Tíminn Sunnudagsblað - 29.07.1962, Síða 18
ANNA GRETA PERROLF:
UPPLJÓSTRUN
Á því herrans ári hafði há’greiðslu-
meisrtari einn í París ákveðið, að kon-
ur skyldu líkjast svaninum. Allt kven-
fólk varð því að svönum.
Og nú hafði Gertrud einnig fallið
fyrir freistingunni og beffið monsieur
að klippa hana a la svane. Hún fylgd-
ist hálf utan við sig með því, þegar
hann fór léttum æfðum höndum um
hárið á henni, og hún hlustaði á suð-
ið í vélinni.
— Eg er svo hrædd um, að það
klæði mig kannski ekki, sagði hún
tilgerðarlega.
— O, tjo, um að gera að vera hug-
diarfur, svaraði monsieur, og þar eð
hann talaði bæði hægt og hljóðlega,
brosti Gertrud og var rórra. Auðvit-
að var hún hugdjörf.
Þegar hún var komin heim, brosti
hún ánægð við konunni í speglinum.
Ekki svo afleitt. Og hárgreiðslan
„lyfti“ raunar andlitinu, eins og
monsieur hafði sagt. Enginn myndi
gizka á, að hún værj fjörutíu og átta
( ára. Hún varð bara að hafa hugrekki
til að fylgja tízkunni. Það var ákaf-
Iega einfalt mál.
Hún tók upp hattöskjuna og hóf
leik sinn. Rauði hatturinn var eins
og skapaður við hárgreiðsluna —
eða öfugt. Hún renndi tungunni yfir
varirnar og lygndi eilítið aftur aug-
unum. Hreint ekki svo afleitt.
En sá blái vai ómögulegur. Hún
grýtti honum fýlulgga aftur i öskj-
una. Það munaði litlu, að munnvikin
drægjust niður, en svo leit hún í
spegilinn og svanavængirnir þöndust
upp í mót.
Sá svarti var ágætur. Kannski ein-
um of glæsilegur, en ef hún tæki
nú slörið af . . .
Þegar dyrabjöllunni var hringt, datt
henni ekki í hug að opna. Það var
sjálfsagt einhver að selja bursta eða
happdrættismiða Hún brosti hálf-
luktum augum við konunni í spegl-
inum. Hallaði höfðinu. Varirnar hálf-
opnar. Enginn myndi trúa, að hún
væri meira en þrjátíu og sjö eða
brjátíu og átta, í allra hæsta lagi.
Þegar bjallan hringdi í þiiðja sinn,
gekk hún fram og opnaði. Hún fnæsti
óþolinmóð, svo að létt slörið feykt-
ist til. Hver kærir sig um að verða
fyrir ónæði í miðjum leik? — Já,
en elsku barn, og ég, sem ætlaði alls
ekki að opna.
Dóttirin andvarpaði óþolinmóð.
Lena var há, ljóshærð og ung. Og
þarna stóð hún ung og sterk, einnig
hún var svanur.
— Eg hringdi í gær og sagðist
koma. Þú hafðir gest hjá þér.
— Ó, hvað ég er gleymin. Það var
Berta, og þú veizt, hvernig Berta er.
Hún talar alltaf um sjálfa sig og ég
fékk hryllilegan höfuðverk af mál-
æðinu í henni.
— Já, allir tala um sig og sitt, sagði
Lena og orð hennar voru hörð og
bein eins og tindátar. Hún fór úr
kápunni og virtist bíða eftir því, að
móðirin segði eitthvað. Það gerði hún
líka.
— Eg verð að skoða þig almenni-
lega, það er ekki svo oft, sem ég sé
þig nú orðið. Ný dragt. Já, mikið
er þetta fallegt snið. Eg var sjálf
að hugsa um að fá mér eina svona . .
— Ert þú að fara út? spurði Lena
fljótmælt og leit á hattinn, sem móð-
irin hafði sett ofan á svaninn.
— Nei, alls ekki, vina mín. Eg ‘er
bara að máta hatta við nýju greiðsl-
una mína. Nú skulum við hafa það
notalegt saman. Borðarðu með mér í
kvöld?
Stutt, hikandi þögn.
— Við skulum sjá til. Eg veit það
ekki enn.
Unga fólkið er svo leyndardóms-
fullt, svo fjarlægt. Bara vegna þess
að það býr í eigin íbúð og hefur góða
stöðu, heldur það, að maður sé ekki
lengur móðir, sú, sem allt vill þeim
bezt.
Lena stóð fyrir framan spegilinn
og sneri baki við móðúrinni og lag-
færði á sér hárið. — Hún hafði ekki
gert ráð fyrir, að ég kæmi í dag, hugs-
aði Lena, hún er alveg óundirbúin.
Hún mátar hatta og talar um mat og
veit ekki, að eftir skamma stund
munu orð mín gera sprungur í litla
heiminn hennar.
— Viltu te eða kaffi? Te? Já, mig
langar líka mest í það.
Hún gekk léttum skrefum yfir
parketgólfið. Röddin barst glaðlega
frá eldhúsinu inn í stofuna.
Te úr sparibollunum, rúlluterta og
smákökur.
— Taktu nú hattinn af þér, mamma,
svo að við getum talað saman.
— Ó, ég var búin að gleyma hon-
um. Hvernig finnst þér nýja hár-
greiðslan fara mér? Svanur!
— Ágætlega! Kannski fullhátt í
hliðunum.
— Of hátt! Ekki að tala um, elsku
barn, monsieur hefur vel vit á and-
litum og hann sagði, að það væri bara
um að gera að hafa hugrekki til að
fylgjast með. Þú getur ekki ímyndað
þér . . .
— Mamma, ég á von á bami.
Skökk- orð. Það hljómaði eins og
hún vonaðist aftir lest eða böggli.
Maður á ekki von á því, sem þegar er.
Röng orð.
— Barnið mitt. Hvað ertu eigin-
lega að segja?
Einnig röng orð, en svona talar
maður, þegar maður heyrir allt of
vel það, sem sagt var. Gertrud roðnaði
og hún hóstaði ákaft.
En Lena var föl og róleg. — Eg
er á fimmta mánuði og hefði sagt
þér það fyrr, en þú varst svo lengi
burtu og ég . . .
— Fimmta mánuð! Og ég hef ekki
vitað neitt!
Því eldra sem barnið verður, því
minna veit móðirin um það og ver-
öld þess, en enginn hafði sagt Gertrud
það. Sennilega hefði hún ekki trúað
því heldur.
— Hver . . . hver er hann: Og
hvenær ætlið þið að giftast? Eg á
við . . .
— Mér þykir það leitt mamma,
en ég get ekki sagt þér, hver hann
er. Og við giftumst ekki.
Móffirin varð öskugrá í andlitinu,
og ekki einustu sál hefði dottið þrjá-
tíu og sjö ár í hug.
— Hvað áttu við? Hvað í ósköpun-
um . . . ?
Það er ekki fyrr en fólk er komið
hálfa leið til helvítis, að það man
eftir himninum og réttir upp hend-
urnar til að ná honum.
— Góða mamma, reyndu að taka
þessu rólega, við erum þó fullorðið
fólk. Eg er tuttugu og sex ára og
hef mitt eigið heimili og ágæta stöðu.
Eg gekk út í það með opin augu . . .
Gertrud leitaði ákaft að einhverju
til að segja, — að orðum — en hún
hafði svo fá á takteinum.
— Hvernig? Hvemig gaztu fengið
þig til þess?
— Ag gefast þeim manni, sem ég
elskaði, var auðveldara en skipta um
522
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