Nýja dagblaðið - 24.12.1933, Síða 4

Nýja dagblaðið - 24.12.1933, Síða 4
« N Ý 3 A DA&BLAÐIÐ — — — Allt gekk eftir áætlun Geira. Veðurblíða hélzt, svo að ekkert/ varð ballinu á Bakka til hindrunar. Við Geiri fórum fram að Gili til að sækja Siggu. Imba, vinnukon- an þar, ætlaði að fara líka. Þær voru að ljúka við að búa sig, þegar við komum. Það er annars eftirtektarvert, þegar kvenfólk er að búa sig til ferð- ar. Alltaf týna þær einhverju, og alltaf geta þær dáið upp á það ,að þarna hafi þær lagt hlutinn, og hvergi annarsstað- ar. Heitar af æsingi, snúast þær í kringum sjálfar sig, og hlaupa hundrað aukaspor. Og svo er alltaf eitthvað að bila, þarna er saumspretta og þarna vantar tölu, og hér er nú bara hreint og beint gat! Kristín, móðir Siggu, gaf okkur flóaða mjólk og heitar lummur, og svo lögðum við fjórmenningarnir af stað. --------Ég ætla eklci að fara að orðlengja neitt um ballið, það hefði getað orðið skemmti- legt, ef ég hefði ekki verið bundinn af þessu horngrýtis- loforði við Geira. Að sjá líka karlskrattann, hvernig hann notaði sér það, að ég dró mig í hlé. Sigga var í byrjun kát og fjörug, og lang yndislegasta stúlkan, sem þarna var, um það varð ekki deilt. Eftir því sem leið á nóttina, sýndist mér taka að bregða birtu í svip hennar, og ekki laust við, að hún renndi til mín ásökunaraugum. Einu sinni kom hún tíl mín og sagði: — Mikið skelfing geturðu verið daufur og leiðinlegur. Ég tottaði pípuna mína og steinþagði, en undarlega var álit mitt á sjálfum mér lítið þessa stundina. Loksins var ballið á enda. Við héldum heimleiðis. Veðrið var ágætt, það hafði verið þíða undanfarna daga, og snjóinn leyst upp að miklu leyti, þó voru skaflar hér og hvar, og gjörðu þeir það að verkum, að okkur var ennþá dimmra fyrir augum, þegar við vorum kom- in yfír þá, og þurftum við að gæta fyllstu varúðar til að kútveltast ekki á svörtum mó- unum. Ég hugsaði til Geira, sem er allra manna náttblind- astur. Við Imba vorum á und- an og gekk okkur allvel ferða- lagið. Geiri og Sigga komu á eftir, hann var með stóran staf í hendi, og var hinn vígaleg- asti. En ekki vorum við komin langt áleiðis, þegar fóru að heyrast hálfkæfð óp til Siggu, og rétt á eftir rödd Geira sef- andi og sigurviss: — Þetta lagast góða, þegar við förum að venjast tnyrkr- inu. En það lagaðist ekki. Geiri var alltaf síhnjótandi, og stundum dró hann Siggu með sér. Mér fannst það hlyti að vera ónæðissamt fyrir biðil að fá þessar byltur, að minnsta kosti hefði mér þótt það taf- samt. Nú kom að því að við þurftum að fara yfir læk. Hann var hálffalinn í fönn, en /liðurinn sagði til hans. Við Bjargvættur kristninnar . /■hc- >■<. /t • < ’vo.c i.y fXr"’ ■'■ .-‘.í 'iiz 'Jti- AvV > . .,.,■ ' ■ ■' ' ■'' * , ■,,',■:' í . . ... , . , 12. september í haust voru liðin 250 ár síðan háð var or- ustan mikla við Wien, 12. sept. 1683, er árás Tyrkja á Vest- urlönd var stöðvuð með ágætri framgöngu þýzkra og pólski'a hersveita undir yfirstjórn Jo- hans Sobiesky, konungs Pól- verja. Fékk hann þá heiðurs- nafnið „Bjargvættur kristninn- ar“ og þáði að gjöf frá páfan- um sverð úr gulli. Hann var kvæntur franskri prinzessu, og eftir orustuna við Wien skrif- aði hann henni á þessa leið, sem frægt er orðið: „Veni, vidi, — Deus vicit“ —: Ég kom og sá — guð sigraði. — Þegar Jóhann konungur kom með her sinn, voru Tyrkir búnir að sitja