Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Side 7
X.
Sauðataka og ýmis vinnubrögð.
Alla þá tíð meðan lifandi fé var
flutt út, var aðalútflutningshöfn á
Borðeyri, önnur en Akureyri. Þá
var sett upp fjárbryggja, sem ekki
þurfti mjög langa, því að aðdýpi
er mikið við eyrina að sunnanverðu.
Lögðust fjárskipin við hana, og var
féð rekið viðstöðulítið fram bryggj-
una og ofan í lestarnar eftir hler-
um með þverrimlum, sem lágu of-
an í lestarbotn, og gekk því furðu
fljótt að fullferma skipin. Fjár-
bryggjan var tekin Aipp á hverju
hausti.
Fyrst þegar ég man eftir, voru
járnbrautarteinar lagðir ofan á
litla bryggju, sem uppskipunarbát-
arnir lögðust við. Eftir teinunum
gekk flatur sporvagn, og var á hann
hlaðið vörunni, og voru með hann
venjulega 3—4 menn. Síðan voru
vörur dregnar upp og teknar inn
um stóra lúgu á miðri efri hæð
hússins, en tveir tóku á móti því,
er aðrir tveir-drógu upp. Var stórt
hjói í hæfilegri hæð til þess að
létta dráttinn. Þá voru enn aðrir
til að losa í stíurnar, en þær voru
tvær, önnur fyrir rúg, en hin fyrir
bankabygg. Lágu rennur úr stíun-
um ofan í vörugeymsluna, þar sem
varan var afhent, og þar var líka
mjölvara og baunir.
Meðan féð var tekið á fæti, var
þegar byrjað að halda fjármarkaði
eftir fyrstu rétt, og vóru ævinlega
tvennir markaðir í hverjup hreppi
á aðalverzlunarsvæðinu. A meðan
fyrri markaðirnir fóru fram, safn-
aðist mikill fjöldi saman af slátur-
fé, svo að skipti mörgum þúsundum.
Aðalsafnsins var gætt á hólmunum
í Ilrútafjarðará og vakað yfir því
hjá Tjaldhól. Sumt var haft úti hjá
Valdasteinsstöðum og geymt í nátt-
haga um nætur. Þriðji hópurinn var
hafður á Borðeyrarmýrum og dag-
lega tekið af honum, þar var líka
byggður nátthagi. Markaðshaldarar
voru Guðni Einarsson, bóndi á
Óspaksstöðum, og Jón Jónsson,
bóndi á Hömrum í Laxárdal, voru
þeir báðir starfsmenn við verzlun-
ina milli markaða, Jón innanbúðar,
en Guðni verkstjóri. Hafði hann
það erilsama starf að kalla verka-
mennina til verks á morgnana, en
víða þurfti að fara og ekki allir
fljótir að vakna. Þá var ekki sam-
eiginlegur svefnskáli, svo að verka-
menn voru dreifðir alla leið utan
af Austureyri og upp að læk, en
svo snemma reis Guðni, að allir
voru komnir til verks fyrir dag.
Voru gálgarnir skildir eftir fullir
að kveldi, en borið inn úr þeim
meðan birti. Kom hver með sinn
skrokk til Hallgríms Bjarnasonar í
Laxárdal, en hann var lengi kjöt-
höggsmaður og hjó banakringlurnar
af jafnóðum og fékk þær í kaup-
bæti. Þegar ég var þar fyrst I vinnu,
var hann orðinn gamall og gikt-
veikur og átti sjáanlega erfitt með
þetta stritverk. Þegm- þetta var bu-
ið, fóru menn að fa sér morgun-
hressingu hjá mörbræðslustúlkunni,
sem þar voru margar, hver eftir
aðra, og veitti hún öllum kaffi og
kandís, en hver hafði sína matar-
skrínu, þar sem hann var til húsa.
