Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Blaðsíða 9
A TÓFUSLÓÐUM Á æskuheimili mínu var mikið stundað'ur alls konar veiðiskapur. Lax og silungur veiddur í ánni, sem rennur neðan við bæinn og í sjónum í grennd við árósinn, en hrognkelsi, þorskur, ýsa og lýsa í sjónum og einn- ig vöðuselur í þar til gerðar nætur. Þessar veiðar voru árstíðabundnar, en hins vegar voru margs konar veið- ar framdar með skotvopnum árið um kring, því að fuglalíf var þarna fjöl- skrúðugt, og auk þess gekk selur i árósinn, bæði landselur, hringanóri og kampselur og var ákaft sótzt eftir að veiða þá, bæði til verndunar lax og silungsveiði í ánni og svo vegna kjöts og skæðaskinns, sem var full- komin nauðsynjavara á þeim árum, er ég var að alast upp. Kjöt af sel ásamt spiki voru vel metin matvæli af þeim, sem ólust upp við það fæði, og bræð- ingur úr sellýsi smakkaðist vel, þótt nú þyki hvergi mönnum boðlegur. Drengir, sem ólust upp í þessu unv hverfi, urðu því allflestir ákafir veiði- menn, eins og eðlilegt mátti teljast, bæði vegna þess. að veiðimannseðli virðist mörgum áskapað óg svo af hinu, að á þeirri tíð var ekki siður en nú á dögum lífsnauðsyn að stunda veiðiskap, þar sem skilyrði voru fyrir hendi og það á sem flestum sviðum Og á þessu heimili var sérstök þörf fyrir skotmennsku til þess að bægja vargi frá æðarvarpinu, svartbak, kjóa, hrafni, tófu og erni, sem þá var meirs um en nú og var sérlega illa þokkaður í æðarvarpi. — Að ganga til rjúpna á haustin og fram á vetur, heyrði beinlínis til atvinnuvegunum, auk þess að vera mörgum „sport“. Á heimilinu voru því til frá mínn fyrsta minni vönduð og valin skot- vopn, fyrst haglabyssur framhlaðnar. síðan aftanhlaðnar haglabyssur aí fleiri víddum, allt til no. 4, sem er mesta vídd á venjulegum veiðibyss- um. Seinna komu svo kúlurifflar. Að sjálfsögðu lærði ég snemma að fara með byssu og stundaði mjög mikið skotmennsku af lifandi áhuga, en með aldrinum tók þó áhuginn á þeim leik að dvína og það svo, að nærri stappar fullkominni óbeit, sér- staklega á öllu fugladrápi og liggur við, að ég skammist mín fyrir veiði- náttúruna og drápgiinina á yngri ár- um, enda hef ekki hleypt skoti úr byssu síðast liðin 33 ár nema af illri nauðsyn við aflífun búpenings. Þrátt fyrir mikla æfingu og ástundun í skot- fimi, varð ég aldrei örugg né góð skytta og þótt mörg skotin lánuðust, eins og til var ætlazt, held ég, að það hafi verið fremur heppni að verki en leikni eða öryggi. A þessum árum, sem ég var aö alast upp eða upp úr aldamótunum, og eftir að ég var farinn að beita byssum, var tófan orðin tiltölulega fágæt á þessum slóðum, sem efalaust var því að þakka, hversu góða og ör- ugga grenjaskyttu við höfðum um þær mundir. Eg var því orðinn full- orðinn maður, er ég leit tófu í fyrsta sinn, að undanteknum yrðlingum, sem teknir voru á grenjum. Hins veg- ar hafði ég oft óskað þess að komast í kast við tófu, en á því gat verif nokkurs konar ævintýrablær um þæi mundir, bæði vegna þess, hve tófav var þá fágæt og svo hins, hversu viðsjál og slungin hún var talin vera og síður en svo allra meðfæri að fást við, þótt annars væru veiðimenn. Svo var það vor eitt (um eða eftir 1916), að greni fannst langt austur í heiði og óskaði grenjaskyttan