Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Síða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Síða 5
hann að verðleikum, þegar hann féll frá. Hann lézt í hafi á leið til fs- lands 1896. Hann hafði verið húinn að óska eftir því að verða grafinn í íslenzkri mold. Sýnir það gott hug- arþel til lands og þjóðar, iem hann átti svo löng og happasæl viðskipti við. En þetta átti honum ekki að hlotnast vegna rótgróinnar hjátrú- ar skipsmanna. Það gerði hvassviðri og sjógang, og sjómennirnir létu æstar öldur Atlantshafsins taka í faðm sinn líkama þessa vandaða og góða drengs. VII. Heinrich Biering. Eftir fráfall Kristjáns Halls verða eigendaskipti að Borðeyrareigninni. Zöllner selur hana, en við tekur Clausen í Stykkishólmi, og verzlun- arstjóri hans verður Heinrich Bier- ing og er á Borðeyri í 10 ár, þar til Richard Peter Riis kaupir hana 1891. Biering flytur þá til Borgarness og er þar nokkur ár, en þaðan til Reykjavíkur og deyr þar 1905. En Elísabet, ekkja hans, lifir allmiklu lengur. Ég var vel kunnugur þessu fólki, og sérstaklega var mér einkar vel við frú Elísabetu. Ég var ellefu ára, þegar þau fluttu frá Borðeyri. Anna Jóhannesdóttir, móðir mín, var vinnukona hjá þeim í sjö ár. Ég var alinn upp annars staðar, en fékk þó að vera hjá henni öðru hverju. Og þeim góðu hjónum átti hún það að þakka, að hún þurfti ekki að leita tU sveitarinnar um meðlag með mér, því að kaup kvenna hjá bændum í þá daga var ekki nema fyrir fötum. Frú EHsabet Biering fékk almenn- ingsorð fyrir manngæði og prúð- mannlega framkomu. Enn þá ylnar mér í sinni, er ég hugsa til þessár- ar konu, hennar ljúfu og prúðu framkomu. Kristján Linnet, sem varð sýslumaður í Dalasýslu og Vestmannaeyjum, ólst upp hjá þeim. Hann var frændi frú Elísabetar. Bókhaldari hjá Biering var Theódór Ólafsson, en innanbúðar Jón Daníels son og Jón Guðmundsson á Borð- eyri. Margar góðar minningar á ég frá þeim tímum, er ég lék mér sem barn með jafnöldrum mínum, sem voru nokkuð margir: Hjá Biering Kristján Linnet og Karl Steinsson frá Hjarðarholti í Dölum. Börn Theódórs og Arndísar Guðmundsdótt ur, prests Vigfússonar frá Melstað, voru mörg. Ég held, að börn þessi öll hafi verið siðprúð og vel upp alin, mér var einkar vel við þau öll. Mörg þessi ungmenni, sem í þá daga léku sér áhyggjulaus, eru nú búin að ganga sinn lífsferil til enda. Guð blessi þau öll. Þá minnist ég .þess, að um þetta leyti kom til Borðeyrar Jón Magn- ússon frá Melkoti á Snæfeílsnesi, og var þar starfsmaður fram yfir alda- mót. Kallaði hann sig síðar Melsteð. VIII. Jón Jasonarson, veitingamaður. Maður er nefndur Jón og var Jasonarson. Hann bjó á Hafursstöð- um á Skagaströnd. ^ Kvæntur var hann Ástu Maríu Ólafsdóttur, Ás- mundssonar, og seinni konu hans, Ingibjargar, en áður var Ólafur kvæntur Rósu skáldkonu, sem kennd var við Vatnsenda, þar sem þau bjuggu. Jón missti Ástu konu sína 1878 og hefur upp frá því sleg- ið slöku við búskapinn, eða jafnvel hætt, því að nokkru síðar er hann öðru hverju við yerzlunarstörf á Borðeyri, og rétt eftir 1880 flytur hann alfarinn þangað og kvæntist um það leyti Soffíu Júlíönu, systur Elísabetar á Kolbeinsá, konu Ólafs Björnssonar. Reisir hann þá hús upp við melinn hjá læknum og sezt að sem veitingamaður. Þau hjón nutu skamma stund samvista, því að hún lézt af bamsförum eftir stuttan tíma. Bamið var piltur og hét Sófus Júlíus og ólst upp norður í Húnavatnssýslu. Alllöngu síðar kvæntist Jón í þriðja sinn, Þóru Guðjónsdóttur, ættaðri úr Dalasýslu. Þau eignuðust þrjú börn: son, Torfa að nafni, og tvær dætur, Rögnu símamey og Ástu, konu Sigurðar á Laugabóli við ísafjarðardjúp. Jón Jasonarson var meðalmaður á hæð, heldur grannvaxinn, með svart alskegg og dökk augu, sem gátu verið nokkuð hvöss, þegar gestir hans urðu hávaðasamir. Hefur hann eflaust haft allgott vald á þeim, því að lítið kom þar til ryskinga eða barsmíða, eins og nú tíðkast. Þó HEINRICH BIERING, kaupmaður á Borðeyrl. ÖNNUR GREIN mun drykkjuskapur heldur hafa aukizt eftir komu hans á Borðeyri, og hefði þó mátt búast við honum meiri. En við því hefur óefað sporn- að nokkuð viðhorf fólksins, sem var nokkuð á annan veg en nú. Því ai frameftir mínum aldri þótti ungum mönnum minnkun í að láta sjá sig dmkkna. Jón var mikill hestamaður og reiðmaður góður sem margir Hún- vetningar. Hann átti nokkra góða reiðhesta meðan hann var á Borð- eyri, en frægust var Skjóna hans, brúnskjótt, gammvökur og fjör- mikil. Talin var hún með beztu skeiðhestum í firðinum. Annar bezt- ur skeiðhestur var Magnúsar-Rauð- ur, sem Magnús Magnússon á Fall- andastöðum átti. Hann var og reið- maður talinn góður og hestamaður, en ölkær nokkuð. Var hann ævin- lega með Borðeyrarfólkinu, þegar það fór í útreiðartúra yfir í Mið- fjörð. Var þá oft glatt á hjalla og Bakkus með í ferðinni. Var Magnús þá á Rauð sínum og þurftu fáir við hann að etja, nema ef Jón var með á Skjónu sinni. Jón Jasonarson var vel kynntur hér í firðinum. Mun hann hafa ver- ið óáleitinn um annarra hag. Hann deyr 1902 og rekur ekkja hans veit- ingahúsið til þess, er hún flyzt til Reykjavíkur, snemma á stríðsárun- um fyrri. Hún lét rífa gamla veit- ingahúsið og reisa annað stærra, en lét svo taka það í sundur, þegar hún fluttist suður og setja niður í Reykjavík. Ráðsmaður hjá henni R. P. RIIS, kaupmaður á Borðeyrl. TIMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 197

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.