Tíminn Sunnudagsblað - 29.04.1962, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 29.04.1962, Blaðsíða 2
Tófur við hús vetursetumanna, skammt frá Scorebysundi KYNNIAF TÓFUM Á GRÆNLANDI Refastofn sá, sem lifir í heimskauts- iöndum, er gæddur miklum lífsþrótti og seiglu. Fá dýr hafa samið sig að jafnmismunandi skilyrðum og náð slíkri útbreiðslu í hinum harðbýlustu löndum sem þessi smávaxni ræningi. 1 lítt byggðum og óbyggðum löndum ber þó lítt á þeirri kænsku, sem refur- inn er gæddur í löndum, þar sem hann hefur lengi verið í sambýli við menn og sætt margvíslegum ofsókn- um um langan aldur. Hættir hans eru um margt líkir háttum hundsins. Eina refategundin, sem talin er náskyld heimskautsrefnum, á heima á stepp- um Mið-Asíu, og talið er, að heim- skautsrefurinn hafi endur fyrir löngu verið sléttudýr. Þessir refir eru ýmist hvítir eða mórauðir, og er svo á öllu norðurhveli jarðar. Síðustu rannsóknir sanna, að mórauði Iiturinn er drottnandi yfir hvíta litnum við erfðir. Það er talið líklegt, að hvíti liturinn hafi orðið til við stökkbreytingu, en þó er ekki ó- hugsandi, að hér geti einnig komið til greina samhæfing við umhverfið. í stórum dráttum er hvítrefurinn algengari á snjóþungum svæðum. Þar sem snjólétt er, eins og á Suðvestur- Grænlandi, er meira um mórauðu tóf- una, og hefur hún alltaf verið algeng- ari þar. Norðar á vesturströndinni veiðist viðlíka mikið af hvítum tófum og mórauðum, en á Norður-Græn landi, þar se>» refastofninn hefst aðal- lega við í snjóléttum íuglabjörgum. er álitið, að mórauðu tófurnar séu tvöfalt fleiri. Á Norðaustur-Grænlandi hefur alltaf verið mikið meira af hvít- um tófum, og hefur munurinn aukizt hröðum skrefum á seinni tímum, svo oð þar veíðast fimm hvítar tófur á móti hverri einni mórauðri, og sums staðar eru þar allir refir hvítir. Við Scoresbysund veiðist ein tófa mórauð á móti hverjum þremur hvít- um, enda hefst þar margt refa við í snjólitlum fuglabjörgum. Við Ang- magssalik eru hvítir refir aftur á móti tífalt fleiri. Tófur eru mjög veiddar á Græn- landi á vetrum. Af mórauðum tófum eru þær ei'tirsóttastar, sem eru með dökkan eða bláleitan feld, en það er tíðast á Vestur-Grænlandi. Hvít tófu- skinn með silkigljáa eru einnig ágæt söluvara, og koma þau einkum frá Norður-Grænlandi. Það er athyglisvert, hvaða áhrif veiðin hefur haft á mórauða stofninn, þar sem hann er í minnihluta. Þessa gætir ekki aðeins á Grænlandi, heldur einnig á Svalbarða og Nóvaja Semlja. Mórauðu tófunum hríðfækkar þar, oig á Nóvaja Semlja veiðist nú aðeins ein mórauð tófa á móti hverjum þúsund hvítum. Æ*Iað er, að sá stofninn, sem fáliðaðn er, sé viðkvæmari fyrir veiði. Ekki gætir þess þó á Vestur- Grænlandi. að hvítum tófum fækki i hlutfalli við mórauðar. en það er skýrt með því, að þangað komi á vetr- um hvítar tófur frá löndum og eyj- um í vestri. þar sem fátt er um mó- rauðar tófur. í heild er ekki talið, að tófustofn- inn fari rýrnandi á Grænlandi, þrátt fyrir þá veiði, sem þar er stunduð. Grænlenzkar tófur verða fljótt mjög gæfar. ef þær eru ekki hvekkt- ar, og jafnframt geta þaer þá gerzt mjög aðgangSfrekar Danski dýrafræð- ingur Alwin Pedersen hafði vetursetu við sjötta mann á Norðaustur-Græn- landi í grennd við Seoresbysund. Hann settist þar að í gömlu húsi í síðari hluta septembermánaðar. Þá var mjög tekið að hausta. og brátt urðu vetursetumennirnir þess varir, að eitthvað var, kvikt í kringum kofa þeirra um nætur. Þeir heyrðu. að skarkað var í tómum niðursuðudós- um, sem þeir höfðu fleygt út, og T'M T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.