Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 17.06.1962, Blaðsíða 15
og jafnvægi núna. Það væri svo sem allt í lagi, svo lengi sem eldsneyti entist. — Hérna voru hlustunartæk- in. Hann tók þau og setti á sig, svo tók hann hljóðnemann, sem Bill hafði svo oft talað í. Hann vissi, að Bill hefði sagt eitt- hvað venjulegt, eins og — ABCD kall ar flugturninn, og síðan gefið upp stefnu og hraða. En það eina, sem Shorty gat sagt, hárri, ‘æstri röddu, var — Halló, þú þarna! Halló, Kansas City! Ekkert gerðist um sinn, svo heyrð- ist rödd í heyrnartækjunum. Shorty fannst hann vera eins og strákur, sem er að leika sér að því, sem hann veit, að ekki er leikfang. En röddin var róleg og eðlileg. — Halló, gamli minn, sagði hún. — Ég hef verið að velta því fyrir mér, hvaS væri eigin- lega orðið' af þér. Er eitthvað að? Shorty datt ekki annað í hug en þessa rödd myndi hann til æviloka, en skömmu síðar átti hann erfitt með að lýsa henni fyrir mér. Hún var svo sem eins og allar aðrar raddir í sendi tækjum, flöt, sviplaus og orðfá, en róleg og bauð upp á trúnað. Og áður en Shorty vissi af, ruddi hann úr sér allri sólarsögunni. Þegar hann hætti, var blístrað lágt í heyrnartækin. — Hann Bill sonur minn ætti að vera hér, sagði Shorty. — Hann var flugmaður. — Já, ég veit, sagði röddin. Svo varð löng þögn. Shorty varð óþolin- móður og kallaði: — Halló! — Jahá, sagði röddin hugsi. —: Hvað á ég að gera? spurði Shorty. — Ef ég væri í þínum sporum, sagði röddin, — myndi ég fljúga heim til Kansas City. * — En ég kann það ekki. — Ég skal kenna þér það. — Hvað segirðu? spurði Shorty og greip andann á lofti. — Settu hendurnar á pinnann og fæturna á fetana, sagði röddin. — Vertu ekki hræddur, þeir gera þér ekkert. Þú skalt ekki óttast mæla- borðið heldur. Þú þarft ekki á miklu að halda af því, sem þar er. Þetta er mest lúxus. Leitaðu að mæli, sem heitir hæðarmælir, og segðu mér, hvað þar stendur. — Áttatíu, svaraði Shorty. — Það þýðir átta þúsund fet. Leit- aðu nú að handfangi, sem heitir Sjálfvirk flugstjórn. — Það er hér. — Taktu það úr sambandi. — Á ég að taka sjálfvirku flug- stjórnina úr sambandi? — Auðvitað! Ætlarðu ekki að læra að fljúga þessu apparati? Shorty var skjálfhentur, þegar hann gerði eins og fyrir hann var Iagt. Vinstri vængurinn lækkaði að- eins. — Haltu pinnanum í miðstillingu. Vélin rétti sig við aftur. — Hvernig vissirðu þetta? spurði Shorty hissa. — Það fer alltaf svona fyrst, sagði röddin og hló vlð. — Nú skulum við athuga okkar gang. Það er barna- leikur að lenda, en þú verður fyrst að læra að lækka flugið. Fyrst skaltu læra að stjórna stefnunni. Ýttu pinn- anum örlítið fram og til vinstri. Stígðu líka svolítið á vinstri fetann, en bara lítið. Hin stóra flugvél flaug í mjúkan boga.. Shorty tók aðra hendina af stýrinu og strauk eitthvað vott úr auga sér. Á þessari stundu skildi hann betur en nokkru sinni fyrr, hve mikla þýðingu flugið hafði haft fyrir Bill. Tilfinningin er sú sama í fyrsta sinn, sem hesturinn stekkur með þig, í fyrsta sinn, sem hraðbáturinn lætur að vilja þínum, í fyrsta sinn, sem flugvélin lýtur þinni stjórn. — Réttu hana af, sagði röddin. — Stígðu svolítið á hægri fetann. Settu pinnann aftur í miðstillingu. Dragðu hann aðeins að þér og hækkaðu hana svolítið. Hvernig tókst þetta? — Það komu rykkir. — Þú hefur sennilega misst dálitla hæð, sagði röddin. — Það er af því að þú heldur ekki nefinu við sjón- deildarhringinn. — Nefinu á mér? spurði Shorty. — Nei, nefinu á vélinni. Jæja, nú skulum við reyna það sama aftur. Eins og í dái gerði Shorty það, sem fyrir hann var lagt. — Tókst