Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Side 7
Gauti Hannesson, kennari.
GAUTI HANNESSON:
KOSNINGADAGUR
IREYKJA V/K
Laugardaginn 26. maí klukkan eitt
eftir hádegi erum við samankomnir
í Miðbæjarskólanum, sex eða sjö
menn undir forystu Kjartans Guð-
jónssonar. Við eigum að undirbúa
borgarstjórnarkosningar f þrem skól-
um. — Þetta er snaggaralegur hóp-
ur, meðal annarra má þar sjá Svavar
Guðmundsson kennara og þjóðdansa
mann, Halldór Erlendsson, íþrótta-
kennara og laxveiðimann, Svavar
Markússon hlaupara, og fleiri.
„Þið tveir“, segir Kjartan, „farið
í Breiðagerðisskóla og þið tveir í
Sjómannaskólann, en við Gauti verð-
um hér í Miðbæjarskólanum“.
Halldór ekur á brott með Piltana,
en við Kjartan förum að raða upp
skólaborðum f þær stofur, sem kjósa
skal í. Þær eru ellefu talsins og þar
að auki ein ætluð til þess að matast
í. í hverri stofu þarf að tjalda af
tvö horn, svo að fcveir kjörklefar
verða í hornunum, sinn hvorum meg-
in við dyrnar. Þrjú borð þarf fyrir
kjörstjóm og sex borð fyrir fulltrúa
flokkanna, sem kosig er um.
Dagurinn líður. Það rignir og er
það að vísu gott eftir langvarandi
þurrka, en slæmt, ef það verður á
morgun, þegar kjósa skal. — Klukk-
an sjö erum við aftur saman komnir
allir í Miðbæjarskóla, og Kjartan
segir okkur að fara í mat. Vig hitt-
umst aftur klukkan átta í manntalinu
hjá Almennum tryggingum. Sumir
fara f það að flytja manntalsskrár
upp í Austurbæjarskóla, en nokkrir
fara aftur í Miðbæjarskólann.
Miðbæjarskólinn var lengi eini
kjörstaðurinn í Reykjavík, en núna
er kosið í einum átta stöðum.
Við röðum upp borðum og stólum
og færum til níðþunga bókaskápa, og
kemur sitt af hverju í ljós, sem leg-
ið hefur lengi bak við þá. — Svavar
hrópar upp:
„Þarna eru þá verkefnin úr íslenzk
unni, sem hana Helgu vantaði mest!“
Og í næstu stofu finnur Þráinn mynd
loða, sem vantað hafði, bak við skáp.
Þeir eru lúmskir, skáparnir.
Rafvirkjarnir eru að setja upp
kjörklefaljósin. Nokkrir okkar eru
sendir inn [ Breiðagerðisskóla og
Sjómannaskóla til þess að Hma upp
kjördeildaspjöld, og það er komið
fram yfir miðnætti, er við höldum
heim.
Kosningadagurinn rennur upp. Það
lítur út fyrir að gott veður verði og
um hálfníu leytið erum við aftur
mættir niðri í Miðbæjarskóla. Kjör-
stjórnir bera plögg sín inn í kjör-
deildir og fulltrúar flokkanna með
spjaldskrár sínar setjast við borðin.
Aðaldyr eru enn lokaðar. Kosning
á að hefjast klukkan níu. Að utan-
verðu við dyrnar hefur fyrsti kjós-
andi tekið sér stöðu og bíður. Það
er Jón Eyjólfsson, starfsmaður við
Þjóðleikhúsið. í skólaportinu bíða
einnig fleiri kjósendur^ þar á meðal
forsætisráðherrann, Ólafur Thors.
Klukkan verður níu og aðaldyr eru
opnaðar. — Kjósendur ganga inn.
Kjartan hefur skipað einn mann við
hverjar dyr kjördeildar og nokkra
til þess að leysa þá af í mat og
kaffi.
Aðsókn er frekar dræm til að
byrja með, aðeins slæðingur af
fólki kemur til að kjósa. Um klukk-
an tíu er sjúkrabíl ekið inn í skóla-
portig og einn kjósandi borinn inn.
„Fast þeir sækja sjóinn," segir
einhver.
Eiigin flokksmerki eða dagblöð
sjást. Allur áróður á kjörstað er
bannaður. Sendimenn frá flokkun-
um eru á ferðinni út og inn í kjör-
deildir með umslög í höndum. Aðal-
skrifstofur flokkanna þurfa að fylgj-
ast meg því, hverjir kjósa.
Eii.*n slíkur kemur með fasi miklu
út úr einni kjördeildinni og segir:
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ
511