Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Side 8

Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Side 8
„Þeir eru með Alþýðublaðið þarna iii:> , hvar er lögreglan? Þeir vor.u að taka Tímann af einum áðan“. 'íiukkan nálgast tólf á hádegi og þ tt fyrir gott veður er aðsákn d. í3i, iig spyr um fjölda þeirra, er kosig hs a í kjördeild þeirri, er ég gæti dy-3 hjá. — „Af sjö hundruð hafa un hundrað kosið“, er svarað. Við „afleysarar“ höldum áfram að skipta um stöðu við dyraverði kjör- de Idanna. Þeir fá hálftíma til þess ap skreppa í mat. Hvað er á seyði þarna í stiganum? Öldruð kona og ákaflega mæðin hef- ur alveg stanzað niðri í miðjum stiga og unglingsstúlka, sem með henm er, fær ekkert að gert. Við förum tveir til og hjálpum konunnj upf. og inn í kjördeild. Upp úr hádegi örvast kjörsókn dálítið. Veðrið er ágætt, glaða sól- skrn og blíða. Úti í skólaportinu standa nokkrar kvenfélagskonur og seija blóm fyrir barnaspítalasjóðinn. „Það verður sprettur eftír kaffið“, segir Guðmundur dyravörður við þriðju kjördeild, þegar ég leysi hann af Já, fólksstraumurinn eykst. Inn streymir fólk á öllum aldri, örvasa gamalmenní og ungt fólk, sem ný- búið er að fá kosningarétt, miðaldra fólk og stráklingar, sem sendast fyr- ir flokkana, allt myndar þetta ið- andi strauma, sem berast aftur og fram um skólagangana, ýmist út eða inn. Tveir menn koma að tíundu kjör- deild, þar sem ég gæti dyra. Það er sjávarilmur af þeim, liklega ný- komnir af sjó. — Annar fer inn að kjósa, en það er hik á hinum. — Hann svarar á færeysku: „Nei, gamli, ég skal ikki teikna, tað geri ég heima í Trongisvág". Strákur er að skrifa eitthvað á miða upp við vegginn. „Það er kosningagetraun“, segir hann. „Þarf að skila fyrir klukkan þrjú“. Ölvaður maður kemur upp stig rnn og til mín. „Jón Jónsson, sími 1919“, segir ann. „Við hvaða götu?“ spyr ég, en nann endurtekur bara símanúmerið, og til þess að losna vig hann vísa ég honum innar í ganginn, og ég sá ekki betur en að hann færi þar inn í kjördeild. Á milli klukkan átta og tíu um kvöldið er allgóð kjörsókn, en þeg- ar klukkan fer að halla í ellefu fer aðsóknin að strjálast, einn í hóp og tveir í lest, eins og þar stendur. — Nú eru aðeins nokkrar mínútur eftir. Þeir, sem eru á leið tnn skólaportið. hlaupa við fót. Lögreglan tekur sér stöðu við aðaldyr og horfa menn nú ýmist á klukkuna eða á þ.á síðbúnu kjósendur, serri ilaupa inn portið „Klukkan er ellefu", segja marg ir í kór og það er skjmag út. Eng- inn sést koma, og hurðinni er lokað. Kosningu er lokið að þessu sinni. En rétt í þessu koma maður og kona pg einhverjir fleiri fyrir hornið á leiksvæðinu og nálgast dyrnar. Hálf hlaupandi og með handapati reyna þau ag fá lögregluna til að opna, en árangurslaust. — Síðustu kjósend- um er hleypt út og kjörkassar inn- siglaðir og fluttir af lögregluþjónum upp í Austurbæjarskóla, þar sem talning fer fram. — Kjartan „af- munstrar“ okkur dyraverðina. og hver fer til síns heima. Fréttir af talningu fara senn að berast í útvarpinu og kemur þá í ljós árangurinn af amstri þessa kosn- ingadags, sem nú er á enda. Þeír, sem eiga inni ritlaun fyrir greinar, birtar í SunnudagsblaiS inu á fyrri hluta ársins, eru beSnir aS sækja þau eSa láta vitja þeirra. 512 T 1 M 1 N N SUNNUHAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.