Tíminn Sunnudagsblað - 10.02.1963, Qupperneq 16
inginn að koma henni á kné — þeim
mun hættulegri verður lífsleiðin —
þeim mun . . . “ Hún hættir þessu
eintali sínu í miðri setningu: „Verði
yður að góðu“, segir hún, þvj að hún
sá, að ég var að sofna, sat dottandi
með lukt augu.
En okkur hefur ekki unnizt tími
til þess að standa upp frá borðinu,
þegar útihurðinni er hrundið upp,
það heyrist mikill fyrirgangur í for-
dyrinu. Konan sprettur á fætur til
þess að gæta að því, hver kominn er.
„Nú, það ert þú kominn aftur“, heyri
ég, að hún segir.
„Já, gamla mín, nú er ég kominn
aftur. Hvað er orðið af gestinum
okkar, hefur þú rekið hann burt eða
hvað? Komdu héma og dragðu af
mér stígvélin". Hann þrífur j axlirnar
á henni, snýr henni í hálfhring, rek-
ur stígvélin upp á milli hnjánna á
henni og dregur þau af sér. Svo
skálmar hann inn í stofuna, hávær
og borginmannlegur, það kjaftar á
honum hver tuska, hver limur leikur:
„Jæja, gestur! Hefur kerlingin gert
þér nokkuð gott? — Þú, gamla,
komdu hingað með disk og hnífapör
handa mér . . . “ Hann talar um allt
{ senn og skeytir því engu, hvort hon-
um er svarað eða ekki.
„Stúlkan mín“, segir hann við dótt-
ur sína, um leið og hann tekur hana
í fang sér, „vertu ekki alltaf svona
raunamædd, vesalingur, rétt eins og
þú hafir magagieypt öngul — vertu
kát, ljúfan. Ég afber það ekki lengur
að horfa á öll þessi eymdarsnjáldur
í húsum mínum“.
Konan kemur inn, leggur á borð
fyrir hann, sjálfsagt dauðhrædd, enn
átakanlegri hryggðarmynd en áður.
Hann sleppir dóttur sinni, tekur um
úlnliðinn á konunni, hvessir á hana
augun og kveður:
„Leysi ei mengrund málmaþór úr
myrkrastofu,
skal ég eld í loftið leggja“,
lundstór mælti jarl til seggja.
Hér skal ekki vera myrkrastofa
lengur, kona góð, nú slæ ég hnefan-
uih f borðið: ég vil fá olnbogarými
hér innan dyra fyrir mig og mín
börn — ekki orð framar innan þess-
ara dyra um djöfulinn og hans ára.
Lofum prédikurunum að koma, séu
þeir velkomnir.
Ásmundur í yfirlæti góðu
sína meður sveina þar
sat hjá konung Valdimar.
En minnist þeir framar einu orði
á fjandann, svo skulu þessar kruml-
ur taka í herðakambinn og hnakka-
drámbið á þeim, og út um gluggann
með þá”. Hann breiðir út lúkurnar
og slær lófunum saman.
Konan stendur eins og líknes'kja á
gólfinu, þar sem hann sleppti henni.
Dóttirin hefur skriðið inn í skot á
milli dragkistunnar og lítils borðs,
húkir þar stóreygð og starir á föður
sinn. Hann lítur til hennar: „Já, aum-
inginn — hvað er það, sem þú hræð-
ist hér inni, segðu mér það“. Hann
svipast um og tekur myndina af
djöflinum niður af þilinu.
„Er það þetta, ha? Nú skaltu sjá,
hvernig hann faðir þinn meðhöndlar
þennan kauða“. Hann kreppir annan
fótinn, keyrir myndina á hné sér og
mölbrýtur hana, sópar brotunum sam-
an og stingur þeim í ofninn. „Nú
skal ég kaupa handa þér aðra mynd
til þess að hengja á vegginn — inynd
af englum, sem blása í básúnur,
fljúga á stórum vængjum og eru
glaðir“. Stirðnað barnsandlitið slakn-
ar, það vottar fyrir glampa í augun-
um, hún horfir í spurn. Rödd föður
hennar mildast, hann tekur dóttur
sína f fang sér, setur hana á kné
sér, rær, byrjar að raula brot úr
Ljómum Jóns Arasonar. En það er
honum um megn. Áfengið virðist
stíga honum til höfuðs í vaxandi
mæli, þar sem hann rær í sæti sínu,
hann drafar meira en áður, hikstar:
„Litla stúlkan . . . af hverju ertu
hrædd við myrkrið, ha? Myrkrið er
mjúkt eins og þel, þreyttir menn
hvílast vel j myrkri, ha? Spurðu
þennan ókunnuga mann, hann kom
gangandi, aleinn í myrkri og óveðri,
þar var friður og samlyndi. En svo
kom hann inn í birtuna . . . ha?“
Konan var farin fram fyrir og
sýslaði í eldhúsinu. Nú kom hún inn
aftur og ávarpaði Dabba — hvort
hann færi ekki að hátta, það væri
orðið framorðið.
