Tíminn Sunnudagsblað - 23.09.1962, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 23.09.1962, Blaðsíða 6
Líklegt má þykja að upphaflega sé Skáld-Helga saga merkileg; efnið er sérkennilegt og sagan þarf síður en svo að hafa veriff eftirbátur ann- arra sagna að listrænu gildi. En það yfirbragð hennar hefur máðst út og eimir helzt eftir af því í rímunum. Og þótt nokkuð megi ráða um sögulegt gildi Skáld-Helga sögu, og að í því tilliti standi hún ekki að baki mörgum Íslendíngasögum, til dæmis Gunnlaugs sögu eða öðrum þeim sögum, sem henni eru skyld- astar, þá hefur hún orðið útundan hvað það snertir hjá þeim, sem reynt hafa að nota íslendíngasögur sem heimildir. Próf. Guðbrandur Jónsson samdi ágrip af sögu Borgarfjarðar í I. bindi Héraðssögunnar á sínum tíma; rakti hann þar af mikilli kost- gæfni efni Gunnlaugs sögu, Bjarnar sögu, Hænsa-Þóris sögu og jafnvel Harðar sögu — en Skáld-Helgi galt geymdar sinnar og fékk ekki að vera með. ÞaS er fagurt f HerjólfsfirSi á Grænlandi, undir bú. en ekki er þar frjótt land né væniegt Ek hefi óðar lokri ölstafna Bil skafna, væn mörk skála, verki, vandr, stefknarrar branda. Þarna er að sönnu geysihaglega hlaðið úr kenningunum, en hætt er við, að meðal þeirra, sem með ærn- um rétti telja sigurvænlegast að segja mikið í sem stytztu máli, kynni fyrri helmíngurinn að sæta gagnrýni fyrir að þar sé helzti mikið talað; því að innihald hans er þetta: mað- urinn mun lengi muna konuna. En hvað sem því líður, þá má vel vera, að svipað hafi vakað fyrir Hallar- Steini og manninum, sem orti Skáld- Helgarímur löngu síðar: að yrkja um fornar raunir til afþreyingar í eigin sorg, — og að fyrir valinu hafi orðið Helgi og Þorkatla, sveitúngar hans. En kvæði Steins um Skáld-Helga er að engu þekkt, né hversu ýtarlegt það hefur verið. Má þó líta svo á að það hafi að einhverju leyti verið heimild Skáld-Helga sögu hinnar fornu; er sennilegt að vísur úr kvæð- inu hafi verið teknar upp í söguna, þótt rímurnar beri þess ekki bein merki. Þá má og geta einnar heimildar enn um Helga skáld. Rímúr af Hró- mundi Gripssyni eða Griplur eins og þær eru tíðast nefndar, eru senni- lega eldri en Skáld-Helgarímur. Höf- undur þeirra drepur á harma eins og títt er um rímnaskáld: Hitti marga harmrinn beiskr hér á þessu landi, þeir sem drukku dyggðugt meiskr af dýru Venris blandi. Helgi skáld fyr hrínga gátt hélt ei gamni neinu, meyjunum sendi hann mærðar þátt á mjúku bréfinu einu. Eigi var Helga um hyggju grund hægt fyr vífið bjarta, kvað hann þá oft um kurteist sprund, að kránkt bjó honum í hjarta. Beinast liggur við að telja þetta runnið frá Skáld-Helgasögu hinni fornu; og allt bendir þetta til, að Helgi Þórðarson hafi verið skáld, staðið í kvennamálum og ort út af raunum sínum á þeim vettvangi, og að efni sögu hans hafi verið alþekkt fyrr á öldum. Þess má um síðir geta til gamans, að í handriti einu frá 16. öld, kvæða- syrpu séra Gottskálks Jónssonar í Glaumbæ (L 1524, d. 1590) eru vís- ur sextánmæltar, „er Skáld-Helgi kvað“, níðvísur, sem höfundurinn yrkir til kvenmanns, sem hann þyk- ist hafa feingið nóg af. Vísur þessar hafa verið prentaðar í Kvæðasafni frá miðöldum (útg. 1922—1927) og þykja helzt bera fimmtándualdar- sérkenni.Einginn hefur heldur nokkru sinni ætlað öðrum að trúa því, að Skáld-Helgi frá Höfða væri höfund- ur að þeim samsetningi. Sönnu næst mun, að þær séu eftir einhvem hag- yrðing með Helga nafni, sem erft hafi kenningarnafn hins forna skálds. Tæplega eru þær ortar í orðastað Skáld-Helga Þórðarsonar, þar eð ekk- Framhaid á 694. síðu. Herjólfsnes, þar sem fyrrum var einn nafntogaðasti kaupstaSur Grænlendinga. Við voginn trl hægri á myndinnl eru rústir gamallar kirkju. 678 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.