Tíminn Sunnudagsblað - 23.09.1962, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 23.09.1962, Blaðsíða 7
Lí FÚ-JEN: NÆTURGISTING Þegar Lí Tsing, hinn mikli hershöfð- ingi, var ungur maður og óþekktur, var hann oft vanur að fara til veiða í Húófjöll. Heimamenn í þessu fjalla- héraði sáu hann oft og gazt vel að hon um, því að hann var hár og glæsi- legur og vingjarnlegur og áði oft í sama þorpinu og snæddi þar kvöld- verð eða hádegisverð á veiðiferðum sínum. í þorpinu var öldungur einn, sem alltaf útvegaði honum mat og húsaskjól, þegar hann var seint á ferð og komst ekki aftur til borgar- innar. Öldungurinn var efnaður og vildi ekki taka við borgun fyrir gist- inguna. Hann hafði alltaf til reiðu heita súpu og hlýtt rúm handa Lí Tsing, og þeir urðu miklir vinir. Dag nokkurn komst Lí á slóð dá- dýrahóps og hóf að rekja hana. Hann var ágætur hestamaður og þaut yfir holt og hæðir, og vonaðist sífellt eftir að sjá hópinn. En hann virtist algerlega undan honum sloppinn. Hann vissi, að hann gat séð allt kvikt í fimm hundruð metra fjar- lægð, og hann var of kappsamur veiðimaður til þess að gefast upp á miðri leið. Hann reið langar leiðir, og þegar rökkrið seig yfir, vissi hann ekki, hvar hann var staddur. Hann var örþreyttur og vonsvikinn og reyndi lengi að átta sig, en hann kannaðist ekkert við landslagið. En loks glaðnaði yfir honum, því að hann sá ljós uppi á fjallsbrún fram- undan, og hann taldi, að hann yrði kominn þangað innan hálfrar stundar. Hann sneri hesti sínum í áttina þang að, því að hann vonaðist til þess, að fá þar gistingu um nóttina. Þegar hann kom á staðinn, sá hann geysistórt hús, umlukt háum, hvítum múr með rauðu hliði. Hann barði og beið síðan átekta. Eftir lan,ga stund kom þjónn til þess að opna hliðið og spurði, hvað honum væri á höndum. Lí sagði hon- um, að hann hefði verið á veiðum, væri nú villtur orðinn og baðst gist- ingar. »Ég er hræddur um, að það sé ógerlegt", sagði þjónninn. „Karl- mennirnir eru að heiman og frúin er ein.“ „Viltu leyfa mér að tala við frúna?“ Þjónninn hvarf, en kom aftur að vörmu sporí og sagði: „Komdu inn. Prúin var treg í fyrstu, en þegar hún heyrði, að þú hefðir villzt, hugsaði hún sig betur um og sagðist mundu leyfa þér að vera í nótt.“ Lí var vísað inn í forsalinn, sem . var búinn fögrum húsmunum. Marg ar kristalljósakrónur héngu niður úr loftinu og gull- og silfurdiskar prýddu veggi. Von bráðar kom þjónustustúlka, sem sagði: „Frúin er að koma.“ Húsfreyja kom, tíguleg kona um fimmtugt, klædd í látlausan, svart- an kjól. Lí tók eftir því, að fatnað- ur hennar var úr dýrasta og vandað- asta efni, sem völ var á. Hann hneigði sig og afsakaði komu sína. „Synir mínir eru að heiman i nótt, og venjulega tek ég ekki á móti gest um, þegar ég er ein heima. En ég hef ekki brjóst í mér til þess að senda þig burtu á svo dimmri nóttu, þar sem þú hefur villzt." Rödd hennar var þýð og finleg, og yfir konunni allri sá blær, að þarna stæði hann andspænis ham- ingjusamri móður á barnmörgu heim ili. Jafnvel grátt hár hennar var fagurt, Li var borinn mikill og góður mat- ur, aðallega fiskur. Hann borðaði með kristalsprjónum. Eftir kvöldverðinn sagði frúin við hann: „Þú ert sjálfsagt þreyttur og vilt hvílast. Þjónustustúlkur munu sjá um, að þig skorti ekekrt.