Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Síða 5
að það' væri gott íyrir lögreglumenn
að hafa að einhvefjn að hverfa í frí-
stundum sínum, enda alveg rétt, því
að það býr mann ekki eins vel undir á-
tök að ganga á götunni allan daginn og
að ryðja land eða velta grjóti. Og það
kom sér líka vel að fá þetta á þess-
um árum, því að þá var ekki um
auðugan garð að gresja, hvað vinnu
snerti.
— Og þú varst að heyja í dag?
— Já, ég var einn í þessu núna, en
það er vel sprottið. Um vikutíma hef-1
ur verið hér óðaspretta, en það var
orðið fullsprottið hjá mér fyrr.
— Ertu gamall sveitamaður?
— Já, búskaparáhuginn er í blóð-
inu, og ég álít betra að fást við þetta
heldur en flækjast einhvers staðar á
sjoppunum. Maður er búinn að fá
nóg af að horfa á það.
— Hvaðan ertu af landinu?
— Eg er fæddur árið 1895 að Skerð-
ingsstöðum í Hvammssveit í Dalasýslu,
sem er næsti bær við Hvamm. Eg
fæddist 16. júní eða daginn áður en
Jón forseti kom í heiminn 84 árum
áður. Móðir min hét Sigurlaug Snorra-
dóttir, en faðir minn Guðmundur
Guðmundsson. Þau voru bæði úr Döl-
um, en þeirra naut ekki lengi við,
því að hún dó 1905, en faðir minn
ári síðar, þegar ég var 11 ára. Rétt
eftir að búið var leyst upp og faðir
minn dó, þá fluttist ég að Ásgarði
og var þar um vorið. Þann 14. maí
var blindbylur í Dölum, en 16. sama
mánaðar fór ég með föggur mínar á
bakinu til frænda míns, Bjarna Jens-
sonar í Ásgarði, sem þá bjó þar og
víðkunnur að rausn og höfðingsskap.
Hjá honum var ég fram að slætti.
— Eg hef heyrt, að Bjarni í As-
garði hafi verið ógleymanlegur mað-
ur.
— Hann var það. Hann var fram-
úrskaranrb '»reiðamaður, gestrisinn
með afbrigðum er óhætt að segja, svo
að það ern ekki dæmi til slíks. Menn
gátu ekki komizt fram hjá Ásgarði
án þess að koma þar inn og þiggja
góðgerðir. Og aldrei var tekið neitt
fyrir það Á'-"->rður var miðstöð. Þang-
að hringdi fólk, ef vantaði lækni og
bað Bjarna að ná í hann, og allt var
gert þar til hjálpar, sem beðið '
um og hægt var.
— Varstu pkki hjá Bjarna nema
vorið?
— í sláttarbyrjun fór hann með mig
suður að Hvanneyri. til Hjartar
Snorrasonar, sem þá var þar skóla-
stjóri. Hann var móðurbróðir minn og
hafði borizt til að taka mig og ala mig
úpp. Svo fluttist ég 1907 með Hirti
að Ytri-Skplísbrekku og var þar minn-
ir mig til 1914. Eg fór á Hvitárbakka-
skólann 1912—’13 og aftur veturinn
eftir. Það var tveggja vetra skóli.
— Kannski þú segir mér svolítið
frá skólanum.
— Það þætti nú ekki nýtizku skóli
núna, en vai merXilegur á sinni tíð.
Sigurður Þórólfsson var skóiasíjóri,
og ég man eftir skólanum í Hjaröar-
holti í Dölum, þar sem hann var
fyrst, en ég er búinn að gleyma,
hvenær hann fluttist að Hvítárbakka,
en hann var þó búiun uð starfa þar
nokkra vetur, þegar ég var þar.
— Hvað voru margir nemendur á
Hvítárbakka þá7
— Mig minnir helzt, að það væru
um 50 nemendur. Eg man nú eftir
mörgum góðum roönnum, sem þar
voru, t. d. má nefna Kristján Einars-
son, fyrrum skrifstofustjóra, scm dó
í vetur, og konu hans, Gísla Jónasson,
skólastjóra, Óskar Jónsson í Haínar-
firði og Tryggva bróður hans frá
Fjallaskaga i Dýrafirði og marga
fleiri.
— En kennararnir?
— Það var nú kannski hægt að
segja, að þeir væru þrír, einn kenndi
þó einkum leikfimi Fyrri veturinn
var Þorsteinn Sigurðsson kennari þar
og kenndi íslenzku, reikning og
dönsku, en veturinn eftir fór hann
til Reykjavíkur og varð þar kennari,-
Þá kom Hermann Þórðarson í stað-
inn. Hann kenndi söng, og það var
nýlunda. Eg man vel eftir því, hann
kenndi söng og lék á orgel. Leikfim-
iskennari var síðari veturinn Mágnús
Pétursson, síðar á Akureyri. Sjálfur
kenndi Sigurður aðallega sögu, bæði
mannkynssögu og íslandssögu og var
góður sögukennari. Guðjón Eiríksson
var líka kennari á Hvítárbakka annan
veturinn minn og kenndi dönsku.
