Tíminn Sunnudagsblað - 23.09.1962, Blaðsíða 17
Nýjar stórbyggingar í gömlum skrautstíl.
voru timburhús, og skipulagning
borgarinnar hafði verig svo handa-
hófskennd, að þar var varla tfl tylft
gatna, sem voru eins skipulagðar.
Pétur mikli flutti aðsetur stjórn-
arinnar til Pétursborgar, enda þjón-
aði hún betur stjórnaráformum hans
en Moskva. Og i tvær aldir samfleytt
var hin heilaga Pétursborg höfuð-
borg landsins. En það breytti ekki
þeirri staðieynd, að Moskva var hin
óumbreytanlega miðstöð landsins. í
augum hins sanna Rússa var St. Pét-
ursborg aldrei annað en „uppljómað-
ur búðargluggi“ — eins og Gogol
komst að orði.
Lenin flutti aðsetur stjórnarinnar
aftur til Moskvu þann 10. marz 1918.
Þá var borgin ekki upp á imarga fiska.
Frá 1914—1920 lækkaði íbúatala
hennar úr tveim milljónum niður í
eina milljón. Ástandið var svo slæmt,
að þegar Lenin lagði fram fyrstu
áætlunina um rafvæðingu Sovétríkj-
anna, varð að rjúfa straummn í
Kreml, svo ajj hægt væri að hafa
vinnuljós á þeim stað, sem rafstöðv-
arnar áttu að rísa. *
Miklar áætlanir voru gerðar um
uppbyggingu og fegrun Moskvu, en
þær sátu lengi vel á hakanum, enda
hafði stjórn landsins mörgu að sinna,
sem ef til vill var enn nauðsynlegra.
Moskva breytti því ekki mikið um
svip á árunum frá 1920—30, þótt
hún ætti um þag leyti að vera orð-
in æði fögur samkvæmt pappírunum.
Ein af hinum mörgu skrýtlum, sem
orðið hafa til í sambandi við mismun-
inn í uppbyggingu borgarinnar í orði
og á borði, segir frá fundi, þar sem
þáverandi forseti Sovétríkjanna, Kal-
inin, hélt ræðu og lýsti hinum stór-
kostlegu byggingum, sem verið væri
að byggja við Karl-Marx götuna:
„Þetta skil ég ekki almennilega“,
sagði einn af áheyrendunum, „ég
geng þessa götu mörgum sinnum á
dag og ég hef ekki ség neinar bygg-
ingar“. — Þarna getur maður séð,
sagði Kalinin hneykslaður, það eru
enn þá til borgarar í Moskvu, sem
fara í skemmtigöngur í stað þess að
lesa blöð flokksins og fylgjast með
byggingaframkvæmdunum.
En þeir tímar komu nú samt sem
áður, að hægt var að fylgjast með
byggingaframkvæmdunum annars
staðar en í blöðunum. Hitt er annað
mál, að það gekk ekki sem bezt að
fullnægja húsnæðisþörfinni, sem
varð vegna íbúafjölgunarinnar í borg-
inni. Frá 1920 til 1960 jókst fólks-
fjöldinn í borginni úr einni milljón
upp í 5—6 milljónir. Þð var því ekki
að undra, þótt víða mættu sáttir
sitja þröngt. Með þessari íbúatölu
er Moskva fimmta mannflesta borg
í heimi. Byggingarnar teygja sig yfir
æ stærra svæði og smám saman nálg-
ast hún fjölda nálægra bæja, sem
hún mun gleypa innan tíðar, og þá
mun verða til Stór-Moskva, sem nær
yfir óhemju landsvæði og mun hafa
margt til brunns að bera, sem gleður
auga manns. Og lestirnar munu þjóta
frá einum borgarhlutanum til ann-
ars neðanjarðar: — Eru til svona
fallegar neðanjarðarj árnbrautarstöðv-
ar í heimalandi yðar? er ein af þeim
spurningum, sem Moskvubúi er vís
til að leggja fyrir útlending, sem
hann hittir á götu. Sagan segir, að
Ameríkani einn hafi svarað spurn-
ingunni á þessa leið: — Nei, ég verð
að viðurkenna, að amerískar neðan-
jarðarjárnbrautarstöðvar eru yfir-
leitt ekki fallegar. En í New York
eru 400, en ekki nema 46 hér . .! .
— Nú, já, svaraði Moskvubúinn, en
einn góðan veðurdag verða þær fimm
hundruð hérna. — Og það er ekki
ótrúlegt, að þessi bjartsýni borgari
eigi eftir að reynast sannspár, ef
Moskva heldur áfram að sfækka jafn
ört og hún hefur gert hingað til.
Hin gamla virkisbygging, Kreml,
er fyrir löngu búin að missa hlut-
verk sitt sem aðalaðsetur stjórnarinn
ar, og mikill hluti hennar hefur ver-
ið gerður að safni. Þegar „mennirnir
í Kreml“, taka ákvarðanir sínar, er
það venjulega á öðrum stöðum. Og
Rauða torgið, sem var einu sinni
mesti markaðsstaður borgarinnar,
er nú löngu hætt að heyra hróp
„prangaranna“ Þar safnast fólk að-
eins saman 1. mai, þegar hinar enda-
lausu skrúðfylkingar líða fram hjá
auglitij/aldhaf?nna, sem standa á virk
isveggjum Kreml.
Á virkum degi eru það helzt ferða
menn, innlendir og erlendir, sem
spranga um Rauða torgið. Þar geta
þeir litið nærri því í sömu andrá
hina glæsilegu Basilíusar-dómkirkju
Framhald á 693. síðu.
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ
685