Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Side 15

Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Side 15
„Teymdi Jón Sæmundsson hestinn aS svo búnu út fyrir túngarS í miSjum sjómannaskaranum. Fylgdist Sæmundur á Kalmans tjörn meS hopnum, en Jón ÞórSarson gekk stillilega til bæjar". tiegðaðist við að hlýða þeirri skipun, tók hann það sjálíur upp. Jón Jóns- son snaraðist þá út og gekk til hests síns, en hreppstjórinn elti hann með barnið og hugðist neyða hann til þess að taka við því. En Jón Jónsson var þrár líka og fékkst ekki til þess að snerta það, heldur gerði sig líklegan til þess að hlaupa á hest sinn og ríða sem skjótast brott með samfylgdar- konu sinni. Þegar Jón Þórðarson sá það, skopraði hann hrínandi barninu fram í varpann og hljóp að sendi- manni. Varð nú langt hark á milli þeirra nafnanna. Býsna mannmargt var orðið á hlað- inu, því að heimafólk allt var komið út og vermenn úr hverfinu hafði drifið að. Stóð fólkið í þyrpingum og fylgdist með því, er fram fór. Barnið lá frammi í varpanum, án þess að nokkur sinnti því, og „hljóð- aði býsna mikið“. Þegar þetta þóf hafði staðið langa hríð, jafnvel framt að því, er svaraði matmáls- tíma, stóðst Jarþrúður ekki lengur’ mátið, enda hafði henni verið falið að veita telpunni aðhlynningu. „Eg verð að láta barnið njóta guðs“, sagði hún, um leið og hún tók það upp og bar að vegg eða garðlagi, þar sem betur fór um það og skjóls naut. Þessu næst gerðu þau Jón og Jar- þrúður nýja tilraun til þess að kom- ast brott. En Jón Þórðarson hét á lið sitt að láta þau ekki komast und- an. Spretti hann sjálfur hvað eftir annað gjörðum á hesti nafna síns og tók jafnvel þófareiðið alveg af einu sinni, en sjómenn öftruðu Jarþrúði að ríða úr hlaði. Gerði Jón Þórðar- son sig ýmist byrstan og hastan eða hann fór bónarveg að þeim Jarþrúði og bað þau með hóglegum fortölum að fara brott með bamið. En þegar ekkert vannst á með þessum hætti, kvað hann loks upp úr með það, að hann hefði nægan liðskost til þess að setja þau bæði í bönd og binda síðan barnið á þau, svo að þau gæfu burt að fara með það, ef þau gæfu ekki kost á því ag fara með það með minni sneypu. Við þessa hótun sáu þau -Jón og Jarþrúður sitt óvænna. Tóku þau barnið undan veggnum og hlúðu að því, og riðu þau síðan brott, er Jóni Þórðarsyni hafði- unnizt tími til þess að skrifa starfsbræðrum sín- um í Rosmhvalaneshreppi bréf. Var það ómjúk kveðja, er hann sendi þeim, og var berlega að orði kveðið um það, að hann myndj engu skeyta úrskurði Frydensbergs. Hreppstjórum i Rosmhvalaneshreppi þótti för þeirra Jarþrúðar og Jóns Jónssonar hafa ill orðið. Sáu þeir nú ekki annað ráð vænna en gera Jóni í Junkaragerði aðför sjálfir og hafa með sér nokkurn liðsafla. Tygjuðust þeir til farar, Þórður Gissurarson á Flankastöðum og Jón Eyjólfsson á Lambastöðum, og kusu þeir til at- fylgis þrjá bændur, Bjarna Jónsson, sem áður var nefndur, Þórarin Áma- son í Miðkoti og Vilhjálm Ágústsson í Bursthúsum. Var þetta einvalalið, sem virtist því hlutverki vaxið að koma af höndum sér tíu vikna gömlu barni. Reiddu kapparnir reifastrang- ann sjálfir, því að þessi för þótti ekki við hæfi kvenna, þar eð vera kunni, að í bardaga slægi En ekki var barn- unginn heppinn með ferðaveður frek- ar en fyrri daginn, því að enn var á norðanstormur og kuldi. Engan viðbúnað var að sjá í Junlc- aragerði, er þeir fimmmenningarnir komu þangað. Stigu þeir af hestum sínum við túngarð og gengu síð'an fylktu liði heim. Vilhjálmur Ásgauts- son bar barnið. Tveir menn voru á hlaði úti — Loftur, sonur Jóns hrepp- stjóra, væskilmenni að sjá, og inntöku- sjómaður dansks kaupmanns í Kefla- vík, Oddur Oddsson að nafni. Hrepp- stjórar köstuðu kveðju á mennina og spurðu eftir Jóni Þórðarsyni. Þeir kváðu hann vera inni í bæ. Þóttust komumenn þá vita, að hann myndi ætla að láta veggi húsanna skýla sér, líkt og Njáll Þorgeirsson, þegar Flosi gekk með lið sitt heim að Bergþórs- hvoli. Þórður Gissurarson afréð að ganga í bæinn, en Jón á Lambastöðum beið á hlað'i úti, ásamt förunautum þeirra þremur. Leið nú alllöng stund, og vissu þeir, sem úti biðu, ekki, hvað fram fór inni. Tvístigu þeir á hlaðinu, en þegar þeim fór að leiðast biðin, gekk Jón Eyjólfsson inn til þess að forvitnast um Þórð. Varð enn töf á því, að nokkur kæmi út. Vildi Vil- T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 519

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.