa íss er um 2500 kilómetrar,
en breiddin frá 500—1000 kíló-
metrar. Suðuroddi þessa íss nær
niður á 60°. Hefir sömu legu
og Oslo. Á Grænlandi er ís, sem
40 sinnum méira vátn er í én
bæði Norðursjónum og Eystra-
salti. Ef allur ís á Grænlandi
bráðnaði, hækkuðu öb heimsins
höf um 8 metra. Hann er 3
milljónir □ km. og er leifaf frá
ísöldinni eða -öldum.
Á lslandi eru mikbr jöklár.
Vatnajökull einn er stærri en
allir jöklar á meginlandi Ev-
rópu eru til samans.
Suðurheimskautsísinn er 7
sinnum stærri en Grænlandsís-
inn. Hann er ságður 13 milljón-
ir Dkm. að flatarmáb, og oft
tabnn sérstök heimsálfa.
Isbreiðan öll, sem liggur á
landshluta jarðar, er tabn að
vera 15,2 milljónir □km. stór.
Ef allur þessi ís yrði að vatni,
flæddi það svo yfir hin láglendu
lönd, að aðeins hæstu liæðir og
turnar stæðu tipp "úr. Damnörk
yrði ekki til lengur. Upp úr
stæðu Ejer Bavnehöj, Himna-
fjallið, nokkrir krítartindar,
svo sem Stevns Klint og" fáeinir
hólar. -
Menn vita um miklar breyt-
ingar á hæð eða dýpt hafanna.
Fyrir 750,000 árum var ísöld.
Þá voru jöklar þrefalt stærri en
nú, eða um 45 milljónir □ km.
Um það leyti var sjórinn um
70 metrum grynm’i.
1 Evrópu rignir yfirleitt svo
mikið, að nauðsyn jökla er þar
minni en viða annarsstaðar. —
Tökum til dæmis Turkestan.
Turkestan væri eyðimörk, ef
árnar frá jöklunum í Pamír
flyttu ekki þeim vatn.
Stærsti jökulbnn í Pamír er
Fedtschenko, 77 km. að lengd.
Þama hafa Rússar sett á stofn
jarðeðbsfræðilega athugunar-
stöð. Er hún í 4700 metra hæð.
Frá þessari stöð hefir áin Amú-
darja, sem kemur úr Pamír-
jöklunum, verið athuguð. Amú-
darja flytur árlega 60 milljarda
kúbikmetra af vatni. En 90%
af því rennur í Aralvatnið ,og
kemur engum að gagni. Vatn
þessarar einu elfu nægði til
þess að rækta 4 milljónir hekt-
ara lands.
Hinar stóru indversku og
kínversku ár eiga upptök *sín
í jqklum. Þýðing þeirra fyrir
milljónir manna er öllum kunn.
Það þarf ekki að fara til Aust-
urlanda tb þess að sjá landbún-
að, sem grundvabast á jökul-
vatni. 1 efri Róndalnum, í
þurrustu héruðum Sviss,. eru
bændur sem leiða „jöldamjólk-
ina“ á akra sína. Þessar leiðslur
samanlagðar eru um 2000 km.
langar. Lengsta lciðslan er 20
km. Margar aflstöðvar í Alpa-
fjöllmn eru reknar með jökul-
vatni. Grimselstöðin í Sviss, sem
er 12,000 hestöfl, veitir jökla-
vatni i túrbinur sinar. Þessi
stöð framleiðir 542,4 milljónir
kílówattstundir af rafmagm.
Vermuntstöðin i Austurriki
(Austurmörk) fær alla sina
orku frá Silvrettajöklunum.
ÞesSi stöð sendir rafmagn í 1000
kílómetra fjarlægðir.
Af skriðjöklum, sem liggja
að sjó, brotnar mikið árlega.
Mjög er misjafnt, hve langt
þeir mjalcast fram dag hvern.
Karajakjökubnn á Gi'ænlandi
fer 18 metra á sólarhring. Þeg-
ar brotnar af lionum, verður
þess vart í 15 km. fjarlægð á
þann hátt, að sjórinn lyftist um
2 metra. Einn jökulbnn á
Spitzbergen sígur aðeins 18—
40 sentnnetra á dag. En ísinn,
sem hann árlega flytur til
strandar, er 55 milljónir kúbik-
metrar. Hann er þó aðeins 3ja
kilómetra breiður, þar sem
hann springur fram.
Kingsjökvbbnn á Spitzbergen
skriður 8 metra á sólarhring.
Ársframleiðsla hans af ís út í
hafið er 140 millj. kúbikmetrar.
En mikilvirkastur er Jakobs-
hansskriðjökulinn. Hann fram-
leiðir 41 millj. kbm. á dag, eða
15 mibjarda kbm. árlega.
Þessi ís, sem í hafið hrynur,
hefir miklar hitabreytingar í
sjónum í för með sér.
En isjakarnir eru hættulegir
skipum. Titanicslysið 15. apríl
1912, er þetta mikla skip fórst
við árekstur á jaka, er mörgum
minnisstætt. Þar fórust 1490
manns.
Það má segja, að heimurinn
geti ekki án íssins verið. En vér
Islendingar höfuð búið og bú-
um of nærri honum. Þó er bk-
legt, að ísinn kæb svo höfin
kringum Island, að nytjafiskar
vorir þrífist hans vegna betur.
Þeir mundu hverfa eða fækka,
ef hitastig sjávarins hækkaði
mikið.
Með aukinni menningu og
tækni hafa mennirnir smám
saman náð langt í því, að veijj-
ast sjúkdómum, eldi, vatni, eld-
ingum og margskonar hættum,
sem ógna lífi þeirra og vellíð--
an. — En gagnvart eldgosum
og jarðskjálftum megnar ckki