Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Qupperneq 6

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Qupperneq 6
<Ljósm.: Þorsteinn Jósepsson). var Björn Hinriksson frá Efra-Núpi í MiðfirSi, harðduglegur til allra verka. Böm Jóns Jasonarsonar af fyrsta hjónabandi voru Ólafur, gjaldkeri i Reykiavík, látinn fyrir nokkrum ár- um, l’étur, kennari á ísafirði, kvænt ist Emilíu Jakobsdóttur Thoraren- sens og lézt 1906, Soffía, giftist Sig-_ urbjama Jóhannessyni, verzlunar- stjóra á Hvammstanga, og Vilhelm, verzlunarmaður á Siglufirði. IX. Riis kaupmaður. R. P. Riis kaupmaður flyzt til Borðeyrar 1891, er hann hafði keypt verzlunina sem fyrr getur, og er þar búsettur með fjöiskyldu sinni til 1896, en þá flyzt hún til Kaup- mannahafnar. Sjálfur kom hann á hverju vori og var hér að sumrinu og fram yfir haustkauptíð. Kona hans, dönsk, hét Claudína. Dætur tvær eignuðust þau meðan þau voru búsett hér, og hétu þær Ebba og Frida. Riis iézt 1920. Hann kaupir Brydesverzlun 1892, og mátti þá segja, að hann væri hér einráður um verzlun meðan hann var búsettur á Borðeyri. Hann var slyngur kaupmaður, en þó mætasti og vinsælasti maður sinnar stéttar. Vissi ég, að margur sá eftir honum, þegar hann féll frá, því að ekki var búizt við, að betri kaupmaður yrði á Borðeyri. Hann var á léttasta skeiði, er hann kom hér, fæddur 1860. Hann var glæsilegur maður þá. Meðalmaður á hæð, þéttvaxinn, með ljóst hár og yfirskegg, manna fríðastur, en varð ailtof holdugur með árunum. Prúður var hann i framgöngu og skapstillingarmaður, svo að vart sá honum bregða, þótt honum þætti fyrir, mjög reglusam- ur og leið ekki annað, og _ vart fór nokkuð fram hjá honum. Ágæta is- lenzku talaði hann. Venjulega reis hann snemma úr rekkju, og var þá fljótlega kominn út með vindilinn, sem hann skildi sjaldan við sig. Ekki var hægt að segja, að hann gengi hart eftir skuldum, en hafði þær þó með lagni. En talsverðar skuldir voru þó við verzlunina, þeg- ar hann féll frá, eins og almennt var þá á þeim harðindaárum — fyr- ir og um 1920. Theódór Ólafsson var aðalskrifstofumaður hans og bókari meðan hann var hér búsettur, en verzlunarstjóri eftir að hann flutt- ist í burtu. Þorvaldur Ólafsson, bróð- ir Theódórs, var mikið við innan- búðarstörf. Sigurbjarni Jóhannesson kom til Borðeyrar eftir 1890, þá ungur, og fékkst við innanbúðar- störf, en síðar verzlunarstjóri Riis á Hvammstanga. Riis færði brátt út vérzlun sína, bæði til Hvammstanga og Hólma- víkur. Mátti segja, að verzlun hans Kauptúnið á Borðeyri. stæði með öllum Húnaflóa innan verðum, þótt hann væri þá ekki einráður, því að kaupfélögunum fór smám saman að vaxa fiskur um hrygg. Svo fóru og smákaupmenn að hafa sig á kreik, þegar fram í sótti, einkum á Hvammstanga. Fyr- ir Hólmavíkurverzluninni var Jón Finnsson frá Kálfanesi, en fyrir Hvammstangaverzluninni, eftir að Sigurbjami fór frá henni, var Bjami Bjamhéðinsson, bróðir Sæ- mundar holdsveikralæknis og Bríet- ar. Verzlunarsvæði Riis kaupmanns var stórt, og þegar hann var að mestu einráður, þá tók það yfir Hrútafjörð allan, Bitru, að nokkru Miðfjarðardali, Laxárdal og Hauka- dal og Norðurárdal að nokkra leyti, því að fjármarkaði lét hann halda fyrir sunnan Holtavörðuheiði nokk- ur haust. En nokkuð var verzlun hans farin að dragast saman á þessu svæði, þegar hann féll frá. Hann lét reisa stórt og vandað sláturhús á árunum 1910—1911, eitt hið bezta á þeirri tíð, og var grindin smíðuð úti í Kaupmannahöfn. Theódór Ólafsson hætti að starfa við verzlunina 1904. Tók þá við henni Skúli Jónsson frá Blönduósi, tengdasonur hans, kvæntur Elínu Theódórsdóttur, en Skúli fluttist aft- ur til Blönduóss eftir nokkur ár. Tekur þá við á Borðeyri Hendrik Theódórs, unz hann kaupir hana í félagi við Ólaf Benjamínsson stór- kaupmann og Thor Jensen, er Riis féll frá. Hendrik rekur svo verzlun- ina undir sama firmanafni í tíu ár. Þá kaupir Verzlunarfélag Hrútfirð- inga hana, en Hendrik flytur til ísafjarðar 1931. Kona hans var Ása Guðmundsdóttir, ættuð af ísafirði. Hendrik andaðist á ferðalagi 1939. Ég álít, að hann hafi verið röskasti afgreiðslumaðurinn, sem hér á Borð- eyri hefur verið, enda skarpdugleg- ur að öllu, sem hann gekk. Hann var grannvaxinn, tæplega meðalmað- ur á hæð, hvatlegur i fasi, en þó viðfelldinn í viðmóti og kom sér vel við viðskiptamenn sína, svo að ég hygg, að hann hafi ekki átt neina óvildarmenn, þegar hann fór. Á ísafirði var hann bankaritari á meðan hann hafði heilsu. Ása, ekkja hans, fluttist til Reykjavíkur og varð skrifstofustjóri við Landssím- ann. 198 T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.