Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Qupperneq 9

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Qupperneq 9
PETERSEN: BÆTUR FYRIR MUNK \ I. Það var auðvitað ekki annað en hrein tilviljun, að Patcheen gamla varð til þess að gera þeim viðvart. En samt sem áður var það virðingar- vert, að hún skyldi hafa hugsun á því að hlaupa bakdyramegin að Geitinni og engisprettunni og hvísla því að veitingamanninum, O’Reilly gamla geitarskegg, hvað á seyði var. Sem sagt hvísl og hvísk- ur . . . ef það er ekki skilið allt of bókstaflega. „Þeir eru komnir hingað eftir Jimma McLee“, stundi hún í æs- ingu. „Hvað?“ sagði O’Reilly forviða. „Hver er kominn eftir hverjum?" „Einir tíu“, sagði Patcheen með öndina í hálsinum, orðin miðdepill að forleik að morði: „Þeir fleygðu reiðhjólunum hinum megin við gerð ið slátrarans og læddust svo með girðingunni og gegnum garðana. Ég mókti yfir pípunni minni, og svo voru þeir allt í einu komnir og spurðu mig: „Hvar býr Jimmi Mc- Lee?“ spurðu þeir“. „Heilagur Jósef“, stundi O’Reilly af meiri viðbragðsflýti en vænta mátti af svo seinlátum manni: „Hvað svo?“ „Ég vísaði þeim á vagnskýlið", sagði gamla konan hreykin: „Áttu ekki dropa handa mér? Ég hef ekki bragðað viskí síðan í gær“. „Það er kannski tími til þess að bjarga því við“, sagði veitingamað- urinn og hafði þó ekki viskíið i huga. Hann rak höfuðið inn í snotr- asta skot krárinnar og sagði: „Jimmi — þeir eru hér. Hlauptu á hestinn og ríddu eins og hrossið dregur yfir ána. Það er enginn tími til þess að láta á hann hnakk. Mat verður þú þér úti um einhvers stað- ar“. „Gott“, sagði Jimmi, og hálfri jnínútu síðar heyrðist fyrirgangur úti í bakgarðinum, því að hesturinn var tregur til þess að hlaupa á rósa- runna frú O’Reilly og stökkva yfir lágar grindurnar, sem voru á milli arðsins og engisins á árbakkanum. næstu andrá ruddust tveir ungir menn inn um dymar og tóku að skima í kringum sig í kránni. Þeir voru ankannalega fyrirferðarmiklir um mjaðmirnar, og það mátti geta sér þess til, að þeir hefðu gyrt sig með belti úr eintómum skammbyss- um. Þeir skimuðu betur í kringum sig, rétt eins og þeir gætu ekki sætt sig við svip þessarar krár. „Hvar er Jimmi McLee?“ spurði annar þeirra ruddalega og bar hönd- ina að mjöðminni. Og hinn bætti við, svo að allt skildist sem bezt: „Engan fíflaskap. Við höfum kom- izt að því, að hann er hér. Þar að auki eru sex menn fyrir utan. Þess vegna . . . svar undir eins“. Við þetta ávarp leit gamli geitar- skeggur á þá með djúpri hryggð yfir því, hve honum var misboðið, og sagði virðulega: „Ég hef ekki hugboð um, hvað þið eruð að heimta. Jimmi hefur ekki stigið fæti sínum hér inn síð- an ég neitaði að lána honum — það er vika síðan. Ég lána aldrei. Spyrj- ið bara gestina, sem hér eru lnni. Hefur nokkur ykkar séð Jimma í dag?“ „Ég sá hann í gær og talaði þá við hann“, sagði roskinn maður með rautt, úfið alskegg — næsta rakt skegg. „Og hann sagðist þá ætla til Cork einhvern daginn. Ég yrði ekk- ert hissa, þó að mér væri sagt, að hann væri farinn til Cork“. „Ekki það! Gætið þess, að þið fá- ið ekki eitthvað annað og meira til þess að furða ykkur á heldur en þið kærið ykkur um. Sem sagt: Hvar?“ Hann komst ekki lengra en þetta, því að nú sá hann, hvar Patcheen gamla sat með froðu í skegghýjungn um, sötrandi pott af öli. „A-ha!