Tíminn Sunnudagsblað - 23.09.1962, Blaðsíða 20
FYNDNIOG FLONSKA
Bergsteinn Kristjánsson safnaði
ÞEGAR séra Bjarni vígslubiskup
frétti, að einn presturinn í prófasts-
dæmi hans hefði sungið léttúðugar
gamanvísur á skemmtisamkomu, varg
honum þetta að orði: — Menn boða
fagnaðarerindið með ýmsu móti nú
á tímum.
ÞEGAR eignakönnunin og seðlaskipti
stóðu sem hæst, var mikil ös við
Landsbankann. Eitt sinn hfttust þar
prestarnir,^ séra Bjarni vígslubiskup
og séra Árni Sigurðsson, fríkirkju-
prestur. Þá sagði séra Bjarni: — Ætli
það verði svona mikil aðsókn að
Himnaríki? Séra Árni svaraði: — Þag
ætti alltaf að vera þar slæðingur úr
Vesturbænum.
EITT SINN fór séra Bjarni á.samt
fleiri prestum austur yfir fjall. í Ölf-
usinu bættist í hópinn séra Ólafur
Magnússon, e'n hann var þá hættur
prestskap og átti heima á Öxnalæk,
og kom hann ríðandi að bílnum. Ein-
hver af ferðamönnum hafði org á því
við séra Ólaf, hví hann hefði farið ríð-
ahdi svo stutta leið. Séra Ólafur svar-
aði því til, ag sér væri svo mikið
yndi að þvi að koma á hestbak, að
hann færi jafnan riðandi, er hann
færi að heiman Þá hvíslaði séra
Bjarni að sessunaut sínum: — Bykkju-
laus aldrei byrjuð sé, burtför frá
þínu heimili.
EITT SINN var séra Sigurbjörn Á.
Gíslason að halda ræðu á fundi. Tal-
aði hann meðal annars um, hvað hag-
ur almennings í Þýzkalandi hefði
batnað síðan Hitler kom til valda og
sagði í því sambandi: — Fyrir valda-
töku Hitlers var svo mikið um opin-
berar vændiskonur j Hamborg, að til
stórvandræða horfði, en nú er ástand-
ið í þessu efni orðið vel vig unandi.
Þá spurði séra Bjarni: — Hvað álít-
ur ræðumaðurinn hæfilegt, ag þær
séu margar?
SIGURÐUR Kristjánsson bóksali var
sagður mjög alþýðlegur í háttum og
laus við allt yfirlæti.
Eitt sinn er hann átti merkisaf-
mæli, fjölmenntu vinir hans til hans,
og tók hann þeim meg mestu vin-
semd. En er einn gestanna hóf ræðu
sxna og tók að mæla fyrir minni af-
mælisbarnsins og bar á það allmikið
lof, greip Sigurður fram í og sagði:
— Nei, blessaðir verið þið ekki að
tala um þetta hérna. Þetta getið þið
talað um á leiðinni heim.
JÓN HERMANNSSON tollstjóri var
virðulegur embættismaður og gætti
sóma embættis síns í hvívetna. Eitt
sinn sem oftar bag maður um viðtal
við hann, og var erindi mannsi'ns að
bjóða tollstjóra að hreinsa gluggana
á skrifstofuhúsinu. Jón var hinn al-
úðlegasti við manninn, en svaraði: —
Við þurfum þess ekki, því áð við höf-
um þjón til þess. Þegar maðurinn var
farinn, sagði Jón við mann, sem hlust-
aði á samtalið: — Ég meinti rign-
inguna.
ALBERT hét maður og bjó í Kára-
gerði, skammt frá Bergþórshvoli.
Hann var lítill vexti og þótti fremur
lítill manndómsmaður, en góðlyndur
var hann og lagði öllum gott til. Á
efri árum tók hann vanheilsu nokkra
eða fásinnu, svo að hann forðaðist
menn og taldi, að setið væri um líf
sitt. Gekk þetta svo langt, að hann fór
einförum og sVaf í útihúsum og fjár-
húsum. Var öllum sem til þekktu,
þetta hin mesta raun, en sáu þó engin
rág til bóta.
Þetta hafði svo gengið frá vordög-
um. Síðla sumars var jörðuð þar í
sveitinni gömul kona, og þar voru
viðstaddir þeir Vallabræður, Jón og
Oddur Hermannssynir, því ag kona
þessi var þeim skyld. Var þeim sem
fleirum vel til Alberts og hörmuðu
vanheilsu hans. Nokkru eftir jarðar-
för þessa fékk Albert bréf mikið með
með nafni Stjórnarráðs íslands og
innsigli konungs. í bréfi þessu var
öllum bannað að gera Albert nokkurt
mein og þung refsing lögð við, ef út
af var brugðið. Þegar Albert hafði
lesið þetta verndarbréf, brá svo við,
að hann tók heilsu sína og gleði aftur.
GÍSLI hét maður og var kallaður
hégómi. Eitt sinn var hann á ferð í
Reykjavík og kom lögregluþjónn að
honum, þar sem hann var að pissa á
almannafæri. Lögregluþjónninn sagði
honum, að þetta væri stranglega
bannað, og lægju við þungar sektir.
Fór hann svo með Gísla í lögreglu-
stöðina, svo að mál hans yrði rann-
sakað. Dæmdist þá rétt vera, að hann
ætti að borga tíu króna sekt. En Gísli
bar sig svo aumlega, að sektin var
lækkuð niður í fimm krónur. Þegar
Gísli kom heim til sín, sagði hann
frá atburðinum með þessum orð-
um:
— Það er dýrt að pissa í Reykjavík,
lagsi, það kostar tíu krónur, en ég
grét það niður í fimm.
69?
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