Tíminn Sunnudagsblað - 29.04.1962, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 29.04.1962, Blaðsíða 3
Tófa í heimsókn við tjald leiðangursmanna á Norðaustur.Grænlandi stundum heyrðist urr og ýlfur. Tóf- urnar voru íarnar að gera þeim næt- urheimsóknir. Danirnir vissu, að varhugavert gat verið að skilja nokkuð það eftir utan dyra, er ætilegt var. Þess vegna höfðu þeir borgið öllu slíku í hús hina fyrstu daga. Þeir hirtu því ekki um að styggja tófurnar, heldur létu þær fara sínu fram. En er þær fundu fátt ætilegt utan dyra, gerðist það æ oftar, að þær t.óku að klóra í kofahurðina og hnusa inn um rifur. Virtust þær alls ósmeykar. Mennirnir voru daglega á ferli úti við, og fóru þá tófurnar fyrst í stað undan með hægð, ef þeir reyndu að nálgast þær, og gættu þess vel að hleypa engum svo nærri sér, að þær gætu ekki flúið, ef til þyrfti að taka. En brátt snerist þetta við. Tófurnar fóru að þreifa fyrir sér um það, hve þeim væri óhætt að hætta sér nærri mönnum. Fyrr en varði komust þær að þeirri niðurstöðu, að þessar tví- fættu skepnur væru ekki sérlega háskalegar. Þegar ein hafði að lokum dirfzt að hrifsa kjötbita úr hendi eins mannsins, urðu skjót umskipti. Allur hópurinn tók að halda sig við kofa- dyrnar. Eitt kvöldið töldust þar tutt- ugu og tvær tófur, sem biðu matar síns, spakar og óhræddar sem hur.dar væru. Vetursetumennirnir komust íljótt að raun um, að þeir höfðu gert skyssu, þegar þeir hændu að sér refina. Það var alltaf flokkur við dvrnar og undir gluggunum, og einkum gerði. t nætur- friður stopull. Tófurnar rifust um æt- ið með skrækjum og gauragangi. og þættust þær vanhaldnar, létu þær það óspart í ljós. Ekkert liefði auðvitað verið auðveldara fyrir mennina en skjóta tófurnar. En td þess gátu þeir ekki fengið sig. Þeir tóku því upp nýja aðferð við matgjöfina í kofanum "ar flesktunna, sem þar hafði staðið í þrjátíu ár. Þeir tóku fleskið upp úr tunnunni, útvötnuðu það og skáru í litla bita. Bitunum dreifðu þeir síðan um stórt svæði. svo að tófurnar hefðu nokkuð fyrir því að leita þá uppi og síður væri hætt við skærum þeirra á milli Nokkru síðar skall á vetrarveður með stórhríð dögum saman. Hríðar- dagana varð ekki vart við neinar tóf- ur. En þegar lygndi og birti í lofti, komu þær á ný og voru nú hálfu gráð- Framhald á 213. sí3u. Hvít tófa sleikir innan niðursuSudós T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 195

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.