Tíminn Sunnudagsblað - 29.04.1962, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 29.04.1962, Blaðsíða 21
Grænlenzkar Framhald af 195. siSu. ugri en áður. Jókst nú ágengni þeirra með hverjum degi. Þœr tóku að halda sig við kofann mestallan sólarhring- inn. Á morgnana lágu þær í hnipri á milli steina og kassa og stungu trýn- inu undir skott sér. Undir hádegið tóku þær að rumska og rölta um. Þær skokkuðu þá flestar niður að sjónum, þar sem þær virtust finna eitthvað ætilegt í fjörunni, einkum krabbadýr. Þegar fjörðinn lagði, fóru þær líka oft langar leiðir út á ísinn. En þegar leið á daginn og skyggja tók, flykktust þær ævinlega heim að kofanum, þar sem þær eltu hvern þann á röndum, er á ferli var úti. Þær voru nú venju- lega á milli íjörutíu og fimmtíu. Vetursetumennirnir voru orðnir þess ari hjörð vanir og fáruðust ekki yfir þvi, þótt tæfurnar gengju fast að mat sínum. En svo henti óhapp. Þeir fóru allir sex að heiman. Refahjörðin elti þá fyrst í stað, eins og hennar var vandi, en er komið var alllangt frá _kofanum, fór ein og ein að heltast úr lestinni. Þannig þynntist hópurinn smám saman, unz allar tófurnar voru snúnar við. Mennirnir komu aftur heim seint um kvöldið, svangir og þreyttir eftir langa göngu. En þá gafst heldur á að lita. Þegar þeir luku upp, sáu þeir, að krökkt var af tófum inni í kofanum. Sumar lágu í bólunum, sumar hring- uðu sig niður í potta, ein húkti uppi á eldavélinni. Allt var horfið, sem tönn á festi, nema það, sem var í nið- ursuðudósum eða varðveitt var í ram- byggilegum kössum. Tófurnar höfðu étið það. Ekki varð þess vart, að þeim brygði neitt við, þegar mennirnir komu inn. Þær voru hvort eð var heimagangar hjá okkur. Við athugun kom í Ijós, að glugga hafði verið slælega lokað, og þar höfðu þær rifið sig inn. Fimm árum síðar hafði Alwin Ped- ersen aftur vetursetu á Norðaustur- Grænlandi, þótt á öðrum slóðum væri. Hann hafði þar aðsetur við vatn eitt á flatlendi. Um sumarið rannsakaði hann þar líf fugla og dýra. Eitt sinn var hann í tjaldi að horfa á lóm, er lá á eggjum sínum á þúfu við vatnið. Sá hann þá mórauðri tófu bregða fyr- ir. Brátt kom hún hlaupandi að vatn- inu með nefið niðri við jörð og virt- ist eiga erindi bak við hvern stein og niður í hverja laut og dæld. Við og við nam hún staðar, lyfti trýninu og nasaði út í loftið. Hún virtist vera að leita læmingja, sem þarna höfð- ust við, svo sem sjá mátti af sporum þeirra í leirnum við vatnið. Hjá tjald- inu og hreiðri lómsins sneiddi hún í stórum boga. Lómurinn varð hennar var og hafði á henni illan bifur. Hún var enn langt í burtu, er hann teygði tófur - hálsinn út úr hreiðrinu og lagði hann á jörðina, svo að ekki bæri óþarflega mikið á honum. En það voru fleiri fuglar en þessi lómur, sem áttu hreiður við vatnið'. Æðarfuglinn átti sér þar einnig varp- land. Og nú kom í ljós, ag tæfa var ekki að leita læmingja, heldur voru það æðaregg, sem hana langaði í. Þessi tófa kom að staðaldri í varp- iandið við vatnið. Eitt sinn kom hún að hreiðri, þar sem æður lá á eggjum. Þegar hún nálgaðist hreiðrið, nam hún hvað eftir annað staðar og teygði upp hausinn til þess að aðgæta, hvort æðurin væri kyrr á eggjunum. Þessi var jafnan háttur hennar í ránsferð- um. Sæti æðurin sem fastast, gekk tæfa fram hjá hreiðrinu og lét eins og hún vissi alls ekki af því. Fuglinn kúrði sig aftur á móti niður og hélt, að tófan sæi sig ekki. Svo var það einn morgun, að æður- in hafði brugðið sér niður á vatnið. Tófan kom skokkandi, nam staðar og hvessti augun á hreiðrið. Síðan hljóp hún að því