lengi um borgina og var hún að því komin að gefast upp. Stóð þá hæst vegur Tyrkjaveldis í Norðurálfu, en gjörvallar kristnar þjóðir skulfu af ótta fyrir hersveit- um hinna „vantrúuðu“. En þessi var hinn fyrsti ósigur þeirra, og var síðan stöðug : sókn þó hægt færi, af hálfu | Vesturlandaþjóða, og þokuðust landamæri Tyrkja suður á við . eftir hvern ósigur, og er nú svo komið, eftir hálfa þriðju öld, að þeir hafa tapað öllu ríki sínu hér í álfu nema land- skika einum litlum austur við Marmarahaf. — Orustan við Imba fórum fyrst yfir, og köll- uðum svo aftur fyrir okkur • — Varíð ykkur á læknum! En hvort aðvörunin hefir ekki heyrst, eða óhamingju Geira orðið allt að vopni, veit ég ekki, en nokkuð var það, að hann skvampaðist ofan í lækinn, og gengu skvetturnar langt upp fyrir höfuð á hon- um. Aumingja Geiri! Hann var brjóstumkennanlegur þar sem hann stóð þarna holdvotur og skjalíandi á lækjarbakkanum. En Sigga lagði á rás frá hon- um, og sýndi það ekki mikla hluttekningu í kjörum hans. — Sigga! Sigga! kallaði hann. Viltu ekki stafinn. Hún svaraði öskuvond: — Ég held að þér veiti ekki af honum sjálfur, sem ert nautstirður og grillir ekki jörð- ina, sem þú gengur á. — — Við fylgdum stúlkunum heim að bæjardyrum að Gili. Sigga hljóp inn í bæinn án þess að virða okkur þess að kasta á okkur kveðju, en um leið og hún hallaði aftur bæjarhurð- inni, leit hún á mig, og mér sýndist blika tár í augum hennar. Ég fór að verða órólegur. — Geiri minn! sagði ég, og gerði mig blíðan í máli. Viltu ekki bíða eftir mér svolitla stund, á meðan ég skrepp hérna inn í bæinn? Hann var tregur til, og skildi sízt hvaða erindi ég ætti inn í bæinn um hánótt. Mér datt í hug, að stúlk- urnar hefðu slangrað inn í búr, til að fá sér matarbita, áður en þær færu að sofa. Ég leit þar inn. Sigga sat þar al- ein, hallaði sér fram á búrs- borðið og grét. — Sigga mín, mæiti ég blíð- lega. Hún leit snöggvast upp, svo grúfði hún sig aftur niður og grét eins og áður. Hvernig á að hugga stúlku, sem grætur? Ég vissi það ekki, en ég tók Siggu í faðminn, og kyssti á tárvot augnalok iiennar. Þetta virtist hafa góð áhrif, hún hætti að gráta, og þurkaði sér um augun. — Hversvegna hefirðu verið svona vondur við mig? spurði hún í ásökunarróm. Að láta karldrauginn vera á hælunum á mér alla nóttina. — Vertu nú góð, Sigga mín, hann er svona skotinn í þér. — En þú ? Æ, þetta kvenfólk! Auðvit- að varð ég að kyssa hana hvað eftir annað, og fullvissa hana um, að ég væri líka bálskot- inn í henni. Okkur varð hrollkalt þarna í búrinu, svo að við frestuðum kossunum til næsta dags. Ég náði Geira heim undir túnfæti, hann var orðinn svo geðstirður og kaldur, að hann Wien 1683 er hliðstæðrar þýð- ingar fyrir menningu Norður- álfunnar og orustan á Kata- lónsku völlunum árið 451, þar sem rómverskar, franskar og þýzkar hersveitir stöðvuðu framrás Húna, sem voru af rnongólsku kyni eins og Tyrk- ir, en konungur þeirra var Attila eða Atli sá, er um get- ur í sögnunum um Sigurð Fáfnisbana. — Að ofan til hægri á myndinni sézt höllin Olesko í Galiziu, þar sem Jó- hann fæddist, 2. júní 1624. En neðri myndin er af sumarhöll Jóhanns konungs, Wilanow, skammt frá Warszawa, höf- uðborg Póllands. var varla mælandi málum. Þó gat ég, með minni afburða mælsku talið kjark í hann, og sýnt honum fram á, að það væri ekkert mark takandi á ó- förum