Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Qupperneq 17

Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Qupperneq 17
Frydensberg beiS þó enn átekta, ef Jón kynni að snúast hugur. En þeg- ar komið var fram yfir miðjan júní- mánuð, án þess að þess sæjust nokk- ur merki, að hann hygðist vægja, sneri Frydensberg sér til amtmanns. Lýsti hann þar aðförum Jóns og þver- móðsku og vakti athygli á því, hversu það hlyti að skerða virð'ingu vald- stéttarinnar og ala á ofdirfð og lögleys um, ef mönnum héldist uppi slíkur sjálfsþótti órefsað. Litlu síðar stað- festi amtmaður þann úrskurð, að Hafnahreppi bæri að ala önn íyrir barninu, ef eigi fyndist að' því faðir. Nú gerðist það, sem oft vill verða, þó að fyrirliðinn sé ótrauður og láti sér fátt fyrir brjósti brenna. Við af- skipti amtsins brast flótti í lið Jóns í Junkaragerði. Þeir Teitur og Erlend ur í Merkinesi létu undan síga og féllust á að veita Sólveigu litlu við- töku. En jafnframt hófu þeir nýja sókn með kröfum um röggsamlegri aðferðir við rannsókn á faðerni bams ins. Hafði þá Hákon í Kirkjuvogi stefnt til þings í málinu, en ekki unnizt á. Tilgreindu þeir allmargt fólk, sem þeir töldu, að eitthvað kynni um það að vita. En sá var galli á, að margt af þessu fólki var komið í sumarvinnu í fjarlæg héruð. Sennilega hefur Jón í Junkaragerði metið þessi viðbrögð Merkinesmanna til liðhlaups og þótt lítið koma til frammistöðu Erlends tengdasonar síns. Nú urðu nýju hreppstjórarnir að skipa barninu einhverja vist. Varð það sammæli þeirra, að það skyldi setjast niður hjá Jóni Sæmundssyni á Kalmanstjörn. Virðist það hafa verið nokkurs konar refsing á hann, því að orð fór af því, að hann veitti ómögum sveitarinnar ekki viðtöku með glöðu geði og sætti flestum ráð- um til þess að koma þeim af sér aftur, ef þeim varð þangað komið. Solveig litla hafði fyrst verið flutt að Merkinesi, og nú héldu hrepp- stjórarnir báðir af stag með hana til Jóns Sæmundssonar og höfðu í för með sér Guðna Magnússon í Kirkjuvogi Er sem þá hafi grunað, að fyrirstaða yrði á því, að Jón Sæ- mundss. opnaði hús sín fyrir meynni. Hafi svo verið, þá varð þeim að grun sínum. Hér hófst sami leikurinn og áður. Jón Sæmundsson þóttist til lítils hafa veitt Jóni í Junkaragerði lið í skærum hans við hreppstjórana í Rosmhvalaneshreppi og teymt sjálf- ur út fyrir túngarðinn hestinn, sem þeir Þórður á Flankastöðum og Jón á Lambastöðum tvímenntu á nauðug- ir, ef barnið átti síðan að setjast nið- ur hjá honum. Hann hafði þvi ráð nafna síns í Junkaragerði og kvaðst gera komumenn afturreka með bögg ul sinn, hvort sem þeim líkaði betur eða verr., En þeir gerðu sér hægt un hönd, lögðu barnið undir húsvegg með hinum venjulega formála, og sögðu honum að ábyrgjast það. Síðan fóru þeir sem skjótast burt. En ekki voru þeir fyrir löngu farn- ir, er Jón Sæmundsson bjóst að heim- an með krógann. Hélt hann rakleitt að Merkinesi og gekk í bæ Teits. Nam hann ekki staðar fyrr en við hjónarúmið. Setti hann barnið á kodd- ann hjá hreppstjóranum hálfsofandi og var horfinn á samri stundu. Erlendur kærði Jón umsvifalaust. Nú voru deilurnar um Solveigu litlu Guðrúnardóttur orðnar að innansveit arófriði í Höfnunum. VI Það gerðist þessu næst, að Páli Jónssyni klausturhaldara var skipað að rannsaka róstur þær, sem orðið höfðu á Suðurnesjum og kveða upp dóm yfir þeim Jóni Þórðarsyni í Junk aragerði og Jóni Sæmundssyni á Kal- manstjörn „fyrir þráflutning á einu píkubarni, Solveigu, fæddu af Guð- rúnu Björnsdóttur í Kirkjuvogi í Höfnum nóttina á milli þess 22. og 23. febrúar þetta ár“. Stefndi hann til þings á Býjarskerjum seint í júlí- mánuði. Miklar yfirheyrslur urðu einnig í Rangárvallasýslu, þar sem margt vermánna, sem voru í Höfnum um veturinn, átti heima. En til lykta voru málin leidd á Járngerðarstöðum um haustið. Jón í Junkaragerði hirti ekki um að