Tíminn Sunnudagsblað - 29.04.1962, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 29.04.1962, Blaðsíða 13
f skjalabögglum í Þjóðskjalasafnínu er mikill fjöldi sýnishorna af álna- vöru þeirri, sem seld var í landinu á tímum einokunarverzlunarínnar. Þessi sýnishorn voi'u tekin við vöru- kannanir, sem sýslumenn létu fara fram, og send stjórnarskrifstofunum í Kaupmannahöfn, svo að embættis- menn þar gætu dæmt um gæði þess varnings, sem hingað var fluttur. — Væri vel leitað, er ekki ólíklegt, að einnig mætti finna sýnishorn vefn- aðar úr innréttingunum í Reykjavík. Það er auðséð af þessum sýnishorn um, að margt af álnavörunni, sem einokunarkaupmennirnix komu með til landsins, hefur verið vel „dugan- legt“. Flíkur úr slíku efni hafa áreið- anlega enzt von úr viti, því að margt af þessu er bæði húðþykkt og níð- sterkt. En líklega myndi fólk nú á dögum kveinka sér við að ganga í fatnaði úr þykkustu efnunum. Þau myndu þykja nokkuð þung og heit og fyrirferðarmikil. En það gilti öðru máli fyrr á tímum, þegar hús öll voru án upphitunar og lítið var um vatns- heldar skjólflíkur, nema helzt sjó- klæði úr skinni. Messur voru til dæmis langar í þá daga og næsta kalt í kirkjunum, svo að það hefur komið sér vel, að sparifatnaðurinn væri hlýr. Eigi að síður var kvartað um það, að álnavaran væri ekki jafngóð og skyldi, og voru ekki sízt brögð að því á því tímabili, sem hér verður miðað við — á dögum Hörmangar- anna. Klæði svonefnt var jafnvel þykk- ara og mun þéttara eu brekán frá Gefjuni eða Áiafossi eru nú á dög- um. PAKLAKEN var dýrast, áferðar- fallegast og smágervast, enda kostaði alinin af því fimmtíu fiska. Þetta var með öðrum crðum fimmtíu fiska klæði. Fyrirmenn og bændur, sem bárust á, notuðu það í kjóla, og kven- fólkið í pils og svuntur. í dánarbúi Þórðar Þórðarsonar í Þjórsárholti ár- ið 1750 var rauð svunta af fimmtíu fiska klæði og önnur eins lit og úr jafndýru efni i dánarbúi Jóns Hall- dórssonar í Haga ári síðar. Þetta hafa verið bændur, sem ekki horfðu í skild inginn þegar þeir keyptu skartklæðin á konur kínar, enda hefur í klæða- burði þeirra í kirkjuferðum, brúð kaupsveizlum og erfisdrykkjum verið fólgin vísbending um stöðu, efni og álit bændanna sjálfra. Og þessar svuntur hafa áreiðanlega enzt fleiri en einni kynslóð, jafnsvellþykkar og þær hafa verið, auk þess tízka að fóðra svuntur, stundum með sæmilega haldgóðu efnr. Þar á ofan má gera ráð fyrir, að þær hafi verið með föld- um og leggingum, sem gerðu þær enn traustari og meiri skartgripi. PYKLAKEN eða PJUKK var áþekkt efni, þykkt og sterkt. en nokkru grófara og kostaði ekki nema þrjátíu fiska. Flestir voru fullsæmdir af því að eiga fatnað úr því. í Þjórsárholti var til treyja. blár niðurhlutur og kvenhöttur, lagður flaueli, úr slíku efni. í dánarbú: Hermanns Þorvalds- sonar á Reykjum var rauður niður- hlutur árið 1751, og rauð treyja hjá Eyjólfi Pálssyni í Vatnsholti árið eft- ir, hvort tveggja úr þrjátíu fiska klæði. SMAL TVISTEL var tuttugu fiska klæði, vel vænt, en grófara en hitt. Flestir, sem mannsbragð var að, áttu einhvern fatnað af slíku efni. Kona Þórðar í Þjórsárholti hefur bæði átt grænt upphlutspils og rauða svuntu úr tuttugu fiska klæði. Svuntuna úr fimmtíu fiska klæðinu hefur hún ekki notað nema þegar allra mest var haft við. Húsfreyjan í Vatnsholti átti rautt fat úr slíku klæði, kona Jóns Oddssonar á Skálmholtshrauni átti bæði bláan og rauðan niðurhlut af sama tagi og auk þess hempu og