Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Page 10

Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Page 10
Humboldt-kolkrabbi fastur á önglinum og berst um af öllum mætti. Hann vegur um 300 pund, og samanlögð lengd hans er um tólf fet. Oft kemur fyrir, a8 félagar hans ráðast á hann, þegar hann er orðinn fastur á önglinum og getur enga björg sér veitt, og tæta hann í sig. gerður var út til Chile og Perú árið 1940, kom oft fyrir, að hinn stóri „Hu3nboldt-Current“ kolkrabbi, sem er um fimm metrar á lengd og um 300 punda þungur, beit í sundur sterkasta stálvir, sem þeir gátu feng- ið, og það kom einnig oft fyrir, þeg- ar fiskimennirnir voru búnir að krækja í kolkrabba, að hann beit stór stykki úr stjökunum, sem stóðu í hon- um. F<sða minnstu kolkrabbanna er svif og ýmsar smáar lífverur í sjónum, en en þeir stærri lifa á stórum fiskteg- unum. Humboldt-kolkrabbinn veldur þannig miklu tjóni á túnfiskveiðum, því að hann lifir á 50—60 punda tún- fiskum. Það eina, sem hann skilur eftir af |iskinum, er höfuðið. Það hafa ekki farið fram rniklar rannsóknir á því, hvernig fæðuöflun kolkrabbanna fer fram. Þeir halda sig að jafnaði úti á opnu hafi og taka fæðu sína sjaldan nálægt landi. Það er erfitt að halda þá í fiskabúr- um lengi, en þó hefur nokkrum mönnum tekizt að fá innsýn í lifn- aðarhætti þeirra ,og frásagnjr þeirra gefa nokkra hugmynd um þau miklu átök, sem stundum eiga sér stað í djúpunum. Leonard W. Williams segir í riti sínu um hinn venjulega ameríska kolkrabba, að hann nalgist bráðina rólega í krákustígum. Þegar hann er kominn í höggfæri, snýr hann sér að bráðinni og skýzt skyndilega að henni eins og örskot með armana út- breidda eins og blöð á blómkrónu. Hann skýtur fram fálmurunum, sem grípa bráðina og færa hana til arm- anna. En kolkröbbunum tekst ekki alltaf að klófesta bráðina, og komist bráðin undan, reyna þeir ekki til þess að elta hana. Árið 1872 eltu margir stuttarma kolkrabbar toríur af ungum makríl alveg inn að bryggjum Provjncetown l Massachusetfcs. Tveir menn voru sjónarvottar að veiðum kolkrabbanna , og sögðu amerískum dýrafræðingi, prófessor A. E. Verill, hvað fyrir augu þeirra hafði borið. Kolkrabb- arnir, sem voru um tólf til átján þumlungar á lengd, réðust aðallega á torfurnar, þegar háflóð var, því að torfurnar voru þá þéttastar. Sjónar- vottamir fylgdust með aðförum þeirra bæði á daginn og á kvöldin. (Ekki er kunnugt um, hvað fór fram að næturlagi, vegna þess, að þá gistu sjónarvottarnir drauma sína.) Kol- krabbarnir réðust á bráð sína með því að skjótast eldsnöggt aftur á bak — sem er þeim eðlilegri hreyíing en áfram. — Þessi snögga hreyfing fæst við það, að vatn þrýstist út um pípu, sem er rétt aftan og neðan við höfuð þeirra. Þeir skutust eins og örvar af streng inn í torfurnar, og þegar þeir voru komnir í færi, fóru þeir að fiskunum skáhallt hægra eða vinstra megin, gripu þá og drápu samstundis með hvössu nefinu. Þeir virtust alltaf leitast við að bíta bráð- ina á sama stað, rétt við hnakka fisks ins. En þótt kolkrabbarnir stunduðu veiðarnar með miskunnarlausu ofur- kappi, kon/ oft fyrir, að þeir misstu bráðarinnar, og stundum þurfti kol- krabbi að gera margar atrennur, áð- ur en honum tækist ag klófesta fisk. Það kom fyrir, að kolkrabbi breytti um árásaraðferð, þegar honum hafði mistekizt mörgum sinnum. Þá lét hann sig falla niður á bofninn og leyndist þar í sandinum, nær ósýni- 514 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.