það bet- ur núna? spurði röddin. — Heyrðu, annars, það getur verið, að þú verðir að koma inn hinum megin frá, svo nú skulum við reyna til hægri. Þá gerir þú alveg eins, nema bara í hina áttina. — Þetta var erfitt, sagði Shorty. — Ég man það líka núna, að Bill sagði, að það væri alltaf erfið’ara að beygja til hægri en vinstri, að minnsta kosti fyrst í stað. — Það er rétt. Reyndu nú aftur. — Hvað heldur þú, að farþegarnir hugsi? spurði Shoity. — Það, sem þeir vita ekki, skaðar þá ekki. Fylgirðu járnbrautarteinun- um núna? — Hér um bil. — Austur eða vestur? Líttu á átta- vitann. Efst á mælaborðinu. — Austur. — Gott. Hvernig ertu í svifflugi? — Ég hef aldrei reynt það. — Þá verðurðu að reyna það nokkr um sinnum. Lendingin er lítið annað en svifflug. Ýttu pinnanum fram og reyndu. Ekki of langt fram. Hvað segir hæðarmælirinn nú? — Sjötíu og fimm. Þýðir það sjö þúsund og fimm hundruð? — Já. Líttu nú í kringum þig og finndu stöhginji, sem setur hjólin niður. Þú munt þurfa á þeim að halda. Shorty sagðist síðar hafa hlýtt rödd inni án þess að hugsa. Einu sinni var barið á dyrnar fyrir aftan hann. — Á ég að opna? spurði hann rödd- ina. — Það myndi ég ekki gera, svaraði röddin. — Þú ert fullfær um að fljúga þessu apparati, og hvers vegna þá að hleypa hinum í það? Þú þarft enga hjálp. Þetta var ein ljúfasta stund í iíí’i Shortys. — Þeir sögðu mér, aiJ ég væri orðinn of gamall til þess að læra að fljúga, sagði hann. — Þeir ráku mig meira að segja út af flugvellinum í Kansas City. — Þeir gera það ekki í dag, svar- aði röddin. Shorty langaðl í stóran og dýran vindil. Hann langaði að hafa stóran vindil og halla sér aftur á bak í sæt inu og stinga þumalfingrinum í vest- ishandveginn. Vélin flaug áfram yfir Kansas, og Shorty var ánægðari en hann hafði nokkurn tíma verið síðustu þrjátíu árin. Hann tók allt í einu eftir bláma himinsins, grasinu á sléttum Kansas og bylgjandi korninu fyrir neðan sig. Hann sá aðra flugvél á leið suður og fann hlýja félagskennd gagntaka sig. Bill hafði reynt að skýra þessa til- finningu fyrir honum, en hann skildi hana ekki þá. Hann langaði meira að segja til að tala. Fram að þessu hafði hann ekki langað til að tala við neinn nema Bill meðan Bill vai lítill. Hann reyndi alltaf að segja sem allra fæst við viðskiptavini sína og nábúa, vit- andi sig tala lélega ensku með fram- andi málhreim, en þessi rödd virtist vilja heyra hann tala. Shorty sagði honum frá sjálfum sér, frá Bill, og frá því sem hann sá frá vélinni. Þeg ar hann sá eitthvað, sem liktist hjól- förum’ þveit yfir sléttuna, var ekkert eðlilegra en að spyrja röddina, hvað það væri. — Það er gamla Santa Fe brautin, svaraði röddin. — Það er leiðin, sem farin var, áður en járnbrautiinar komu. Þessi leið var farin til gömlu spönsku borganna í Mexíkó og heim aftur með vagnhlöss af heimilisafurð- um til þess að selja. Þetta er ein fræg- asta leið í Ameríku. — Þetta er alveg eins og ég geri, sagði Shoriy hrifinn. — Ég fæ vör- urnar að sunnan og sel þær heima. Einu sinni seldi ég úr vögnum líka. Kartöflur, melónur og ávexti. — Ég veit það, svaraði röddin. Allt í einu gat hann ekki setið á sér lengur, en sagði röddinni frá deil- unni við Bill og hve leitt honum þætti, að síðus-tu orðin, sem hann sagði við Bill, skyldu hafa verið i'eiði- orð. — Ég held ekki, að Bill hafi verið reiður við þig, sagði röddin. — Þekktirðu Bill? spurði Shorty. — Ég þekkti hann vel, sagði rödd- in. Síðan kom löng þögn. I norðri Framhald á bls. 381. T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 375

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.