Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Qupperneq 4
VI.
Coghill fjárkaupmaður.
Einn fyrsti maðurinn, sem ég
man glöggt eftir, var Coghill fjár-
kaupmaður. Einn morgun að haust-
lagi, þegar ég var í heimsókn hjá
móður minni á Borðeyri, ungur að
árum, ekki nema sjö eða átta ára,
— sé ég mikinn mann og vörpuleg-
an ganga ofan „plássið". Þetta var
Coghill, ég þekkti hann, því að
sjálfsagt hef ég verið búinn að sjá
hann áður, þótt ég muni ekki til
þess nú, eftir sjötíu ár. Það, sem
vakti athygli mína í þetta sinn, var
skrín, ekki stórt, sem hann bar á
öxlinni. Mikið hefði ég til unnið að
mega renna augunum ofan í þetta
skrín og horfa á þær dásemdir, sem
þar voru geymdar, því að þarna vissi
ég að voru skínandi gullpeningar.
Reyndar var ég búinn að sjá einn
og einn pening áður, en hvað var
það í samanburði við að sjá þá gló-
fögru auðlegð í einum og sama stað.
Svo var ég ekki ósnortinn af mann-
inum sjálfum, því að mér fannst
hann svo ólíkur öðrum mönnum,
þessi þrekni og karlmannlegi maður,
með svart alskeggið og skozka húfu.
Það, sem ég fyrst veit um þennan
merka mann og bjargvætt íslenzkra
bænda á tímabilinu frá 1875 til 1891,
var þegar hann fyrst hélt hrossa-
markaði norður í Eyjafirði 1875 og
fór norður í Húnavatnssýslu 1879.
Árið 1881 fór hann að kaupa sauð-
<fé, helzt tveggja vetra sauði og
geldar ær og eitthvað af veturgömlu
fé. Hann keypti fyrir skozkan stór-
kaupmann, Robert Slimon að nafni,
og ef til vill hefur hann einhvern
hlut átt sjálfur. Ilann kom á hverju
sumri þangað til hann hætti, við
lækkandi verð í Bretlandi. Með sín-
um rómaða dugnaði og drengskap
ávann hann sér almenna tiltrú, svo
að nærri mátti segja, að bændur
tryðu á hann, enda kom sér vel
enska gullið frá honum, og mikil
voru viðbrigðin frá því, sem áður
var, sérstaklega meðal hinna fátæk-
ari, sem aldrei gat heitið, að séð
hefðu slegna mynt,
Ef fátækir bændur komu til Cog-
hills og buðu honum hross eða kind
fyrir lægra verð en hann yfirleitt
borgaði, þá hló hann og sagði:
„Andskoti vitlaus, karlinn, kann
ekki að selja, karlinn", og borgaði
meira en upp var sett.
Verð það, er hann greiddi bænd-
um, var frá 18 til 21 krónu fyrir
tvævetra sauðr, 15—16 krónur fyrir
geldar ær og 14 krónur fyrir vetur-
gamalt fé. Engin kind var vigtuð,
allt tók hann eftir átaki og vaxtar-
lagi kindarinnar. Hross voru venju-
lega að meðaltali 54 krónur. Sauða-
salan komst í tíð Coghills upp í
70.000 árið 1890, en nam ekki nema
24.000, þegar hann hætti. Sumarið
1885 rituðu 27 þingmenn þakkar-
ávarp til þeirra Slimons og Coghills
í viðurkenningarskyni fyrir þau
miklu hlunnindi, sem íslendingar
hefðu haft að viðskiptunum við þá.
Þegar fram á sótti þetta tímabil,
fóru bændur að ganga í félagssam-
tök innan hreppanna um að panta
hjá Coghill ýmsar vörur, svo sem
þakjárn og fleira. Þótti þeim gott að
verzla við hann, því að verðið var
lægra á vörunni en menn áttu
að venjast. Coghill var með þeim
fyrstu hér, sem fluttu inn þakjárn.
Af þessu öllu varð maðurinn yfirtak
vinsæll, enda hörmuðu bændur
196
V í M l N N — SUNNUDAGSBLA®