Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Blaðsíða 12
Þorsteinn Kjarval. (Liósm.:TÍMINN, GE) Ég hafði hringt og beðið um viðtal við' kempuna, sem var auðfengið, og kvöldið var að færast yfir Laugarás- inn, þegar ég barði að dyrum í Hrafn- istu og hann kom á móti mér hress og kvikur, og bauð mér inn í her- bergið sitt, sem hann hefur útsýni frá yfir sundin, sem minna hann stundum á dansinn við Ránardætur, sem hann steig af hvað mestu fjöri kringum aldamótin, meðan skútur, sem hillti uppi við sjóndeildarhring undir fullum seglum, seiddu sveita- drengina fram í flæðarmálið og togar- ar voru ekki til, nema liti í heimi. Þá var Þorsteinn Kjarval ungur og hafði barizt við Austfjarðafjöllin í návígi. En þau stæltu hann í stað þess að sigra hann, enda hangir á veggnum málverk eftir bróður hans, þar sem mynd hins íturvaxna æsku- manns er greypt í þessi lindóttu, aust- firzku fjöll. Og hann er með Byrons- kraga og býður þeim byrginn. Hann var að lesa, þegar ég kom, en lagði strax frá sér bókina „Sókn á sæ og storð“ — æviminningar Þórarins 01- geirssonar, með þeim ummælum, að þeir væru frændur. Og svo. byrjaði hann að segja frá: — Við erum öll fædd í Meðalland- inu, þessi systkin. Miðbær að Efri-Ey hét bærinn. Þar var þá fjórbýli, en nú eru bændurnir þar ekki nema tveir. En ég fór þaðan níu ára gamall. — Og hvert lá þá leiðin? — Austur í Hamarsdal. Já, ég var nýkominn á tíunda árið. Þá fór ég austur að smala fé. Þá voiu bændur fjármargir þar eystra, og það varð að elta þessar skepnur hingað og þangað, hvort sem fært var eða ófært. Og maður lagði lifið oft að veði í VINNAN OC MATURINN - SANNLEIKURINN OG LÍFID fjöllunum. Þá var ég blautur í gegn svona helminginn úr árinu. Þetta voru lifnað'arhættirnir í þá daga. Það gat enginn þurrkað neitt nema úti. — Hvers vegna fórstu þarna aust- ur? — Fólkið var alltaf allt of margt í Meðallandinu. Þess vegna fór ég aust- ur. Það var kynsælt og hraust og átti frá tíu upp í þrjátíu börn, þó að það sylti heilu og hálfu hungri. Afi minn átti tuttugu börn og langafi minn líka, og það var í Móðuharðind- unum. Við höfðum ekki alltaf of mikið að borða, en ég hef alla ævi bitið bein. Mér þykir ekkert gaman að borða ket, nema hafa beinin með. Það herðir tennurnar að bita bein, enda hafa mínar alla tíð verið sterk- ar, þó að ég bryti reyndar eina í fyrra, sagði Þorsteinn og sýndi mér skarðið. Svo fór hann ofan í vasa sinn og dró upp úrklippu úr Tímanum frá því í fyrra. Þá varð hann 83 ára 4. marz, og Ríkharður Jónsson, mynd- höggvari, orti til hans afmælisljóð, þar sem hann rakti Austurlandsferil hans í stórum dráttum. Þarna sérðu það s’vart á hvitu, segir Þorsteinn og bendir mér á úrklippuna: — „Hamarsdal var sending send sunnan úr Meðallandi". Ég var að Hamri í Hamarsfirði, eins og þú sérð þarna í vísunum. Sá bær stendur fyr ir botni fjarðarins. Ríkharður ólst líka upp þarna austur frá, á Strýtu út með firðinum. En hann var korn- ungur, þe*gar ég fór þaðan. Þá gekk ég alla leið hér suður á Miðnes með mínar föggur á bakinu. Þá fóru menn allar ófærur á postulunum með ein- föld roð á löppunum, og þess vegna eru tærnar á manni svona, skældar og snúnar, segir Þorsteinn og réttir fram fótinn. — Já, það er ekkert við það að athuga. Og þetta hefur svo sem ekki staðið mér fyrir þrifum. Eg gekk suður á Reykjanesfjallgarð í gær með Náttúrufræðifélaginu og skemmti mér vel. — Hvenær fórstu að austan? 372 TlllNN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.