Tíminn Sunnudagsblað - 29.04.1962, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 29.04.1962, Blaðsíða 16
viku or'ðum eða atlotum hvort að öðru. Sagnir heima, að stundum hati Jón rokið brott úr haðstofunni í reiði og hafzt við í útihúsum, og á sjálfa jóla- nóttina á að hafa orðið deila mikil á Sjöundá, er lauk svo, að Jón leitaði svefnstaðar í fjárhúsunum. Þessa at- burðar getur þó hvergi í skráðum samtíðarheimildum, er nú eru tiltæk- ar, og ekki kom þetta fram við réttar- rannsókn þá, er síðar varð. En hitt er vottfest, að fyrir þorrakomu voru bæði hjónin skilin að sæng, og því við borið, að þröngt væri í rúmunum, að því er vinnuhjúin sögðu. En ekki tóku þau Steinunn og Bjarni þó að sænga saman, heldur kúrðu bændurn- ir einhvers staðar þar, er þeir fundu sér hvílustað. VI. Ekki getur hjá því farið, að Rauð- sendingum öllum hafi verið kunnugt orðið um heimilisbraginn á Sjöundá, þegar hér var komið. Og slík tíðindi eru sjaldan látin liggja í láginni, þá einn eða fleiri vita. Þau berast mann frá manni eins og eldur í sinu og eru sæt við góm í fálæti lítilla byggðar- laga í kreppu hárra heiða við yzta haf. Við og við hittist fólk við kirkju á messudögum, og þaðan rann frétta- straumurinn látlaust út um sóknina. Jón og Guðrún, sem fóru halloka heima fyrir og áttu ills i að hefna við Bjarna og Steinunni, tóku líka að gefa margt í skyn við sveitunga sína, þegar kom fram á þorra og góu, og hefur þó áreiðanlega eitthvað af því aldrei verið fest á blað. Seint á þorra kom Jón Þorgrímsson að Krókshúsum til Rögnvalds Ólafs- sonar og Ingibjargar Egilsdóttur, hálf- systur Guðrúnar á Sjöundá. Tjáði hann þá Krókshúsabóndanum, að hann vildi brjótast frá Sjöundá — „hann kynni þar aldrei við sig, en hún Steinunn kynni þar þeim mun betur við sig“. Rögnvaldur hefur náttúrlega vitað, hvað klukkan sló. En þó spurði hann af undirfurðulegri ýtni: — Er þér ekki gaman núna, Jón minn? Hefur þú ekki tekið heima? — Mér er full alvara, svaraði þá Jón afdráttarlaust. Segir ekki fleira af því samtali, þótt vafalaust hafi fleira farið þeim á milli. Jón kom líka að Stökkum, bæ ná- lega samtýnis Krókshúsum, til Sig- mundar hreppstjóra Jónssonar, og var talið, að það hefði verið á þriðjudag- inn í föstuinngang, i byrjun marz- mánaðar. Hafi þeir, sem minntust komu Jóns á þessa bæi, munað rétt, hefur honum orðið tíðförult þangað út eftir. Vinnumaður frá Kirkju- hvammi, Guðnnujndur Einarsson að nafni, var fyrir á Stökkum, og spurði hann Jón frétta frá Sjöundá. I þeirri spurningu hefur auðvitað verið fólg- in hnýsni um heimilisbraginn þar, enda brást ekki, að hann hefði nokk- uð upp úr krafsinu, þótt Jón svaraði sjálfri spurningunni með dylgjum: — Ég tala ei neitt um það. En það- an vildi ég vera með tvéimur mínum börnum, og er mér kærast að sjá það- an engan framar. Örfáum dögum síðar kom kona frá Stakkadal, Guðrún Jónsdóttir, inn að Sjöundá. Það var á sunnudag í mið- góu. Hitti hún Guðrúnu Egilsdóttur snöggvast að máli. Bar hún sig mjög upp við nöfnu sína frá Stakkadal og sagðist ekki fyrr hafa átt við svo bágan kost að búa, svo að hún myndi, sem þennan vetur, og væri það meira að kenna Steinunni en Bjarna, „því hún hefði ginnt hann frá sér og spillt houm við sig“. Lézt Guðrún frá Stakkadal samt einskis hafa spurt. Guðmundur i Kirkjuhvammi mætti Guðrúnu á förnum vegi á flötunum þar fyrjr utan. Bað hún hann þá að taka sér blóð við bakverk. Hann sagð- ist ekki geta komið því við vegna gegninga, en ef hún vildi fara út að Saurbæ og gista þar, skyldi hann koma snemma morguns og fram- kvæma blóðtökuna. En það kvaðst hún ekki þora fyrir Bjarna og Stein- unni, því að þá héldu þau, að hún bæri út þeiira athafnir, og hefðu hót- að sér líftjóni, ef hún