Hildur Jónsdóttir frá Bálkastöðum
fram var lengi við mörbræðsluna síð
ustu árin í tíð Riis. Þá var líka kom-
inn timburskúr, sem kallaður var
Glaumbær og bar nafn með réttu,
því að mikið var masað og dátt
hlegið meðan menn sötruðu kaffið
hjá Hildi. Allmikið magn af mör
var hnoðað, og fór hann allur vest-
ur á ísafjörð og Bolungaryík. Slátr-
að var í tvennu lagi hjá Riis. Voru
gálgarnir við norðurstafn húsanna,
bárujárn yfir og við enda, en opið
í austur og vestur. Var illur gustur
í gegn í norðangörðöm, en þó
héldust menn nokkum veginn þurr-
ir, þótt úrfelli væri, nema sá, sem
aðskildi, hann var á hnjánum fyrir
norðan gálgana og aðskildi úr gær-
unum. Flegnir vom skrokkarnir al-
veg í gálganum og gekk hver mað-
ur algert frá sínum skrokki. Klofið
var fram úr bringu og innyflin lát-
in falla ofan í gæruna. Bændur gátu
fengið keyptan innanúrþvott — not-
uðu sér það flestir. Kostaði hann
fyrst_ lengi 10 aura fyrir hvert slát-
ur. Áttu þær stúlkur illa ævi, sem
höfðu þann starfa í vondri tíð, en
hærra kaup fengu þær. f þá daga
var oft glatt á hjalla hjá verka-
mönnunum og létu þá sumir fjúka
I hendingum, sem lífguðu upp á
félagslífið. Beztur hagyrðingur var
Jón Melsteð. Kvað hann ævinlega
um viðburði, er eitthvað smáskrýtið
kom fyrir. Flaug sá skáldskapur út
um allar jaðrir, og var óspart kveð-
inn eða sunginn, þegar menn komu
saman. Jón var góðum gáfum gædd-
ur, en þverbrestir vom á skapgerð
hans, sem spilltu svo fyrir honurn,
að hánn naut sín ekki eins og æski-
legt hefði verið. Hann fluttist frá
Borðeyri 1907, og var þá kvæntur
Salóme Daníelsdóttur fró Oddsstöð-
um, þá nýkominni frá Ameríku, þar
sem hún hafði dvalizt upp undir 20
ár. Jón lifði til 1938, en Salóme dó
ári fyrr. Lítið ljóðakver kom út eft-
ir hánn á seinni árum hans. Það hét
„Þráin“. Það bar lítinn keim af fyrri
skáldskap hans.
XI.
Pöntunar- og kaupfélagsstarfsemi
á Borðeyri.
Eftir að Verzlunarfélag Húnvetn-
inga varð að hætta störfum 1878,
var alger kaupmannaverzlun á Borð-
eyri um næstu 25 ára skeið' En svo
átti ekki ævinlega að verða, því að
nokkru eftir 1890'var stofnað Verzl-
unarfélag Dalamanna undir forystu
hlns mikla framkvæmdamanns,
Torfa skólastjóra f Ólafsdal. Það
var pöntimarfélag eins og þau vora
flest í byrjun, og hafði bækistöð að
nokkm leyti á Borðeyri eða réttara
sagt deild þar. En 1899 var stofnað
Verzlunarfélag Hrútfirðinga, sem
líka var pöntunarfélag í byrjun, en
myndaði innan skamms litla sölu-
deild. Fyrsti formaður þess var
Kristján Gíslason, síðar bóndi á
Prestsbakka, og gegndi hann því
starfi meðan hann hafði heilsu og
krafta til. Kristján var í alla staði
mætasti maður og svo vandaður og
trúr í sínu starfi sem bezt varð á
kosið. Var það gæfa félagsskaparins
að hafa svo góðum manni á að
skipa meðan komizt var yfir byrjun-
arörðugleikana og það í samkeppni
við hinn sterka og yinsæla kaup-
mann, Richard Riis. f fyrstu stjórn
vom auk Kristjáns síra Páll Ólafsson
á Prestsbakka, Finnur Jónsson á
Kjörseyri, Jósep Jónsson á Melum
og Guðmundur G. Bárðarson í Bæ.
Mátti það heita mikil bjartsýni og
þrautseigja að halda velli í svo
harðri samkeppni. En þar var byrjað
smátt en kvíamar færðar út með
árunum. Pétur Jónsson frá Hlað-
hamri var fyrsti sölustjóri, og gegndi
hann því starfi með miklum dugn-
aði um 20 ára skeið, meðan heilsa
hans leyfði, og þá ekki síður Val-
gerður Jónsdóttir, kona hans, eftir
að söludeildin var mynduð. Myndi
ekki þykja boðlegt nú, það sem þau
áttu við að búa fyrst framan af.
Fyrstu árin áður en söludeildin var
mynduð, fór Pétur að vetrinum um
félagssvæðið og safnaði pöntunum
hjá bændum og tók á móti loforðum
um un og sláturfé. Með þessari að-
ferð mun hann hafa haft drjúgum
meiri verzlun, því að hann £af sér
góðan tíma til þessara ferðalaga var
líka mælskur vel að tala máli félags-
ins, enda þróaðist félagsskapurinn
furðu fljótt. Næstur á eftir Pétri
varð Kristmundur Jónsson kaupfé-
lagsstjóri. f hans tíð má segja, að
kaupfélagsstarfsemin hafi komizt á
mestan rekspöl ,enda var þá minni
samkeppni að mæta, því að henni
lauk við fráfall Riis kaupmanns. I
tíð Kristmundar reisti félagið hið
stóra og myndarlega verzlunarhús.
Það var reist 1928, en svo hörmulega
tókst til, að það fórst í eldi þreœ
ámm síðar. En þó var lán með óláni,
að félagið var alveg nýbúið að kaupa
Riisverzlun með öllum húsum, svo
að það gat flutt starfsemi sína strax
í þau og komizt að samningum við
vátryggingafélagið að þurfa ekki að
byggja.
Um áramótin 1934—1935 verða
kaupfélagsstjóraskipti. Kristmundur
fer, en í hans stað kemur Pétur Sig-
Framhald á bls. 214.
TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
199