Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Blaðsíða 14
Wslfeyr Schramm: RÖDDIN í HEYRNARTÆKJUNUM Það hefur aldrei áður gerzt í sögu fluglistarinnar. Og líkurnar til þess, að það gerist aftur, eru aðeins ein á móti tölu, sem hefur svo mörg núll, að á blaði liti hún út eins og mynd af eggjum í kassa. Samt gerð'ist það Og fólkið, sem var nærri atburðin- um, mun segja börnum sínum og barnabörnum, hvernig Shorty Frooze, sem aldrei hafði tekið í flugvélar- stýri, vissi ekki fyrr til en hann var einn til þess að stjórna flugvél í 8000 feta hæð yfir Kansas, og eins og þrjár sveitapiltur gefst ekki upp fyrr en folinn er taminn, ákvað Shorty að stýra flugvélinni á leiðarenda. En til þess að skilja, hvað raun- verulega gerðist, þetta júlíkvöld, verða menn að vita eitthvað um Shorty. Frooze var ekki hans rétta nafn. Hann hét raunverulega Habib el eitt eða annað. Það var farið að kalla hann Frooze, þegar hann varð ávaxta sali í útborg Kansas City. Ég man enn þá eftir honum, þegar hann ók asna- kemtnni sinni um strætin, hristi bjölluna og auglýsti vörur sinar háum rómi, sem gall við í hverju eldhýsi þorpsins: — Appelsínur! kallaði hann. — Melónur! Nýir ávextir! Hann lærði seint að segja enska orðið fruits, sem þýðir ávextir, það hljómaði alltaf eins og Frooze og nafnið festist við hann, jafnvel þótt hann lærði seinna, hvernig átti að bera orðið rétt fram og setti upp lítinn söluturn inni i Kansas City. Það, sem mestu máli skipti í sam- bandi við Shorty, var sonur hans. Ykkur hefur náttúrlega aldrei dottið í hug, að Bill James væri sonur hans? Hann var eins ólikur föður sinum og hægt var. Hann var hár, glæsilegur og vinsæll, ákafur íþróttamaður. Shorty sagði mér, að Bill væri eftir- myndin hennar móður sinnar, sem dó, þegar hann fæddist. Eftir því sem Bill stækkaði og elt- ist, fjarlægðist hann föður sinn meira og meira. Hann skammaðist sín ekki beinlínis fyrir hann, en Shorty fann, að Bill var ekki hrifinn af uppruna sínum, og Shorty forðaðist að halda honum á loft. En þegar Bill keppti í knattspyrnu, var Shorty alltaf á vell- inum, falinn í skoti, þar sem fáir sáu hann, en stoltið skein úr augum hans, þegar hann fylgdist með syni sínum En Shorty gat ekki alltaf fylgzt með afkvæmi sinu, ekki einu sinni i laumi. Bill var flugmaður af guðs náð, en Shorty var lítið um flug og skildi það ekki. Bill tók einkaflug- mannspróf, þsgar hann var sautján ára, og þegar hann var átján ára, sögðu félagar hans, að hann gæti flogið á hurð, ef einhver vildi setja rafmagnsviftu öðru hvoru megin á hana. Hann varð atvinnuflugmaður, áður en hann lauk háskólaaiámi í Kansas. Þegar stríðið hófst í Evrópu, vildi hann þegar ganga í flugherinn, en þá sagði Shorty nei. Hann sagði, að Bill væri allt, sem hann ætti. Bíddu í ár, sagði hann. Bill var ekki orðinn tuttugu og eins árs, svo að hann varð að fá samþykki föður síns. Þeir rifust, og síðan fór Bill aftur til vinnu sinnar. Svo varð slysið, tæpri viku síðar, og Shorty horfði á það. Shorty tregaði son sinn óeðlilega mikið. Hann ásakaði sjálfan sig og hrjáði á alla lund. Söluturninn hans var lokaður dögum saman, en svo fór hann að' stunda flugvöllinn. Hainn talaði við flugvirkjana og flugmenn- ina, og reyndi á allan hátt að skilja fluglistina. Honum fannst hann nálg- ast Bill með þessu móti. En starfslið- inu fannst hann brátt vera fyrir, og hann var beðinn að vera ekki inni á vellinum. Þá sökkti hann sér á ný ofan í vinnu sína. Hann var í söluturninum á öllum tímum