gerði það. — Þá er það satt, sem skrafað er, að þau séu að draga sig saman, sagði Guðmundur. — Það er meira en svo sé, svaraði Guðrún. VII. Meðhjálparar á Rauðasandi, Ölafur Sigurðsson á Lambavatni og Þorberg- ur Illugason í Kirkjuhvammi, voru nú nokkuð teknir að ókyrrast. Þeir áttu að vera hægri hönd prests síns, og óstandið og hórdómurinn á Sjöundá var mál, sem þeim bar að láta til sín taka í nafni embættis síns. Það virð- ist hafa ver'ið um þetta leyti, sem þeir færðu það í tal við prófastinn í Sauð- lauksdal, að slæmar sögur færu af líf- erninu á Sjöundá og samkomulag myndi bágt á milli beggja hjónanna þar. Varla hafa þeir samt orðið fyrst- ir til þess að bera þessa sögu í eyru hans, enda lét hann síðar á sér skilja, að hann hefði víðar heyit ávæning af slíku. Én séra Jón Ormsson var tregur til þess að skipta sér af málum á Sjö- undá. Hann óaði við langri ferð í vondri tíð og vetrarríki, og því lét hann sér nægja að segja meðhjálpur- unum, að það væri embættisskylda þeirra að rannsaka orðróminn og freista þess að ráða hér bót á. Með- hjálpararnir sátu aftur á móti við þann keip, að prófastur færi með þeim, og þegar það fékkst ekki, létu þeir kyrrt liggja og höfðust ekki að. En Jón Þorgrímsson linnti ekki ferðalögum. Hann var á ferð úti á bæjum, er vika var eftir af marzmán- uði og lágði þá leið sína að Stakkadal. Tók hann Jón bónda Jónsson tali og falaði það af honum, að' hann tæki sig í húsmennsku, þegar voraði, með tvö barna sinna. Jón í Stakkadal spurði, hví hann vildi fara frá Sjöundá. En Jón Þor- grímsson svaraði því til, „að hann vildi þar ekki vera, en konan sín vildi ei fara burt með sér, og yrði það þeirra skilnaður". Jón í Stakkadal neitaði þó bón r.afna síns, þar eð hann teldi sér eigi fáirt að taka húsmann vegna þrengsla og fátæktar. í þetta skipti fór Jón lengra en að Stakkadal. Hann virðist hafa komizt alla leið að Sauðlauksdal og liaft þar tal af séra Jóni Ormssyni. Ekki er kunnugt, hvaða erindi hann átti við prófast. Samræður þeirra snerust að minnsta kosti ekki um erjurnar á Sjöundá, enda hirti prófastur ekki um að grennslast neitt eftir því, sem þar fór fram, þótt Jón Þorgrímsson sækti hann heim. Hann hefur hvorki verið úr hófi forvitinn maður né strangur herra sinna sóknarbarna í siðferðis- málum. Þessa sömu daga hitti Gísli Bjarna- son í Skápadal Jón að máli. Jón var daufur í dálkinn og lét Gísla ráða í, að hann vildi ekki lengur vera á Sjö- - undá, en sagðist ekki frekar kenna það Bjarna en Steinunni. VIII. Heima á Sjöundá ríkti heift og hat- ur, því að stöðugt þrútnaði um. Gengu slettur miklar á báða bóga, og sló í miklar brýnur annað veifið. Bjarni og Steinunn höfðu harla illan bifur á göngum Jóns um sveitina, því að þau gengu þess ekki dulin, að hann bar þau út, hvar sem hann fór. Hafa þau eflaust orðið þess áskynja af við- móti fólks og andrúmsloftinu í kring- um sig, hve sveitarskraf allt snerist um þau, hafi þá ekki einhver orðið til þess að vikja að því við þau berum orðum. Þótti þeim ekki mega við svo búið standa, og ræddu iðulega um það sín á milli, að þau yrðu að ryðja Jóni úr vegi, svo að söguburði hans linnti og þau fengju notizt í friði. Var Bjarni harðari í tillögum en Steinunn, en þó er ekki að sjá, að hún hafi tekið þvert fyrir, heldur fallizt á þessa ráða- gerð með nokkrum semingi. Jón var úfinn í skapi og uggandi um, hversu úr rættist, er hann kom vonsvikinn heim úr ferð sinni að Stakkadal og Sauðlauksdal. Og ekki voru honum búnar neinar værðir heima, er gætu sefað hann. Hann skeytti því skapi sínu á hinni ótrúu og blygðunarlausu konu sinni. Örfáum kvöldum eftir þessa síð- ustu ferð hans vai'ð hörð senna. Það 208 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.