“ Lí reis á fætur til þess að þakka henni viðurgerninginn og bjóða henni góða nótt. Frúin bauð honum blíðlega góða nótt og bætti við: „Það verður ef til vill hávaða- samt hér í nótt. Ég vona, að það ónáði þig ekki.“ Það kom undrunarsvipur á andlit Lís, og frúin tók eftir þvi. „Drengirnir mínir koma oft heim um miðja nótt og eru þá stundum hávaðasamir," sagði hún. „Ég vildi aðeins láta þig vita af því, svo að þú verðir ekki óttasleginn." „Ég skil það,“ svaraði Lí. Hann langaði til þess að spyrja hana, hversu gamlir synir hennar væru og hvað þeir hefðu fyrir stafni, en hann áleit það hyggilegast að sleppa óþörfum spurningum. Rúmið var hlýtt og þægilegt, og hann var þreyttur eftir eltingaleik- inn um daginn. En hann braut heil- ann um það, hvaða fólk þetta væri, sem bjó svo fjarri alfaraleiðum og hafði störfum að sinna um nætur. Limir hans voru þreyttir og þörfn- uðust hvíldar, en höfuðið var glað- vakandi. Hann lá grafkvrr og beið þess, sem verða vildi. Þegar leið að miOnætti, heyrði hann barið harkalega á hliðið. Síð- an heyrði hann hvísl í ganginum, og loks kom frúin fram úr herbergi sínu og spurði: „Hvað er það?“ „Sendiboðinn kom' með þessa skrá og sagði, að þetta væru mikilvæg skilaboð,“ sagði þjónninn. „Eldri herranum er skipað að láta rigna á þessu svæði, en það á að stytta upp fyrir dögun. Hann bað þess, að rigningin yrði þó ekki svo mikil, að skemmdir yrðu á ökrunum.“ „Hvað get ég gert?“ svaraði frúin í öngum sínum. „Báðir eru að heim- an, og það er of seint að senda eftir þeim. Ég get engan sent.“ „Getur ekki gesturinn farið?“ spurði þjónustustúlkan. „Hann er duglegur veiðimaður. Hann ríður góðum hesti.“ Frúin varð frá sér numin við uppá- stunguua og fór þegar og barði að dyrum hjá Lí: „Ertu vakandi?" Lí svaraði: „Hvað get ég gert fyrir þig?“ „Viltu gera svo vel að koma fram. Ég þarf að tala við þig.“ Lí reis samstundis upp úr rúm- inu og gekk fram á ganginn. Frúin tók til máls: „Þetta er ekki venjulegt heimili. Ég hef fengið skipun um það frá himnum að láta rigna fyrir dögun, og ég hef engan til þess að senda. Elzti sonur minn er í brúðkaups- veizlu í Austursjó, og yngri sonur minn er fylgdarmaður systur sinn- ar á löngu ferðalagi. Þeir eru þúsund ir mílna burtu, og það er of seint að senda eftir þeim. Viltu vera svo greiðvikinn að taka að þér starfið? Það er skyldustarf okkar að láta rigna, og sonum mínum verður refs- að, ef þessari skipun verður ekki framfylgt.“ Lí var mjög hugfanginn af þess- ari óvæntu bón. „Ég skyldi glaður verða við ósk þinni, frú, en það er ekki í mínu valdi. Ég býst við, að þið verðið að fljúga ofar skýjum til þess að láta rigna.“ „Þú getur setið hest, heyri ég?“ „Vissulega.“ „Það dugar. Allt, sem þú þarft að gera, er að stíga á hest, sem ég læt leggja á fyrir þlg — ekki þinn hest vitaskuld. Og fara síðan eftir því sem ég segi. Það er mjög einfalt.*1 Hún skipaði svo fyrir, að sóttur skyldi svartfextur gæðingur. Síðan T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 679

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.