hans um nóttina, næst skyldi hann reyna í björtu. ------Ég svaf langt fram á næsta dag. Þegar ég loksins kom á fæt- ur, var mér sagt, að Geiri hefði farið fram að Gili. — Ilann hefir ætlað að nota björtu stundina, karlfauskur- inn, hugsaði ég og var ekki rótt. Geiri var ekki lengi í burtu. Þegar hann kom aftur, rak hann mig út í fjárhús, til að tala við sig í einrúmi. I Hann var svo illúðlegur, að mér datt snöggvast í hug, að hann ætlaði að drepa mig. Af því varð þó ekkert, en eftir mikla vafninga og vífilengjur, skammir, blót og formælingar, fékk ég að vita að hann hefði | beðið Siggu að finna sig, út undir skemmuvegg, og beðið ' hana í fullri alvöru og einlægni að verða konuna sína fyrir ; Guði og mönnum. ! Og hverju haldið þið, að hún | hafi svarað, sú litla? Að sér væri ómögulegt að : verða við bón hans, því hún | væri trúlofuð mér. I Ég ætla ekki að reyna að lýsa því hvernig mér varð við. Ég hefði getað sagt eins og 24. ðes. 103 Fallega stúlkari frá Manchuriu. Frægasti njósnari Japana. Yoshiko Kawashima heitir ung og falleg mongóls' stúlka, sem nú er. talin bezti og djarfasti njósnari japanska hersins. Hún er fædd í Manchúríu, og faðir hennar var prins af hinni fornu keis- araætt þar í landi. En móðir hennar var frá Japan og þangað flýði faðir hennar undan óvin- um sínum heimafyrir. Yoshiko er því alin upp í Japan. Sög- urnar segja, að faðirinn hafi á banadægri boðið dóttur sinni að helga líf sitt því hlutverki að leysa Manchuriu undan yf- irráðum Kínverja. Þegar Manchuriuófriðurinn brauzt út var Yoshiko komin í þjónustu japönsku stjórnar- innar sem njósnarí, og var stödd í Shanghai. Hún hafði klippt hár sitt og var dulbúin í karlmannsföt. Japanar voru þá í þann veg- inn að gera Pu-Ji fyrv. Kína- keisara að þjóðhöfðingja í Manchuriu. Hann lagði af stað frá Tientsin með japönSku herskipi norður eftir. En keis- aradrotningin var eftir í Trin- sin, og kínverski herinn var þar á næstu grösum. Yoshiko var falið að bjarga keisara- drotningunni úr höndum Kín- verja. í borginni var allt í báli og brandi, og vélbyssumar þrum- uðu á hverju götuhorni. En 1 Yoshiko bjó sig eins og bíl- stjóra í leigubíl, sótti keisara- drotninguna og kom henni um borð í japanskt herskip. Á leið- inni var hún hvað eftir ann- að stöðvuð af kínverskum her- mönnum, en með óbifanlegri austurlenzkri ró tókst henni að dylja tilganginn með ferða- lagi sínu, og hinn tigna far- þega sinn. Eftir þetta var hún með japanska hemum í Manchuriu og jafnan þar se'm mannrauna var helzt að vænta. Og hjá japönsku hermönnunum er það orðið að bjargfastri trú, að herdeildin sem Yoshiko sé í í það og það skipti, bíði aldrei ósigur. I Japan er hún kölluð Jeanne d’Are Manchuriu. kerlingarnar: — Á dauða mínum átti ég von, en ekki þessu. Hvernig gat líka barninu dottið þessi ■ dauðans vitleysa í hug, þó að ég kyssti hana nokkra kossa um nóttina, eins ; og það væri nokkur trúlofun. Ég velti fyrir mér, hvað ég i ætti til bragðs að taka, og sá ! enga leið aðra, en að fara til ! Siggu, og leiða henni fyrir sjónir, að hún hefði á röngu að standa. Já, minna mátti nú ekki gagn gera, en að ég væri trú- lofaður, óafvitandi, og það áð- ur en ég yrði stúdent. !. Ekki vantaði bráðlætið. Alla leiðina fram að Gili, var ég að taka saman framsögu- ræðu mína í trúlofunarmálinu.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.