sækja nema fyrstu þingin, enda hefur honum vafalaust verið ljóst, að málið hlaut að ganga á hann, og liðsafla hafði hann ekki lengur til þess að bjóða yfirvöldunum byrginn og verjast með harðfengi, er margt sveitunga hans þorði ekki lengur að veita honum atfylgi sitt. Jón Sæmundsson hugðist halda uppi vörnum í máli því, sem höfðað var gegn honum fyrir atbeina hrepp- stjóranna í Merkinesi. Fékk hann frest til hausta til þess að undirbúa vörn sína og afla vitna, er leiddu það í Ijós, er mátti verða honum til af- bötunar. Virðist barnið og hafa verið á ný flutt til hans og hann veitt því viðtöku. Að minnsta kosti er áreið- anlegt, að frá Merkinesi var Solveig flutt að Kirkjuvogi í annað sinn, og hefur það verið ellefta ferðin með hana á hálfu ári. En nú hafði Solveig litla Guðrúnar- dóttir farið svo margar og strangar ferðir, að vel mátti nægja. Hún geisp- aði golunni í Kirkjuvogi 9. dag sept.- mánaðar, og var banamein hennar nefnt innantaka. Þá stóðu málin út af þráflutningunum á henni sem hæst. Dómar í Solveigarmálum voru kveðnir upp á Járngerðarstöðum í byrjun októbermánaðar. Það voru þungir sektardómar Jón í Junkara- gerði var sektaður um fjörutíu lóð silfurs til konungs, átján dali kúrant myntar til dómsmálasjóðs og tiu deii til Rosmhvalaneshrepps, en tuttufu dali skyldi hann greiða sækjand*. málsins og setudómaranum seytján, Jón Sæmundsson sætti einnig hörð- um kostum. Fyrir þátttöku í valdbelc- ingu í Junkaragerði var hann sekt aður um sextíu lóð silfurs til konunga. auk tíu dala í dómsmálasjóð og finvm til Rosmhvalaneshrepps, og átta dalí skyldi hann greiða hvorum um sig, sækjanda og setudómara. Þó tók fyrst í hnúkana, þegar iario var að fjalla um brot hans gegn nýjfc hreppstjórunum í Merkinesi. Sió þa í hart milli Jóns og dómarans, er þótti sakborningurinn ekki hafa noi- að frestinn eins og til var ætlazc. Þegar hann var spurður um vitni þau er hann hefði aflað sér í málinu, svar aði hann því til ,að hann hefði „eng- an vitnaleiðsluakt fram að færa síðai, eður nokkuð annað til að segja sinni sök til afbötunar — miklu heldur með óþörfum útflugtuin og svigurmæl um svo vel til hærri sem lægri yfir- valda fyrir stefnuvottaleysi í þinglag- inu, sem af naumum tíma síðan þau voru í eið tekin ei gátu innstefnt nauðsynlegum vitnum, en nefnir þó ekkert vitni á nafn og lætur engan, sízt lögmætan, vilja í ljós, hvað gera vilji, utan lýsa blátt út í veðrið hrepp- stjórann Teit Jónsson ódæmdar. lyg- ara og segist ekki væntanlegur að hlýða nokkrum hans hreppstjóra- befalningum." Var Jón Sæmundsson svo dæmdur í átján dala sekt fyrir þá sök, að hánn flutti barnið af sér og jafnskjótt höfð- að gegn honum nýtt mál fyrir ítrekað- an mótþróa og óviðurkvæmilega vafn- inga. Kom hér enn til fjárútláta fyrir Jón — tuttugu og sjö ríkisdali til konungs, átján í dómsmálasjóð, fimmt án til Grindavíkurhrepps, tíu til sækj anda og sex til dómarans. Loftur Jónsson og Sæmundur Eyj- ólfsson á Kalmanstjörn voru dæmdir til þess að greiða Rosmhvalaneshreppi þrjá ríkisdali hvor og sækjanda máls- ins tvo, en Oddur Oddsson slapp með þrjá ríkisdali til Rosmhvalaneshrepps fyrir að hafa „af ógrundaðri, mann- elskulítilli tilfinningu sett sig þar herra, sem hann var ekki stafkarl". Þeir, sem fyrir sökum voru hafðir, áfrýjuðu ekki þessum dómum. Og þag er um sektirhar að segja, að þær voru inntar fljótt og vel af hendi, nema hvað svo virðist sem silfurgjöld- in til konungs hafi verið gefin eftir. Sumt greiddist þegar, er dómar voru kveðnir upp, en meginhlutann inn- heimti Hákon Vilhjálmsson i Kirkju- vogi fáum vikum síðar og sendi Fryd- ensberg fúlguna. Samtals námu sekt- ir þær, sem Hafnamenn greiddu þetta haust sextán til átján kýrverðum. Solveig Guðrúnardóttir varð þeim Framhald á 526. sí3u. TIMINN SUNNUDAGSBLAÐ 521

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.