Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Blaðsíða 8
hét Oddsson. Hefur það að líkindum verið sá hinn sami, sem getið er í manntalinu með þessu nafni, 9 ára gamals á Kirkjubóli i Norðfirði hjá föður sínum, Oddi Jónssyni, hrepp- stjóra, sem þá bjó þar með seinni konu sinni (samanber manntal 1703) Sé það rétt, en það mun vera mjög sennilegt, þá hefur barnsfaðir henn- ar verið um tvítugt, þegar þetta gerð- ist, en sjálf var hún um það bil tíu árum eldri. Bæði voru ógift að vísu. en með því, að þau voru systra- börn, fengu þau háar sektir fyrir til- tækið, 12 ríkisd. bæði saman. Saka- eyrisskýrslan frá þessu ári ber með sér, að samt sem áður voru sektir þeirra beggja greiddar á tilskildum tíma, strax fyrsta voi'ið eftir að þetta gerðist, þó að það sé lítt eða ekki hugsanlegt, að fátæk stúlka og ung- ur piltur hafi getað lokið slíkum fjár útlátum af sínum eigin efnum. Kem- ur hér því aftur að því sama og áður er drepið á, að ekki verður séð, hvernig nægilegt fé hefur fengizt til greiðslu þessara sekta, sem mundu jafngilda nærri 30 þúsund krónum nú á tímum, nema einhver eða ein- hverjir hafa komið þeim til hjálpar, eins og oft hafa átt sér stað, þegar að kreppti af þessum sökum. Þetta mál þeirra Jórunnar og Magnúsar var því til lykta leitt eins og áður er sagt og kemur ekki meira við sögu hér. Sama er að segja um Magnús Oddsson. Hann varð seinna bóndi í Norðfirði, bjó í Fannardal og ef til vill viðar og kemur þá við sögu sinnar sveitar i því sambandi, en í þessum þætti verður hans ekki getið framar. Jórunn kemur hins vegar aftur við sögu innan skamms og tilefnið það sama. Aðeins um það bil einu og hálfu ári síðar, nánar tiltekið fyrsta mánudag í vetri 1717, sem var 25 október það ár, fæddi hún í heiminn annað óskilgetið barn og lýsti Erlend bónda Magnússon föður að því, en þetta bain vildi hann ekki kannast við og þverneitaði því, að' hann ætti það. Eins og gefur að skilja, hetur það i fyrstu verið' í verkahring sóknar- prestsins, séra Torfa, að sinna þessu máli, fyrst og fremst að skíra barnið, sem eflaust hefur verið gert eins fljótt og unnt var, eins og sið'ur var á þessum tíma, og hefur synjun Er- lends fyrir faðerni þess þá þegar komið til greina. Má eflaust gera ráð fyrir þvi, að séra Torfi hafi ekki látið sitt eftir liggja, til þess að barnið yrði feðrað, þar sem það' var hans embættisskylda og hann eflaust mála fylgjumaður, eins og hann átti ættir til. Það leynir sér ekki, eins og síðar sést, að allir, sem til þekktu, hafa treyst or'ðum Jórunnar í þessu efni, en ekki Erlends, og af vottorði séra Torfa um þessa legorðssök má sjá, að hann hefur ekki verið nein undan- tekning með það. Hann hefur því ef- laust lagt alvarlega að Erlendi að gangast heiðarlega við barninu og segja sannleikann. Ef Erlendur á hinn bóginn hefur vitað upp á sig sökina, sem telja má víst, þá hefur honum, ef að líkum lætur, fátt eða ekkert komið verr að heyra en slíkar áminningar. Má vel vera, að séra Torfi hafi saumað svo að honum, að þáð hafi verið meira en nóg til að kveikja hjá honum óvildarhug til prestsins jafnvel.fullan fjandskap, ef svo kynni að vera, að sæmileg skil- yrði hafi fyrirfundizt hjá manni þessum fyrir þess konar hugarfari. En hvort sem þessu barneignarmáli hefur verið sinnt meira eða minna í fyrstu, þá er það þó ein af staðreynd- um þess, sem kunnugt er um, að þau Jórunn og Erlendur sátu bæði við sinn keip. Hvorugt þeirra hvik- aði hársbreidd frá því, sem þau höfðu upphaflega sagt og yfirlýst um faðerni barnsins. Var því sýnt, að málið yrð'i að fara fyrir rétt og siðan til dóms, ef einhvern tíma ætti að verða útkljáð um það. V aldsmannsskipti í miðhluta Múla- sýslu vorií 1718 Næsta vor (1718) urðu að