sólarhrings. Hann spar aði með því að borða ekkert tímum saman, hann var vanur því síðan hann kostaði Bill á skóla. Og þegar hann hafði lagt nokkra dollara til hliðar, skrapp hann í flugferð. Hann mætti alltaf í flughöfninni klukku- tíma áður en vélin átti að fara. Fólk- ið horfði á hann og hló í laumi. Eg starði líka, þegar ég sá hann fyrst. Eg þekkti hann ekki þá. Hann var í sunnudagafötunum sínum, líklega þeim sömu, sem hann kvæntist í. Buxurnar voru síðar og þröngar, jakk- inn aðskorinn og síður. Hann leit út eins og leikari í söngleik. En þegar brottför vélarinnar var tilkynnt, var Shorty alltaf fyrstur, hann flýtti sér upp í vélina til þess að tryggja sér fremsta sætið. Þar var hann eins nærri þeim stað, sem Bill hafði setið á og mögulegt var fyiir farþega. Og þannig atvikaðist það, að Shorty sat í fremsta sæti áætlunarvélarinnar milli Kansas City og Denver, þennan júlídag, þegar undrið gerðist. Hinir farþegarnir hafa staðfest sögu Shortys. Vélin var nýlögð af stað frá Denver. þegar flugfreyjan kom fram- an úr stýrisklefanum. Hún var náföl, næstum eins hvít og blússan hennar, sagði fólkið. Hún hneig niður i auða sætið við hlið Shortys, og enginn nema hann heyrði, hvað hún sagði. Hún benti fram og stundi: — Guð minn almáttugur, lítið þarna fram! Svo leið yfir hana. Shorty veit ekki sjálfur fyrir víst, hvað hann gerði næstu mínúturnar. Hann tók lyklana af flugfreyjunni og fór gegnum dyrnar, þangað sem far- þegum var bannað að fara. Hann læsti dyrunum á eftir sér og leit fram eftir stjórnklefanum, sem hann hafði aldrei séð fyrr, en Bill svo oft, fram hjá loftskeytatækjunum og far- angursgeymslunni, fram í stjórnklef- ann, þar sem flugstjórinn og flugmað urinn höfðu aðsetur, umkringdir tækj um og mælum. í fyrstu skynjaði hann aðeins, að eitthvað var öðru vísi en það átti að vera. Svo raiyi það upp fyrir honum, að sæti flugmannanna voru auð, eng in hönd á stjórntækjunum, engin augu vakandi yfir stefnu flugvélar- innar. Smám saman skynjaði hann allt hitt einnig. Annar flugmannanna lá endilangur á gólfinu. Hinn í hnút aft- an við sætið sitt. Shorty kom við þá til þess að gá, hvort þeir væru lif- andi. Síðan hlustaði hann eftir hjart- slætti þeirra, lagaði þá til og skvetti framan í þá vatni. Þú hefur áreiðan- lega lesið um þetta í blöðunum og veizt, að áhöfnin fékk matareitrun af matnum, sem hún át, áður en lagt var af stað. En Shorty vissi það ekki. Hann vissi aðeins það, að báðir flug- mennirnir voru meðvitundarlausir, hann gat ekki vakið þá til meðvitund- ar og var einn meðal stjórntækja vél- arinnar, hátt yfir Kansas. Hið eina rétta, sagði hann með sjálf um sér, væri að fara aftur í og gá, hvort ekki ^er læknir eða flugmaður meðal farþeganna. Líkurnar til þess voru ekki miklar, stórum liklegra, að farþegarnir yrðu yfir sig hræddir. Með fram þess vegna, og einnig af hinu, að hann var nú svo nærri þeim stað, sem Bill hafði svo oft setið á, ákvað hann að fara ekki aftur í — ekki strax. Hann settist í flugmannssætið og skalf, en ekki af ótta. Þetta hérna með stýrishjólin á endanum hlaut að vera „pinninn", sem Bill talaði svo oft um. Hvor flugmaður hafði einn pinna, og framan við sætin voru tveir fetar, eins og tengsli og hemlar. Hann reyndi að finna út, hve mikið af tækjum og mælum hann þekkti af umtali Bills. Þarna þekkti hann eitt tælci, neðan við miðju vinstra meg- in, sjálfvirk flugstjórn, stóð þar. Það mundi halda vélinni í beinni stefnu 374 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.