Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 10.02.1963, Qupperneq 7

Tíminn Sunnudagsblað - 10.02.1963, Qupperneq 7
„Maður verður að gá ag sjálfum sér og guði“, sagði lconan. Þorvaldur strunsaði þá burt með reiðisvip. Hafði sonur Ólafs staðíð fyrir aftan hann og heyrt þessi orða- skipti. Þau Þorvaldur og Guðrún könn- uðust samt efcki við þetta, þegar það var borið á þau, og lítinn höggstað gaf Guðrún á sér, þegar farið var að grennslast eftir því, hvað hún vissi um sekt eða sakleysi bónda síns. „Hafið þér ei neitt séð hjá manni yðar, sem vera kynni af eigum skip- iherra Péturssens?“ var spurt. „Nei — ekki svo sem eitt nálþráð- arvirði", svaraði hún. „Hvað hafið þér heyrt mann yðar tala um afgang skipherrans?" „Þegar ég kom að Sigríðarstöðum, grennslaðist ég eftir, svo sem guð gaf mér vit á, hvort það gaeti verið nokkuð til í þessu, sem ég hafði heyrt skrafað um líflát sfcipherrans, eða hvort ég gæti séð eða formerkt nokk uð af hans eigum undir Þorvalds míns höndum, og varð ég aldeilis einskis vör, sem ég gat þenkt, að honum hefði við komið. Og hann sagði hann gæti ei annað þenkt en skipherrann hefði farið í sjóinn eða ósana“. Eftir nokkurt þref gekkst Guðrún Iþó við því, að á Gaúksmýri væri lítil- fjörleg og blettótt silkislæða, svo sem um barnsháls, er kynni að vera af strandgóssinu. Kannaðist þá Þorvald- ur við, að hann hefði fundið þennan klút í forinni á hlaðinu á Hjalta- bakka eftir að strandgóssið hafði ver- ið selt. Að öðru leyti lét hann engan bilbug á sér finna og sótti jafnan í sig veðrið, þótt nokkuð sljákkaði í honum í bili, og hreytti þá kaldyrðum með hörkulegum svip á báða bóga. Eggert var aftur á móti hnugginn og fálátur og virtist jafnvel stund- um setja fyrir sig einberan hégóma. Einu sinn; kallaði hann nafna sinn, Eggert Jónsson í Kirkjuhvammi, á eintal og „sagðist vera orðinn ólukk- anlegur". „f hverju?" spurði nafni hans. Hann kvaðst ekki hafa munað eftir að geta þess í játningu sinni, að hann hefði í heimildarleysi. bitið í munn- tóbaksvefju, þegar skipað var upp úr Hákariinum. Eggert í Kirkjuhvammi spurði, hve mikið það hefði verið, sem hann tók af tóbakinu. „Svona eins og ég tók upp í mig einu sinni“, svaraði sakborningurinn. „Þykir þér það á nokkru standa?“ „Já — ef til eiðs kemur“, svaraði hinn og kallaðist sakfallinn vegna gleymsku siniiar En Eggert í Kirkjuhvammi gerði lítið úr þessari sök, enda fór svo, að nafni hans lét undan bera að bæta þessarj tóbakssögu við syndaregistur sitt. XXIX. Það var aikunna, að morðingjum var lítið um það gefið að snerta lík- ami eða bein þeirra manna, er þeir höfðu komið fyrir kattarnef. Menn voru þeirrar trúar, að blóð tæki að vætla úr áverkum á líki myrts manns, þegar morðinginn kom nærri því, og dæmi voru þess,' að þeir, sem harð- lega höfðu þrætt fyrir sekt sína, með- gengu verknað sinn, þegar þeir voru neyddir til þess að fara höndum um líkið. Enginn mun hafa búizt við því, að blóð tæki að drjúpa af beinunum, sem fundust við Blönduós, þótt Þorvald- ur og Eggert handléku þau. Samt þótti sjálfsagt að láta þá gera það, væntanlega í þeirr; von, að þeim stæði af þeim slikur stuggur, að þeir klökknuðu við eða brygði að minnsta kosti svo, að til líkinda yrði haft, hvort þeir væru sekir eða saklausir. Þeir félagar vonj því leiddir að beinakistunni, og gekk Eggert fús- lega fram og fór höndum um beinin. Þorvaldur var fyrst í stað nokkru tregari til þátttöku í þessari áihöfn og hafðist ekki að, fyrr en honum var sfcipað að fara að dæmi Eggerts. En þá tók hann hauskúpuna milU handa sér, og segir sagan, að hann hafi mælt, um leið og hann hampaði henni í lófa sér: „Sjáið þið sakleysi mitt“. Bjöm á Þingeyrum hvessti á hann augun, kuldalegur á svipinn, og hef- ur svo verið hermt, að hann skipaði honum að kyssa kúpuna. Þorvaldur bar hana þá að vörum sér og mælti síðan: „Þessi bein hræðist ég ekki“. En í almæli var það síðar í héraði, að varir hans hefðu ekki snert haus- kúpuna og þótti grunsamlegt. Slíkum sveitarrómi er þó vitaskuld í engu treystandi. Eftir þessa athöfn lét sýslumaður helztu bændur segja hyggju sína um það, hvort þeir Þorvaldur og Eggert væru sekir. Ólafur hreppstjóri á Beinakeldu kvað upp úr með það, að hann hygði Þorvald sekan og færði til hik hans að snerta beinin, flótta- legt atferli og heift í garð þeirra, sem vitnuðu gegn honum, en kva? j Eggert of tviráðan og einfaldan tii þess að verjast því, að sannleikurinn kæmj fram. Flestir aðrir svöruðu á keimlíkan hátt, og getur hæglega ver- T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 127

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.