Tíminn Sunnudagsblað - 23.09.1962, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 23.09.1962, Blaðsíða 19
svo til bergtegundir um sunnanverða Svíþjóð og Noreg. ísland hefur verið nefnt álfu vorr- ar yngsta land. Það má ekki aðeins til sanns vegar færa, hvað snertir mannabyggð á landinu, heldur er það einnig mjög ungt í jarðfræðileg- um skilningi. Hér hefur ekki fundizt neitt berg, sem er eldra en frá upp- hafj svonefndrar nýaldar. Það eru því ekki nema sextíu til sjötiu millj. ára, síðan fsland ’tók að myndazt. Aðferð sú, sem notuð er til þess að reikna aldur bergs 1 milljónum ára, styðst sem kunnugt er við það, að geislavirk frumefni breytast jafnt og þétt, og er hraði þessarar um- myndunar kunnur. Hlutfallið á milli magns geislavirkra efna býr því yfir þeim leyndardómi, hve langt er síðan bergið storknaði. Skaðvænleg hringormslirfa Nokkrar tegundir hringorma eru sem kunnugt er í ýmsum fiski. Á kynþroskaaldri hafast þeir ýmist við í fiski, sel eða hval. Þessir hringormar hafa verið tald- ir óskaðlegir mönnum, en nú virðist komið á daginn, að svo sé ekki, hvað snertir eina tegundina, anisakis. í Hollandi hafa verið gefin út tvö smá- rit, þar sem fjallað er um þann háska, sem mönnum getur stafað af þessum hringormi. Þar segir frá því, að á árunum 1955—1959 hafi fimmtán sinnum komið fyrir, að fólk, flest í Hotterdam og þar í grennd, hafi skyndilega fengið mikinn hita og á- kafa magaveiki og kveisu, og fylgdi þessu svo áköf iðrabólga, að sjúkling arnir voru skornir upp til þess að freista þess að bjarga lífi þeirra. í öllu þessu fólki var hluti smáþarm- anna nær luktur af bólgu, og sumt dó af þarmabólgu eftir uppskurðinn. Við nánari rannsókn fundust í þörmum sumra sjúklinganna tveggja sentimetra langir hringormar, er höfðu grafið sig inn í þarmaveggina, svo að halinn einn stóð út úr, og þeg- ar þeirra varð ekki vart í sjálfum þörmunum, fundust þeir bak við slím himnuna. Af þessum sjúklingum var aðeins ein kona. Vitanlega hefur verið kapp lagt á að rannsaka, hvernig þessir vá- gestir komast í fólkið. Læknarnir komust að raun um, að ormarnir höfðu ekki kynfæri, og þess vegna var augljóst, að þetta voru lirfur. Af útliti varð ráðið, að þetta var ein- hver þeirra hringormategunda, sem lifir í fiski. Nú þótti ekki ósennilegt, að lirfan hefði borizt í fólkið með mat, og var því mataræði sjúklinganna vandlega kannað. Kom þá í ljós, að allt hafði fólkið neytt síldar, sem verkuð var með þeim hætti, að hún var látin hrá í veika saltblöndu og oft borin á borð einum degi síðar. Þessu næst var hafizt handa um að rannsaka hringorma í hollenzkri síld. Fundust lirfur tveggja tegunda hringorma, og líktist önnur að öllu leyti lirfum þeim, sem voru í sjúkl- ingnum. Þessi sama lirfutegund dafn ar í mörgum tegundum venjulegra beinfiska, þar sem hún liggur gorm- laga í lifur og mestanterierne. Hol- lendingarnir nefndu þessa lirfuteg- und eustoma rotundata, en nokkrir vísindamenn telja engan mun á henni og anisakis. Hún finnst kyn- þroska í ýmsum hvalategundum og einni selategund. Hollendingar hafa prófað, hvernig þessi lirfa þolir hita og kulda, salt og sýrur. Kom í ljós, að hún þolir ekki 55 stiga hita í meira en tíu sekúndur, _og sterk saltupplausn deyðir hana á nokkrum klukkustund um. 6% saltlög þoldi hún ekki leng- ur en sex stundir, en í 3% saltlegi lifði hún að minnsta kosti tvo sólar hringa. Þó kom hiti hér einnig til greina, og var lirfan lífteigari við lítinn hita. Sýrur, svo sem ediksýru, þoldi hún mjög vel. Það verður hér eftir að telja, að anasakis-lirfur geti verið hættulegar, og það er ekki með öllu útilokað, að lirfa annarrar