þess, að ég færi með sér á grenið, og var ég fús til þess. Eg var þá nýbúinn að eignast gamlan dátariffil (danskan) og skjóta dálítið með honum með nokkrum árangri, en kúlurnar í hann varð ég að steypa sjálfur og hlaða, S'vo að tvísýnt var um alla nákvæmni. Samt var talið sjálfsagt að hafa riffil- inn með, ef tæfa kynni að reynast stygg og erfið. Sjálf grenjaskyttan fékk lánaða selabyssu föður míns ágætt vopn, og svo var ég með hagla byssu no. 12, einnig góð'an grip. Tvær aðferðir voru einkum notað- ar við að ná yrðlingum úr greni, auk þess að skjóta þá utan grenis, ef með þurfti, en þær voru að taka þá í lít- inn boga (kjóaboga) eða svæla þá út úr greninu með reyk. Bannað var að skemma gréni með umróti, ef nokkur tök voru á öðru, því að mikilsvert þótti að tófa legði fremur í gömul og þekkt greni en ný og ókunn, og þó einkum, ef aðstaöa var góð við gren- ið, skoðað frá sjónarmiði manna en ekki dýra. Við höfðum því með okk- ur boga, eldspýtur og eitthvað af eldsneyti. Lagt var upp í ferðina að kvöldlagi í góðu og þurru veðri, en fremur svölu og var okkur fylgt á hestum í nám- unda við grenið. Fundum við grasi- gróna gjá (grenið var í gjávegg) mjög nærri grenismunnunum, sem sáust úr gjánni, þar sem við bjugg- umst um, og var þarna hinn bezti felustaður. Eitthvað gátum við sofið til skiptis framan af nóttu, en með dögun fór að sækja á okkur kulda- hrollur. Segi ég þá við félaga minn, að réttast muni vera að fara að drekka morgunkaffið og tók hann vel í það, en þó í óeiginlegri merkingu, með því að bann átti ekki á öðru völ Sigurður Egilsson. sn kaldri mjólk í flösku. Hins vegar gat ég talað í bókstaf- legri merkingu og meira að segja um heitt morgunkaffi, því að þannig var mál með vexti, að ég var nýbúinn að panta vermiflösku (Thermosfl.) eftir dönskum verðlista, þá fyrstu, sem kom hér um slóðir, og var hún nú í sinni reynsluferð, en félagi minn hafði ekki á sinni ævi komizt í snert- ingu við slíkan töfragrip né heyrt getið um, að til væri, enda minnist ég þess ekki, að hafa séð meiri undr- unarsvip á manni en á andlit hans kom, þegar ég hellti sjóðheitu kaffi í bollann hans þarna uppi í óbyggð- unum án þess að þurfa að viðhafa nokkra tilburði við hitun, en fyrstu flöskurnar, sem fluttust, héldu vel hita, þó að nú beri oft út af með þá kosti. Augum sínum trúði maðurinn auðsjáanlega ekki um það, að hér væri heitt kaffi, þótt svo sýndist vera, en trúna öðlaðist hann þó, þegar kaffið hafði nær brennt h^nn í munn- inn. Hvernig slík undur sem þessi máttu ske, var hulin ráðgáta í bili, með því að galdratrú var þá að mestu af lögð. Til frekara gamans ætla ég að skjóta hér inn í hliðstæðri sögu um aðra nýjung. Nokkru áður en ég pant aði vermiflöskuna, hafði ég pantað vasaljós með rafhlöðu, efalaust það fyrsta, sem á þessar slóðir kom og næsta nágrenni. Eins og lög gera íáð fyrir um unga menn í sveit, fór ég í göngur (fjár- leitir) árum saman austur á heiðar og tók ferðin 2—3 daga. Var farið að heiman kvöldið fyrir gangnadag og gist á næsta bæ við heiðina, en sakir margmennis að hverju sinni, hrukku bæjarhús ekki til hýsingar á þeim T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 369

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.