Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Blaðsíða 13
— Það var jarðskjálftaárið 1898. Síðasta sumarið mitt var ég hjá Stef- áni Guðmundssyni, verzlunarfuldrúa hjá Örum og Wulf á Djúpavogi við fiskverkun og fiskirí. Hann sendi mig með bréf um sumarið norður á Seyðisfjörð. Og aldrei þessu vant setti hann undir mann hest. Það var það merkilega við það. En þetta var áríðandi bréf, og þá var lítið um pósta. Ég var þá átján ára og fór suður á Miðnes að kanna ókunna stigu. Þeir komu oft austur þaðan að sunnan og reru skinnklæddir, og þá heyrði maður ýmislegt um skinna- menninguna hér fyrir sunnan. Eg vildi reyna, hvernig það væri að stunda sjóinn brynjaður. Fyrir aust- an rerum við alltaf óbrynjaðir gegn öllum veðrum. Ég fékk 30 krónur fyrir vetrarvertíðina, skinnföt til að vera í og aðhlynningu, eins og þá tíðkaðist. Þá var brenndur þari alls staðar þar suður frá. Það var búið allt lyng og hrís, svo að fólkið varð að bjargast við þarann. — Hvað varstu lengi þarna? — Það var nú ekki lengi, því að ég fór hingað til Reykjavíkur um vor- ið og réð mig á skútu hjá Thorsteins- son. Það var Litli-Geir, sem kallaður var. Thorsteinsson var bróðir Péturs Thoisteinssonar á Bíldudal, og þar lögðum við upp til þess að þurfa ekki að sigla suður með fiskinn. — Hvernig líkaði þér þetta skútu- líf? — Eg var laginn að draga. Sá guli vildi mig, og það var aðalatriðið, ég fékk 5 aura á fiskinn, ef hann náði 12 tommum, 30 krónur á mánuði. Það var stórkostlegt. Það voru upp- grip miðað við það, sem borgað var í sveitum. Ég var á skútum, þangað til ég fór á togara 1903. En það var eilt, sem mér féll ckki á skútunum. Mér leið afskaplega illa undir þiljum og þoldi illa loftið. Ég var vanur fjallaloftinu fyrir austan, en þarna urðu allir að veia í sömu kytrunni, sem var lítið stærri en herbergið hérna. Og það var meira að segja eldað í sömu skonsunni. Það var meðfram vegna þses, að ég brauzt í að komast á togara. Hr því varð 1903. Þá var nýkominn út leiðarvísir í ensku, sem kallaður var Geirsbók. Ég notaði mér hann og lærði dálítið í málinu með það fyrir augum að komast á brezkan togara, því að í þann tíð voru ekki til svo glæstai fleytur hérlendis. Ég var svo á brezk- um togurum og sigldi frá Grimsby og Hull, aðallega Grimsby, þangað til 1905 eða 1906. Á togurunum var miklu betra fæði en á skútunum, og þar fékk maður ósvikið gull og silfur, en hér ekkert nema vörur. Ef kaupið náði tíu shillingum, þá fékk maður strax gull. Það var svo lítið um papp- írspeninga í þá daga, og mér þóttu þeir ómerkilegir. En vinnan var þrælavinna. Menn unnu dag og nótt, meðan þair gátu staðið uppi, og þetta gilti jaínt um skúturnar og tog- arana. Þá voru ekki til nein vökulög, þó að nú sé þetta orðinn hreinasti liikur. — Hvernig féll þér við Englend- mga? — Þeir voru upp og oían fólk, eins og við. Sumir voru ljómandi menn, aðrir öllu verri. Og eins var það um ferðamennina brezku, sem ég túlkaði fyrir seinna. Þeir voru ekki allir há menntaðir, togaramennirnir frá Grimsby og Hull Þeir kunnu ekki einu sinni að skrifa, skipstjórarnir, hvað þá aðrir. Þeir voru miklir slark- arar sumir, margir duglegir sjómenn, enda er þjóðin eyþjóð, og sjórinn er þeirra líí. Sannleikurinn er sá. En þeir voru alveg ónýtir að fletja fisk. Það urðum við Islendingarnir að gera. Og söltuðum líka. — Hvað tókstu þér svo fyrrr hend- ur, þegar heim kom? — Ég var lengst af vrð búskap, el þú ert að spyrja um ævistarfið. Eg fór vestur á ísafjórð 1919 og var þar til 1950, full þrjátíu ár. Þar var ég bóndi og stundaði dálítið sjó með og fór annað slagið með skreið hingað suður á vorín og seldi hana. Bærinn var beint suður af kaupstaðnum og hét Naust. Þegar ég konr þangað, var jörðin hluti af annarri jörð, Kirkju- bóli. 1935 keypti ég svo Naust og gerði að sjálfstæðri