„Ég að hátta, ha? Nei, það er ekki
kominn minn tími til þess að hátta.
Komdu hingað, kona . . . ekki auka-
tekið orð um þetta, heyrir þú það
. . . eld, brennistein, snörur, nei —
hreint ekki stakt orð framar, hvorki
þú né þessir prédikarar, rek ykkur
á dyr að öðrum kosti og ekki framar
undir þetta þak — þið drepið börnin
úr hræðslu, já. Þú, vesalingurinn,
litla stúlkan mín — hvers vegna ertu
hrædd við myrkrið, hvað heldurðu
að sé í myrkrinu?" Hún svarar ekki.
„Eru svartir menn á flakki úti? Með
horn, ha?“
„Já“, stynur hún.
„Og þeir vilja komast hér inn til
þess að klófesta þig?“
„Já“.
„Ef rúða brotnaði, héldir þú þá,
að einhver þeirra hefði rekið haus-
inn inn um hana?“
„Það hugsa ég“.
„He-he-he! Taktu eftir, þarna heyr-
ir þú, kona. Barnið segir, að það sé
krökkt af djöflum hérna á hlaðinu
hjá okkur, heygarðurinn og traðirn-
ar morandi lika, þeir reka inn haus-
inn, ef þeir geta einhvers staðar
smeygt honum. Hvaðan eru þeir
komnir, kona, hver hefur gert boð
eftir þeim, ha — þú og prédikararnir
þínir, ha? Þú hefur ekki gert annað
í mörg ár en mana þess konar ill-
þýði á okkur. He — mörgum óþverra
kjaftinum hef ég verið með á sjó,
en engan hef ég fyrirhitt, sem hefur
hampað djöflinum eins og þú og
prédikararnir þínir. En bíddu hæg,
kerli mín — látum Drangeyjarkapp-
ann tvístra hjörðinni:
A
Kjúkling margan hér og hvar
úr hálsliðunum Grettir snar
sneri út um þorpin þar,
þustu á flótta gæsirnar.
Hann setur dótturina frá sér og
rís á fætur. En fæturnir valda hon-
um ekki, hann reikar og skellur á
herðarnar á gluggann, brýtur rúðuna.
Hurðir hrökkva upp við vindsúginn,
og ljósið á lampanum slokknar.
Mæðgurnar reka upp skerandi óp og
hlaupa fram í eldhús, keyra hurðina
aftur og leggjast á hana.
Ég finn kodda og treð honum í
karminn, kveiki sVo á nýjan leik.
Dabbi liggur skellihlæjandi á gólf-
inu: „Eruð þetta þér, lagsmaður, he?
Komið þér út með mér og sjáið,
hvernig ég lemstra alla smádjöflana,
kjaftríf þá og endavelti þeim niður
brekkurnar — boms . . . öll hjörðin
fram af bakkanum. Þú skellir mér
ekki, Skála-Brandur, he . . . “ Hann
rausar meira um þetta, unz hann
veltur út af, sofnar liggjandi á gólf-
inu eins og dula. Við breiðum undir
hann, þar sem hann liggur, og förum
að sofa.
Konan mælir ekki orð frá vörum.
Andlit hennar er jafnlífvana, jafn-
steinrunnið, jafnóhugnanlegt.
Ég vakna seint um morguninn við
þrusk einhvers staðar í herberginu.
Ég rís upp og lít í kringum mig. Þá
sé ég hönd með tveimur fingrum
þreifa fyrir sér á borðinu við glugg-
ann. Ég rauk upp og gat á síðustu
stundu bjargað rommflöskunni, og
þegar höndin fann ekki það, sem
hún leitaði að; hvarf hún aftur.
Eg opna gluggann upp á gátt og
halla mér út um hann. Dabbi stend-
ur á hlaðinu með laup á baki.
„Góðan dag“, segir hann lágróma
og færir sig nær glugganum — „er
ekki seytill eftir í flöskunni? Það
hefði verið gott að fá brjóstbirtu
núna að morgninum".
„Jú, flaskan ér ekki tóm, en þér
fáið ekki neitt . . . Þér eruð blóðug-
ur á kjalkanum — skáruð þér yður
á einhverju í gærkveldi?“
„Nei, konan barði mig. Hún vings-
ar svona handleggjunum, þegar illa
stendur í bælið hennar — ég var
Framhald á 141. síðu.
136
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