í spretti, ruddi burt dún- inum, sem æðurin hafði breitt yfir eggin, og greip eitt þeirra í kjaftinn. Með það hljóp hún burt. Ag lítilli stundu lið'inni kom hún aíftur og hrifsaði annað egg. En þegar hún kom í þriðja sinn, var æðurin komin í hreiðrið, og þá brá svo við, að tófan lét sem hún vissi ekki, hvar þag var. Nokkrum dögum síðar vár hreiðrið tómt. Ræningi hafði sætt nýju tæki- færi. Æðurin verpti í annað sinn og i þriðja sinn, en alltaf tæmdi tófan hreiðrið jafnóðum. Svipaða útreig fékk fjöldi hreið'ra við vatnið. Fugl snerti tófan ekki. Hvergi var fjöður að sjá við vatnið, og við greni tóf- unnar sást hvorki fiður né annað, sem benti til þess, að hún hefði drepið fugla. Þessi refafjölskylda lifði á eggjum. Nokkru sið'ar fór Alwin Pedersen og félagi hans gönguför að nætur- lagi. Þegar þeir komu aftur heim, var tófa vig tjald þeirra. Hafði hún hrifsað þar eitthvað, sem hún flúði með í skyndi. Þetta var mávur, sem þeir höfðu hamflett og átti að liggja í kassa inni í tjaldinu. En tófan hlýt- GLETTDR OG PEús og minus Skólapiltur, sem ekki var mikill stærðfræðingur, var í prófi. — Á að vera plús eða mínus fyrir útkomunni? spyr kennarinn. ur að hafa farið fleiri ferðir, því að þeir söknuðu einnig skinnhúfu og leð- urhanzka. Þ.egar þeir félagar voru komnir í svefnpoka sína, heyrðu þeir aftur til tófunnar. Hún var að skarka í niðursuðudósum utan við tjaldið. Upp frá þessu gerði tófan þeim heim- sóknir að staðaldri og hirti allt, sem þeir fleygðu, ef hún gat etig það. Fyrst kom hún ævinlega síðla kvölds, en þegar frá leið, brá henni einnig fyrir um miðja daga. Brátt fór maki hennar, hvítur refur, einnig að koma, og höfðu þau þá þann hátt á, að grenlægjan hélt sig nokkuð álengd- ar, en lét maka sinn fara á undan að tjaldinu. Grenið var í rústum gamals Eski- móakofa niðri á ströndinni. Ag því höfðu refirnir meðal annars borið nokkrar tómar niðursuðudósir, og þar fundu þeir Pedersen líka skinnhúf- una, sem hvarf, óétna. Seinna komu hanzkarnir líka í leitirnar, en þeir voru meira nagaðir en svo, að hægt væri að nota þá eftir þetta. Svo bar það við einn dag, að hópur- inn kom í halarófu að tjaldinu. Karl- dýrið fór fremst, en á eftir kom gren- lægjan með sex yrðlinga. Seinna bætt ist í flokkinn gamall, mórauður refur. Yrðlingarnir voru mjög varkárir fyrst í stað. Kæmu mennirnir út úr tjaldinu skutust þeir undir eins niður í skurði og gjótur. Þeir Pedersen höfðu illan bifur á heimsókn refafjölskyldunnar, og þótti þeim vissara ag bera grjót á tjald- skörina, þegar þeir fóru að heiman, svo að hópurinn ryddist síður inn í tjaldið. Nú fóru yrðlingarnir líka að koma á nóttunni, og höfðu þbir uppi mikil læti, urruðu og vældu og kröfs- uðu jafnvel í tjaldið. En þeir Peder- sen voru á förum, svo að þeir settu þetta ónæði ekki fyrir sig. Þegar þeir felldu tjaldið að lokum og báru far- angur sinn brott, stóðu yrðlingarnir álengdar og fylgdust með þessum at- höfnum af mikilli forvitni. Þeir höll- uðu undir flatt og fylgdu hverjum hlut, sem á var snert, með augunum. Þegar mennirnir héldu brott, skokk- uðu þeir óðar þangað, sem tjaldið hafði verið, og gengu þar fram og aft- ur, þefandi og nasandi. I sömu andrá birtust gömlu refirnir, sem lítið höfðu látið á sér bera síðustu dægrin, og stimpuðust við yrðlingana um mola, sem lágu í mosanum. GAMANSÖGUR — Mínus, svaraði piltufinn hik- andi. — Hvers vegna má það ekki vera plús? spyr kennarinn. — Það gæti valdið misskilningi, sagði pilturinn. T í M I N N SUNNUDAGSBLAP 213

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.