“ sagði hann: „Þarna ert þú, kerlingarfjandi. í þetta skipti geturðu kannski sagt satt. Hvers vegna laugstu að okkur?" Og um leið og hann sagði þetta, dró hann eitthvað upp úr leðurhylki við mjöðm sér. Það var reyndar skammbyssa, rétt eins og mátti láta sér detta í hug — í rauninni fall- byssa af skammbyssu að vera. „Talaðu nú, kerlingardjöfull!" Ef þessi ungi, vanstillti maður hefði þekkt Patcheen, hefði hann farið að henni á annan hátt. Eng- inn maður í þorpinu eða nágrenni þess hefði talað þannig til þessarar gömlu konu. Allir vissu, að þá gerð- ist eitt af tvennu: Annaðhvort gekk hún til einvígis með allan hinn fræga, írska forða af klámyrðum og andvörpunum til helgra manna eða hún veinaði. Hið síðarnefnda var miklu verra. Hún ýlfraði eins og hundur í hreinsunareldinum, og þeg ar Patcheen dró ekki af hljóðum sínum, þá hlaut þakið að gefa eftir og lyftast. Þvi er ekki að leyna, að þeir, sem heima áttu í þorpinu, skulfu við hljóðin. Þeir voru þó við þeim bún- ir. Hinir ungu angurgapar voru óvið búnir og þar að auki í æstu skapi, og það má geta þess nærri, hvernig þeim varð við þessi hræðilegu hljóð. Þeir stukku ekki hæð sina i loft upp, eins og sagt er, tennumar glömruðu ekki í munni þeirra. — . Beinin í þeim urðu eins og ofsoðn- ar makkarónur, og skotið hljóp úr skammbyssu annars þeirra og lenti í veggskildinum, sem notaður var, þegar menn skemmtu sér við örva- kast. Kúlan lenti beint í 500 og hafði mikil áhrif í kránni. Þegar veitingamaðurinn og gestir hans skriðu að lokum fram úr skúmaskot- unum, bauðst hann til þess að sýna komumönnum húsið hátt og lágt Þeir létu viljalaust að orðum hans, þó að þeir vissu bráðina gengna sér úr greipum. „Við komum aftur", sagði annar þeirra. Og hinn bætti við: „Við munum eftir ykkur! ímyndið ykkur ekki annað en við finnum Jimma McLee . . . okkur grunar, hvert hann hefur farið. Við tölumst við, þegar hann hefur fengið makleg málagjöld". Hann beygðl sig yfir afgreiðsluborðið og rak snjáldrið al- veg að nötrandi skeggi gamla mannsins. „Þið eruð svo fjandi séð- ir — eða hvað? En við rötum líka leiðina upp á Mellereyfjall", sagði hann. Hann opnaði munninn um leið og hann sneri sér að stólnum, sem Patcheen sat á, eins og hann ætlaði að segja eitthvað, en vatt sér svo að dyrunum með sýnilegum hryll- ingi. Það var hégómi að standa and- spænis stáli og blýi — hundrað sinn- um verra var að afbera hljóð kerl- ingar. „Til klaustursins", sagði hann við félaga sína, sem úti fyrir voru. II. Borgarastyrjöld í frlandi. Upp- reisninni gegn Englendingum lokið, og hvorugur aðilinn getur hrósað sigri. Og nú ganga yfir morð, brenn- ur og lögleysur. Hér gýs upp reykur frá brennifórnum Abels og brenni- fórnum Kains og reykur frá lög- reglustöðvum, hermannaskálum, bóndabæjum og hreysum og gufa af blóði sekra og saklausra fyllir loftið. Gehenna brennur í kaþólsk- asta landi hans heilagleika, Píusar páfa IX. í sunnanverðu írlandi er greifa- dæmið Tipparery, og þar fer djöfull- inn líka hamförum. Það.er kannski ekki nein nýjung — það má meðal annars draga af því, að þar er ein- stakt fjall, sem heitir Djöflabiti. Djöfullinn var á heimleið og beit þá af ókunnri ástæðu munnfylli sína úr fjöllum þeim, sem eru umhverfis Tipviarerysléttuna — skarðið í fjall- T í M I N N — Í’UNNUDAGSBLAÐ T01

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.