Tíminn Sunnudagsblað - 29.04.1962, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 29.04.1962, Blaðsíða 8
: 'v ; * ' : ' Fiskimaður við gamlan bryggjustúf í Nsskaupstað. (Ljósmynd: Páll Jónsson), sextíu faðma langur. Veður var hið bezta, og var línan lögð og dregin, án þess að til tíð- inda bæri. Lítil var veiðin, svona þrjú til fjögur skippund, sem kallað var, eða 1500—2000 kg. á nútíðarmáli. Ekki voru nein skip þarna önnur að veiðum. Þegar lokið var að draga línuna, var haldið til lands. Þegar svona langt var farið, var vöktum skipt, og hafði formaðurinn ætíð seinni vaktina, hvort sem farið var frá landi eða haldið heim. Þeir Guðjón og Bjarni voru saman á vakt, en við Þórarinn áttum að standa fyrri helming land- leiðarinnar. Við vorum fyrir nokkurri stundu lagðir af stað heimleið- is, þegar við tókum eftir svört- um kolamökk á hafinu suð-suð- austur af okkur, og færðist hann alltaf nær og nær. Skeytt um við þessu engu, en héldum okkar leið. Þórarinn stóð eða sat í opinu, þar sem gengið var niður í vélarrúmið, en ég sat í svonefndu stýrisgati og stýrði, Framhald á 212. síðu. Formaður var Guðjón Hjör- leifsson, sem nú er starfsmað- ur og hluthafi í Rafha í Hafn- arfirði, Þórarinn Finnsson, móðurbróðir minn, var véla- maður, en hásetar vorum við Bjarni Halldórsson frá Bakka, sem nú dvelst á elliheimilinu í Neskaupstað, og sá, sem þetta ritar. Stefnan var sett frá Horni í áttina til Hvalbaks og farið fram hjá honum eftir rúmlega fimm tíma siglfngu með suðurfalli. En ekki var línan lögð fyrr en eftir tveggja stunda ferð þaðan. Þegar svo langt er komið frá Norðfjarð- arhorni, er það löngu komið í hvarf undir bungu hafsins, og Dalafjöll, sem mest eru fyrir- ferðar af hafinu að sjá, eru far- in að síga drjúgum í sjó, að manni sýnist. Við höfðum sextán bjóð sex strengja, en hver strengur var Það var vorið 1917. Heims- styrjöldin fyrri var þá enn í algleymingi, þótt við, sem bjuggum hér austur á landi, yrðum hennar ekki varir áþreif anlega að jafnaði. Á þeim árum var svonefnt vorhlaup ofarlega í huga allra Austfirðinga, þegar fram á vor kom. Við því var búizt um miðjan maí, og reyndu allir að vera viðbúnir að taka á móti því um það leyti. Ekki var hik- að við að sækja út á yztu nafir landgrunnsins, ef von var á góðum afla, og jafnvel talið sjálfsagt, að þar hlyti hans að vera mest von. Mun svo hafa verið, er sú veiðiferð var farin, sem hér um ræðir, því að þetta var fyrsta sjóferðin það vor. Lagt var af stað frá Norðfirði á níu lesta báti, sem faðir minn átti og hét „Snorri“. Á bátnum voru fjórir menn: 200 1 I 31 I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.