hringormategund- ar, porrocaecum, geti valdið tjóni. En tilraun, sem gerð var í Kanada til þess að sýkja hvolpa með henni, tókst samt ekki. Kaspíahafið Kaspíahafið fer þverrandi. Það eru mörg ár síðan ljóst' varð, hvert stefndi. Kringum 1957 hækkaði þó vatnsborðið aftur, en síðan hefur lækkað óðfluga í vatninu. í apríl- mánuði 1960 héldu rússneskir sér- fræðingar ráðstefnu í Moskvu til þess að ræða þetta mál. Það er ekki upp úr þurru, að Kaspíahafið hefur breytt háttum sín- um. Gífurlega mikið vatnsmagn úr Volgu og fleiri fljótum, sem í það renna, er nú notað til þess að vökva og frjóvga akra. Hið mikla uppistöðu lón við Stalingrad skerðir einnig vatnið, sem rennur í Kaspíahaf, því að uppgufun úr yfirborði lónsins veldur miklu vatnstapi. Sumt af því fellur að sönnu aftur til jarðar á vatnasvæðinu, en eigi að síður fer mikið af því forgörðum. . Frá 1929 til 1959 hefur yfirborð Kaspíahafsins lækkað um 2,3 metra, og vísindamenn Rússa telja, að árið 1980 muni það enn orðið 2,4 metr- um lægra en það nú er, verði ekk- ert aðhafzt. Raforkuver og áveitur eru auðvit- að mikils virði. En Kaspíahaf er líka mikilvæg samgönguleið, og þar eru fiskveiðar stundaðar. Það mun hafa í för með sér stórkostleg vanda mál, ef yfirborð þess lækkar um fimm metra. En hvað er unnt að gera? Ein áætlunin er sú að ná vatni frá fljótum, Petchora og fleiri, er renna norður á bóginn. Það nægði raunar ekki til þess að bæta vatns- tapið að fullu, en hamlaði stórum gegn rýrnuninni. Það er einnig hægt að ná sjó úr Svartahafi, því að yfir- borð þess er tuttugu og átta metr- um hærra en yfirborð Kaspíahafs. En af því hlytist, að saltmagn Kaspía hafs ykist stöðugt, unz fiskum væri þar ólíft. Það yrði annað Dauðahaf, þótt það ynnist, að skipaferðir gætu haldizt um það. Loks hefur verið stungið upp á því að gera 375 kíló- metra langan og átta metra háan stíflugarð þvert yfir vatnið til þess að varðveita þann hluta þess, sem lenti norðan garðsins, en fórna hin um .En það væri mál, sem einnig varðaði íran. Hárormar í kjöti Vorið 1947 gaus upp faraldur, sem ekki var óáþekkur taugaveiki í hér- uðum við Bjarneyjarflóa á Vestur- Grænlandi. Varð hann allmörgum að bana. Sumir héldu, að þetta væri kjöteitrun. Læknir, sem sendur var til þess að rannsaka þetta, komst þó að þeirri niðurstöðu, að hvorugt gæti átt sér stað, og þóttu honum mestar líkur til, að svonefndir há.r- ormar eða tríkínur yllu þessum far- aldri. Svipaður faraldur hafði gert usla á Vestur-Grænlandi árin 1933 og 1944, og 1949 og 1953 kom hið sama fyrir á þessum slóðum. Loks gætti þessa nokkuð í Úpernavík haustið 1959. Gamlir menn á Græn- landi kunna og frá að segja skæðri sótt ,sem þeir nefna r'ostungaveiki. Danskur vísindamaður, dr. Hans Roth, hófst handa um rannsókn á þessu fyrirbæri, og kannaði hann eigi færri en tíu þúsund sýnishorn af kjöti frá Grænlandi. Þegar hann lézt, hélt ekkja hans, Úrsúla Roth, rannsóknunum áfram. Hárormurinn er hringormur, að- eins fárra millimetra langur fullvax inn, og hefst þá við í þörmum þess dýrs ,sem hann lifir á. Hann er þang að kominn sem lirfa eða ungur orm- ur og verður kynþroska á fáum dög um. Kvendýrin grafa sig síðan gegn um slímhimnu þarmanna inn í æð- ar þar sem þau ala um tvö þús- und örsmá afkvæmi og deyja síðan. Afkvæmin berast víðs vegar um lík- amann með blóðinu og setjast eink- um að í bandvefstengslum, þar sem þau vefja sig saman og hlaða að sér kalki, er stundum má sjá með ber- um augum. Þarna getur hárormur- inn lifað árum saman, og þótt dýrið, Framhald á 693. siðu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 691

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.