nokkru leyti valds- mannsskipti í _Múlasýslu. Að' vísu sat Bessi Guðmundsson sýslumaður enn þá í embættinu og bjó á Ketilsstöð- um á Völlum, en hann var tekinn all- mjög að eldast, og 13. apríl um vorið var Jens Petersen Wíum settur hon- um til aðstoðar og fékk þá um leið loforð eða vonarbréf fyrir öllum sýsluhluta hans að honum látnum, sem þá var 11 þingstaðir. Segir Espó- lín fullum fetum í árbók sinni, að Jens Wíum hafi gefið 300 ríkisd. til þess að fá þetta lögsagnarstarf og loforðið fyrir embættinu, eða réttara sagt — keypt loforð stjórnarvaldanna um embættið fyrir þessa upphæð, og er sennilega rétt með' þetta farið í ár- bókinni, en allt annað en trúlegt eigi að síður. Jens Wíum sýslumann munu flest- ir kannast við, og allir kannast við Hans Wíum, son hans, sýslumann í mið- og suðurhluta Múlasýslu, er tók við því embætti af föður sínum að honum látnum. — Jens Wíum var danskur að uppruna, en hafði lagt leið sína til íslands fáeinum árum áð- ur en hann gerðist aðstoðarsýslu- maður, liklega 1715, ef ekki fyrr. Það ár voru verzlunarhafnirnar hér á landi boðnar upp til leigu, og kom þá nýr aðalkaupmaður til sögunnar á. Djúpavogi, Níels Wíum að nafni, er líidega hefur einnig haft' með hönd- um verzlunina við Stóru-Breiðuvík á Reyðarfirði, enda voru sumar hafn- irnar leigðar út tvær og tvær saman, og þar hefur Jens Wíum líklega starf- að á árunum 1715—18. Að minnsta kosti er svo sagt, að hann hafi verið þar við veizlunarstörf, fyrst eftir að hann kom hingað til íslands (smb. Æ. Austf.), og eflaust hafa þeir ver- ið nánir frændur, hann og þessi Niels Wíum, aðalkaupmaðurinn á Djúpa- vogi (1715—21). En þrátt fyrir nokkra dvöl hér á iandi kunni Jens Wíum ekki íslenzku, þegar hann gerðist aðstoðaisýslumað- ur. Hitt hefur þó ef til vill verið enn þá lakara, að hann skorti með öllu kunnáttu til þeirra starfa, sem stað- an útheimti, og lögfræði hafði hann víst enga lært heldur. Eigi að síður hefur hann þegar í stað hafið emb- ættisstörfin, því að skipunarbréf hans var dagsett í Kaupmannahöfn 13. apríl, síðan hefur hann siglt út til íslands og apríl var ekki einu sinni liðinn, þegar hann var lagður af stað í þingaferð um sýsluna. Skyldu menn ætla, að það hafi verið fremur bágborið ferðalag hjá vesalings manninum, sem vissi ekki einu sinni hvaða störf sýslumenn höfðu með höndum í þingaferðum sínum og því síður, hvernig þau voru unnin, skildi þar að auki fæsta, sem á leið hans hafa orðið, og þeir ekki hann, en eins og vænta mátti, var hann ekki látinn einn um hituna. í för með honum var aðstoðarmaður til að sjá um embætt- isverkin, sem kunni vel til þeirra starfa, Þorsteinn Sigurðsson að' nafni frá Jörfa í Dalasýslu, sem verið hafði aðstoðarmaður eða lögsagnari — eins og hjálparmenn sýslumannanna voru vanalega kallað'ir á þessum tima — hjá Bessa Guðmundssyni sýslumanni í 7 ár, þegar Jens Wíum kom til sög- unnar. í þingaferð þessari hefur því allur málarekstur og yfirleitt flest, sem gera þui'fti í embættisnafni, hlotið að hvíla á Þorsteini þessum Sigurðssyni. Hlutverk hins, sem valdsmannsnafnið hafði, hefur því varla verið annað en það að Iýsa yfir samþykki sínu á því, sem gert hefur verið, til dæmis úr- skurðum og dómum, þegar honum var sagt, að nú ætti það við, og staðfesta embættisgerðir með undii'skrift sinni, þegar það átti við. — Er hér gizkað á það fyrrnefnda eftir að'stæðunum að dæma, en það síðara má sjá í skjölum, sem enn eru til frá upphafi embættistíðar Jens Wíums. Af þeim verður ekki sé'ð, að þau hafi ekki verið undiriituð af fullgildum sýslu- manni á sínum tíma. í næsfa blaði birtist viðtali |við Halldór Pétursson, sfeina-] isafnara. 368 T ! M I N N r— SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.