jörð. Og þá skírði ég bæinn vitanlega upp og kallaði Kjarvalsstaði. — Hvort kunmrðu betur vrð bú- skapinn eða sjómennskuna? — Ég var nú eiginlega á sjó á skektunni á hverjum degi fyrir vest- an. Þá skaut ég oft fugla í soðið eða fór í kaupstaðinn. Það 'er nefnilega ákaflega algengt á voru landi, Islandi, að stunda bæði sjó og land jöfnum höndum. Það er gott hvað með öðru. — Varstu hér í Reykjavík, frá þvi að þú komst aftur heim og þangað til þú fluttist vestur? — Já. Ég var hér á skipum, og svo við gullborunina í Vatnsmýrinni 1908, sællar minningar. Eg held það nú. Eg var í Námafélagi Islands. Við átt- um námuréttindi víða um land. En við áttum í braski og basli með þessi námuréttindi og gátum varla borgað af þessu. Já, ég held maður hafi ver- ið í öllu þessu djöfulsins drasli. Svo var þetta allt saman leyst upp 1916. Þá vonim við búnir að fá nóg af nám- 'unum. Það vantaði bæði vit og pen- inga. Það held ég nú. Eg ferðaðist líka dálítið með Englendingum fram að fyrri heimsstyrjöldinni og túlkaði fyrir þá. Og síðustu árin, áður en ég fór vestur, var ég með fornsölu á Hótel íslandi; það var víst 1912— 1919. Þar seldi ég brúkaðar mublur og annað þess háttar, keypti og seldi og rak þar vistráöningaskrifstofu. Og •á sumrin var ég oft úti í Eyjum, Lundey og Akurey og víðar að slá fugla, sló oft fleiri þúsundir. Þetta er ekki í frásögur færundi, ég hef ekkert afrekað, en þú mátt skrifa það niður, ef þú vilt. Þorsteinn stóð á t'ætur og teygði sig í almanak Eimskipafélags íslands, sem hékk á veggnum yfir útvarpinu, því að mai var á enda runninn. — Sko, hérn; er sumarmynd frá Þórsmörk. Hún er falleg þessi. Eg á vetrarmynd þaðan hérna niðri, og nú ætla ég að setja þeása hjá henni. Þær fara vel saman. Og þegar Þorsteinn fór að raula þessa gamalkunnu hendingu nafna síns: „Hann langai svo oft heim á Þórsmörk til þín“ þá nfjaðist upp fyrir mér, að fáir á aldur við Þor- stein Kjarval hafa ferðazt jafnmiKið um sitt eigið iand og hann. Enn er hann ákafur og brekkusækinn ferða- ir.aður og lætur ekkert tækifæri ónotað til að gista töfraheim fjall- anna. — Þú gétur tekið undir við Davíð, Þorsteinn; „Fjallalíf, nú þekki ég þig. Þú hefur ekki gabbað mig“. — Já, hann hefur kveðið vel um fjöllin, eins og annað. — Hvenær vaknaði ferðamennsku- áhuginn hjá þér? — Ég byrjaði að ferðast níu ára gamall úr Meðailandinu austui á Austfirði, svo að þú sérð, að krókur- inn beygðist snemma. I Meðallandinu sá ég fjöllin alltaf úr fjarska. Þar var allt rennslétt. Fyrir austan komst ég í návígi við fjöllin, og það er dálítið annað en sjá þau úr fjarska. Það er hörð lífsreynsla að ganga berfættur á eggjagrjóti. En það verður hverjum að list, sem hann leikur. Þetta er satt. Maður varð að fara allt, sem skepnan fór', fært eða ófært, þó aldrei ne'ma það gæti kostað mann lífið. Hér í Reykjavík er ég ánægður. Eg hef góða aðstöðu til að ferðast og langar ekkert út, eins og nú er algengast Hér er nóg að sjá. Þorsteinn bendir á myndina yfir rúminu sínu; — Þessi er eftir Kjarval, bróður minn. Hér lætur hann mig gleypa Austfjarðafjöllin. sko. Já, þeir geta ieyít ?ér mikið, þessir listamenn. Sann leikurinn er sá Á hinum veggnum hangir önnur mynd eftir Kjarval; — Og hérna gei'ir hann mig að nval, sem er að synda i jökulvatni. Ekki þar fyrir, að mér er ákaflega létt um að synda og get nærri því fengið mér blund á sundi. Eg lærði að synda í laugunum hér í Reykjavík um aldamótin, og síðan hef ég alltaf verið mesti syndaselur. En þessi mynd, sem ég er að sýna þér, var máluð á ferðalagi austur í Skafta- fellssýslu. Við bræðurnir vorum stadd ir hjá Systrastapa við Skaftá skammt austan við Kirkjubæjarklaustur 1947. Þá var rigningasamt hér sunnanlands, Framhald á bls. 382. T I M I N N SIJNNUDAGSBLAÐ 373

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.