Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Blaðsíða 20
Konungsættin í Benin getur státað af 35 kóngum, svokölluðum Obum. Enn þann dag í dag situr Oba á veldis sljóli, þótt veldi hans sé nú lítið og af honum stafi ekki sá ljómi sem ætt- feðrum hans. Mikilhæfustu Obarnir voru í senn herforingjar og andlegir og stjórnmálalegir leiðtpgar. Bærinn Benin, höfuðborg ríkisins, var umluktur háum varnarmúrum og djúpum borgardíkjum. Trjágöng. sem voru rúmlega fjögurra kílómetra löng, lágu þvert i gegnum ferhyrnt bæjarstæðið frá einu borgarhliði til annars og skárust í réttum vinklum. Sérhæfðir verkmenn og listamenn sem skipað var n;ður í nokkurs kon-j. iðnfélög, bjuggu við sérstaka götu, og þeim einum var trúað til þess að steypa bronzstyttur, smiða úr járni og skera út í fílabein og tré. Þó að veldi Benin væri hrunið, þeg- ar Evrópumenn komu þangað og þjóð inni hrakaði ört éftir það vegna þrælaverzlunarinnar, hafa hin fornu menningarsetur ríkisins þó varðveitzt hið ytra allt fram á okkar daga. Þessi menningarsetur eru vissulega þess virði, að þau séu rannsökuð, því að þau gefa okkur allraunsanna mynd af því, að þrátt fyrir þá erfiðleika, sem íandshættir og umhverfi höfðu för með sér, þreifst þarna menning. - r»->rirh' af sér samfélag, sem var há þróað í stjórnmálalegu og félagslegu tilliti, og grundvallað var á „hinu guðdómlega valdi konungsins“. Listaverk þau, sem fundizt hafa — og enn eru að finnast — eru frá blómaskeiði þessa menningarrikis og eiga líka skilið, að þeim sé veitt eft- irtekt, því að verðmæti þeirra fyrir listasögu okkar er einstætt. Þau eru tjáning íbúa Benin á þvi, sem stóð föstum fótum í menningu þeirra. 1 Austur- og Suður-Afríku eru alltaf að finnast fornleifar, sem koma fornleifafræðingum á óvart: Bæjar- stæði, virki og vitnisburðir um akur- yrkju á háu stigi, sem grundvölluð hefur verið á listvefnaði. Sumt af þeim fornminjum, sem bezt hafa varðveitzt, svo sem Zimba- bwe í Suður-Ródesíu, hafa Evrópu- menn þekkt í nærfellt eina öld og jafnan litið svo á, að þær væru sönn- un fyrir sókn hvíta mannsins suður á bóginn á liðnum tímum. Menn slógu því föstu, að hér hefðu Fönikiumenn og drottningin af Saba verið að verki. Menn vitnuðu meira að segja til lands ins Ophir, þar sem námur Salomons voru, til þess að finna skýringu á því mikla magn> af gulíi og gersem- um, sem fundust í landinu og stæði- legum steinhöllum. Þegar fornleifa- fræðingar fengu nægilegt fjármagn til ráðstöfunar, kom í ljós við upp- gröft, að Maclver og Caton-Thomo- son voru þrátt fyrir allt af hreinum afríkönskum uppruna. Nýjustu að- ferðir til þess að ákveða aldur forn- minja hafa gert kleift að ákvarða aldur sumra fornminjanna. — Zimba- bwe-menningin hefur til dæmis staðið í blóma frá því um 600 fram tii 1750. — Sunnar, á yfirráðasvæði suður- afríkanska ríkjasambandsins, hafa fundizt fornminjar á bjargtindi, sem eru greinilega skyldar Zimbabwe- minjunum Við bráðabirgðarannsókn-, ir, sem fram hafa farið á þessum stað, sem nefndur hefur verið Map- ungubwe, hafa fundizt ósnertir f.iár- sjóðir og glöggar upplýsingar um há- þróað negrasamfélag Undanfarin ár hefur kynleg þágn hvílt yfir Mapungubwe, enda ber Mapungubwe vitni um hæfileika og afrek hinna svörtu — í landi, sem er stjórnað af hvítum Og þær uppsprett ur, sem veittu peninga til rannsókn- anna, eru skyndilega orðnar þurrar. En í öðrum hlutum Afríku hafa vísindamenn með alþjóðlegu sam- starfi reynt að leggja fram sinn skerf til þess að rétta við álit þeirra svörtu í Afríku, sem var brotið niður með fjögurra alda þrælaverzlun og einnar aldar nýlendustjórn. Bronzplata frá Benín i Nígeríu. Mikill fjöldi slikra rétthyrndra platna me8 skurð- myndum hafa greinilega verið í sambandi við konungshöllina í Benín; oft virðast þær segja frá merkilegum atburðum eða persónum. — Þessi verk eru mjög áhrifa- rik og segja mikla sögu. Myndin er af plötu, sem „refsileiðangurinn" kom með heim tll Evrópu árið 1897, þegar hin miklu listaverk i Benín voru uppgötvuð. Mynd- in i miðju er 42 cm há Með tilliti til stilsins, sem er á smíðinni, er sennilegt, að að platan sé frá 1650—1700, sem var tímabil mikillar kunnáttu, þótt listgildið sé ekki sambærilegt við beztu verk fyrri tíma í Benín. Eldri listaverk frá Benín (um 1400) eru undir áhrifum Ife-listarinnar, en eru einhæfarl og á 19. öld kemur fram úrelt myndgerð vegna óbeinna evrópiskra áhrifa. 380 T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.