— Hvernig var svo skólalífið?
— Skólalífið var yfirleitt gott eft-
ir aðstæðum, og menntunin var tví-
mælalaust góð fyrir þá. sem nenntu
að læra. Og fyrirmyndin var frá
Askov, þar sem Sigurður hafði lært.
Eg get getið þess, að þarna voru þrír
skólar hver hjá öðrum, Hvítárbakka-
skólinn, Hvanneyri og Hvítárvalla-
skólinn. Sá síðastnefndi var mjólkur-
bússkóli, og þar voru stúlkur. Á
hverjum vetri héldu skólarnir
skemmtanir og buðu gagnkvæmt.
— Og þið hafið aldrei farið í stríð
út af stelpunum?
— Nei, nei. Ekki man ég eftir því.
Og þá sást aldrei fyllirí á neinum,
því að þá þekkti maður hvorki fyllirí
né vín, a. m. k. hafði enginn orð á
því að fá sér vín fyrir þessar skemmt-
anir eða neitt því um líkt.
— Svo þegar þú varst búinn á
Hvítárbakka . . .
— Þá fór ég á flæking. Á vorin var
ég við plægingar um allan Borgar-
fjörð. Á haustin stundaði ég pylsu-
gerð og vann i sláturhúsi, fyrst hjá
Sláturfélagi Borgfirðinga í Borgar-
nesi og síðar hjá Jónunum, sem kall-
aðir voru, eða Verzlun Jóns Björns-
sonar í Borgarnesi. Tvær vertíðir var
ég á sjó, aðra á mótorbát, en opnum
bát hina suður í Sandgerði. Frá 1914
til 1919 var ég kaupamaður á sama
bæ, Bæ í Bæjarsveit, hjá Birni Þor-
steinssyni, og reyndist hann mér hinn
bezti húsbóndi. Svo var ég vetrarmað-
ur á tveim bæjum í Borgarfirði, fyrri
veturinn á Kvígsstöðum og þann
seinni á Skálpastöðum í Lundar-
reykjadal, og það var frostaveturinn
mikli 1918.
— Er þér það ekki minnisstæður
vetur?
— Jú, það fraus allt. Ég svaf í óupp-
hitaðri stofu, og það var alltaf hrím
í kringum andlitið á mér á morgnana,
þegar ég vaknaði og allt frosið þar
inni, sem frosið gat. Það var alltaf
yfir 20 og upp í 30 gráða frost og
mátti aldrei fara út með bert andlit.
Jæja, eftir sláturtíðina 1919 fór ég
til Noregs, til Jens Gausland, Anda,
Kleppstation, Jæren; ég vildi nú helzt
læra landbúnað og var auðvitað ungur
og vildi fara utan og sjá mig u-n,
eins og gengur og gerist. Þar var ég
svo til ársins 1921, en þá kom ég
heim.
— Og líkaði þér vel í Noregi?
— Já, prýðilega. Mér fannst fólkið
alveg prýðilegt og kunni vel við mig
í alla staði. Mig langaði hálfvegis að
vera lengur, en óttaðist, að ég mundi
þá ílendast þar. í apríl 1922 réð ég
mig með þúfnabanann annað ái-ið,
sem hann starfaði, með Árna G Ev-
lands. Við vorum að plægja með hon-
um í góðri tíð fram á haust — f-=ra
í nóvember. Unnurn með honum 116
hektara í nágrenni Reykjavíkur' Og
þá erum við loksins komnir að lög-
reglustarfinu.
— Hvernig vildi það til, að þú
gekkst í lögregluna?
— Það var nú það. Það var alltaf
vont að fá vinnu, og um vorið 1922
var auglýst staða hjá lögreglunni Eg
sótti þá um vorið, en svo í janúar 1923
bað Jón Hermannsson mig að finna
sig, og þá hafði ég ekkert að gera, svo
að ég sló til. Svo byrjaði ég 1. febrúar
1923.
— Hvernig leizt þér á starfið í
fyrstu?
— Mér hefur nú aldrei geðjazt að
því. Þetta voru allt of fáir menn, sein
stóðu í þessu þrasi. Við vorum til
dæmis bara fjórir á vakt úti á næt-
urnar í Reykjavík, sem þá hefur
sennilega, talið um 20.000 íbúa. Og
við höfðúm meira en það, því að einn
þessara fjögurra varð alltaf að fara
út í skip, ef þau komu að næturlagi
og þess þurfti nauðsynlega með. Og
maðurinn, sá eini, sem var á stöðinni,
varð að fara út, ef hringt var og leita
að okkur og biðja okkur að fara á
viðkomandi stað. Þá voru lögreglu-
þjónarnir í allt og allt 14 talsins. Við
hættum vanalega kl. 6 eða 7 á morgn-
ana, sem vorum á næturvakt, þá
komu tveir og vor* til 10, en þá bætt-
ist dagvaktin við.
TÍHIINN
SUNNUDAGSBLAÐ
509