svuntu, Guðmundur Jónsson á Mið- felli í Hrunamannahrepþi gekk með grænan brjóstadúk úr því, og Gróa Þórðardóttir á Vatnsleysu í Biskups- tungum sprangaði á bláum upphlut úr tuttugu fiska klæði. KERSAN var ódýrust af þessari teg und vefnaðarvöru. Alinin kostaði ekki nema sextán fiska, en þó virðist þetta hafa verið gott efni, og oft var kers- an mjög þykk og sterk. Á Skálmholts- hrauni var rauður niðunhlutur úr kersu; Una Jónsdóttir á Þverhamri átti seint á átjándu öld þrjú blá föt og tvær bláar svuntur úr kersu; Stein unn Björnsdóttir á Birnufelli átti um svipað leyti blátt upphlutspils úr sama efni og Guðrún Skaftadóttir í Böðvarsdal bláa svuntu. Kersa var einnig notuð í fóður, reiðhempur og kjóla karla, og hafa það sannarlega verið skjólflíkur. Þessi efni, sem nú hafa verið talin, voru einlit og oftast rauð, blá eða græn, en þó líka stundum svört. Þetta voru nreð öðrum orðum litklæði eða skrúð, og virðist fólk hafa gengizt mjög fyrir hinum skæru litum. Þessi efni voru ofin í Kaupmannahöfn, þar senr klæðagerð hófst 1727, en danska klæðið mun fyrst í stað ekki hafa tal izt jafngilt þýzku og hollenzku klæði. Sama máli gegndi um lit á rask, þó var það einnig til gult, en var miklu þynnra og efnisminna, og kostaði fjórtán fiska alinin. RASK var mjög notað í fóður í ýms ar flíkur, svo sem kjóla fyrirmanna, kvenhempur, pils, hatta og svuntur. Oft voru líka svuntur gerðar úr raski. Þannig sjáum við, að Sigríður Jóns- dóttir í Gröf í Laugardal lét eftir sig rauða rasksvuntu árið 1754, og um svipað leyti var blá rasksvunta meðal eftirlátinna muna Gróu Þórðardóttur á Vatnsleysu í Biskupstungum. Una á Þverhamri átti „burupils" af grænu raski. En hvorki mun sparifatnaður úr raski hafa þótt ríkmannlegur né slitmikill. Það var aftur á móti gott og gilt í fóður. Þannig var brúnn kjóll af fínu klæði, sem séra Jón Brynjólfs son á Ðvergasteini átti í byrjun nít- jándu aldar fóðraður með raski og við þennan kjól notaði prestur plus- vesti með skarlati í bak og fyrir. — Hann átti líka brúnar forláta buxur með saffrangulu raskfóðri. Hann hef ur verið skartmaður Sams konar fóður var í kjól Gunnlaugs Þó’-ðar sonar á Hallormsstað KALEMANG var þétt ein: Ri óáþekkt, boldangi að sjá, margrönd- ótt og litskrúðugt. Það var alldýrt — kostaði tuttugu fiska —og úr þvi voru gerðar flíkur til skarts. í dánar búi Þórðar í Þjórsárholti var upphlut ur úr kalemangi, og þeir Jón Odds- son á Skálmholtshraiuni og Oddúr Einarsson í Ásum áttu báðir svo- nefnda brjóstadúka úr því. Sigríður Jónsdóttir í Berufirði, kona séra Guð- mundar Skaftasonar, átti kalemangs- forklæði. Það hefur verið sjón að sjá hana, þegar hún gekk í kirkjuna með þetta marglita, langröndótta „for- klæði“. Una á Þverhamri átti upp- hlut úr rósakalemangi, sem vafalaust hefur verið sérstaklega fínt, og sams konar flík átti Steinunn Björnsdóttir á Birnufelli. Þær hafa stássað sig bændakonurnar á Austurlandi. En það gátu fleiri en fyrirfólk og góðbændur komizt yfir kalemangsflík ur. Þegar útilegunraðurinn Jón Franz var handtekinn á heiðum uppi snemma á nítjándu öld, var kale- mangsbolur, að sönnu gerslitinn, með al þess, er fannst í bæli hans. PLUSS var meðal allra dýrustu efna, sem komu til landsins. Það var gjarnan grænt, svart eða rautt og kostaði 45—48 fiska. Það notuðu í Aðfengin fafaefní fyrlr tvö hundruð árum T í M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ 205

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.