Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Qupperneq 10

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Qupperneq 10
garðinum sést greinilega enn þann dag í dag. En á flugi sínu yfir slétt- una hrækti hann fjallinu út úr sér, og þarna er það, heitir Djöflabiti og er talið heilagt. Hátt uppi í Mellereyfjalli suðaust- an sléttunnar, er klaustur þagnar- munka með nokkur hundruð manna, sem ekki mæla orð frá vörum. í rauninni er klaustrið í Waterford- greifadæmi, en landfræðilega séð heyrir það Tipparery til. Saga þess er furðuleg. Þegar fyrstu munkarn- ir komu þangað endur fyrir löngu, útlagar frá Frakklandi, var fjallið nakið og gróðurvana. En nú er þar heilt þorp kirkna, kennaraskólabygg- inga og annarra menntastofnana. Efst er sjálft klaustrið, umlukt há- um múrum, með munka af reglu Benedíkts, er heitið hafa guði því að opna aldrei munn sinn til annars en syngja og biðja, unz þeir verða bornir til grafar, sem þeir grafa sér sjálfir um leið og þeim er veitt inn- ganga í klaustrið. Hundruð grafa, sem reft hefur verið yfir, bíða þess, að eigendur þeirra lúti höfði í hinzta sinn, sadd- ir lífdaga, sem aldrei færa þeim ann- að en vinnu, bænagerðir og íhugun. En jafnvel til þessara manna, sem dánir voru veröldinni, þótt þeir væru enn á lífi, náði borgarastyrj- öldin með ýmsum hætti. Konungs- ríki gátu hrunið til grunna, dagblöð og útvarpsstöðvar orðið að stórveld- um og heimsstyrjaldir blossað upp og hjaðnað, án þess að klaustur- bræðurnir, sem þangað voru komn- ir úr mörgum löndum og mörgum starfsgreinum, vissu um slíkt. En grimmd og miskunnarleysi borgara- styrjaldarinnar teygði klær sínar upp á þetta fjall og sá einni gröf- inni fyrir líki. Það var viku eftir flótta Jimma McLees frá Geitinni og engisprett- unni. Á hinu stóru ræktarlöndum klaustursins voru nokkrir munkar að hlynna að rófum. Þagnarmunkur í hópnum í hvítum kufli og með svarta herðaslá með hettu yfir sér reisti sig snöggvast upp til þess að rétta úr bakinu, og þá sá hann mann, sem stefndi til þeirra á harða- hlaupum. Hann bar þó ekki hratt yfir, því að landið var mishæðótt, og þar að auki er aldrei gott að hlaupa yfir rófnabeð. En þegar hann nálgaðist, hrópaði hann til munk- anna, og þeim skildist undir eins, að hann myndi vera í mikilli hættu. Loks gátu þeir numið, hvað hann sagði — það var eitthvað á þá lund, er vænta mátti af óðagotinu, sem á honum var. „Bjargíð mér í nafni heilagrar móður“, æpti hann. „Þeir geta kom- ið, hvenær sem er. Felið mig, bless- uðu feður, og ykkur skal verða laun- að að verðleikum". Þeir vissu, hvað hann var að fara. 202 / Kannski voru aðeins fáar mínútur til stefnu. Allir stóðu steinþegjandi. Þar til einn þeirra benti til klaust- ursins og bandaði hendinni á þann veg, sem hann vildi segja Jimma að flýta sér. Já, það lá við, að orð- in yrðu til í munni hans. Hinir veif- uðu líka á þann talandi hátt, er verður þeim eiginlegur, sem ævin- lega verða að gera sig skiljanlega með látbragði sinu: í guðs bænum hlauptu, maður! Hvers vegna stend- urðu þarna, þegar þú getur bjargað lífi þínu með því að komast undir verndarvæng hins heilaga klaust- urs? En Jimmi hljóp ekki. Kannski gat hann það ekki, nötrandi af skelf- ingu og örmagna af þreytu eftir þindarlausan flótta í heila viku. Hann gat ekki heldur sagt neitt af viti — hann gat ekkert nema patað og muldrað: „Bjargið mér í nafni heilags Patreks — þeir geta komið á hverri stundu!" En hvað ætlaðist hann til, að þessir munkar gerðu? Áttu þeir að grafa hann í jörð nið- ur? Slá um hann hring í þeirri trú, að eftirleitarmennirnir dirfðust ekki að snerta kufla þeirra? Hvort tveggja var fráleitt. Þeir þurftu ráðrúm til þess, ef þeir áttu að fela hann niðri í jörðinni, og það var ekki unnt að treysta því, að búning- ar þeirra yrðu virtir. „Hjálpið mér, djöflarnir ykkar!“ öskraði Jimmi og hafði nú misst á sér alla stjórn: „Hvers vegna stand- ið þið svona og glápið á mig?“ Því var ekki að leyna: Þeir stóðu þarna og gláptu á hann — það mátti komast svo að orði. Þeir studdust fram á verkfæri sín og biðu þess að sjá, hve lengi maðurinn yrði að koma sér að því að hlaupa. Bjóst hann við því, að þeir bæru hann inn í klaustrið? Jimmi beið þess ekki, að hann yrði borinn. „Ágætt!“ sagði hann. „Úr því að þið viljið, að það gerist þannig, þá skal það líka gerast þannig". Síðan réðst hann án frekari orða á einn munkinn, sem var viðlíka stór vexti og hann sjálfur, og áður en munkurinn fékk ráðrúm til þess að hörfa undan, hafði hann rifið af honum hettuna og herðaslagið og var farinn að toga af honum kufl- inn. Þegar hann hafði náð af hon- um flíkunum, fleygði hann frá sér jakka sínum og buxum, steypti yfir sig kuflinum og neyddi munkinn til þess að fara í hinn óheilaga fatnað. Þegar þessu var lokið, hrópaði hann: „Hlauptu nú eins og þú getur!“ Og þegar hann hafði lyft hend- inni til þess að blessa hann, hljóp munkurinn. Nú skildi hann, til hvers var ætlazt. Hann hljóp eins og æfður þolhlaupari, því að klaust- urlifnaðurinn gæddi líkami manna sinum, sem voru sinar, og kögglum, sem voru kögglar. Hann hljóp eins og hann ætti lífið að leysa — sem og var: Líf hins ókunna manns. Og hann komst langleiðina upp að klaustrinu, áður en þeim skaut upp — þrír voru þeir, og þeir komu úr allt annarri átt en mátt hefði ætla. Þeir dreifðu sér, og þó að munkur- inn sneri við og hlypi í einlægum krákustigum eins og héri, þá átti hann sér engrar undankomu von. Það er svo með nýtízku vopn: Hæfi ein kúlan ekki, þá eru mestar líkur til að einhver hinna næstu hæfi. Munkarnir lágu á hnjánum og báðust fyrir, þegar bróöir Píus féll þarna á rófnaakrinum. Þá stóðu bræðurnir upp eins og samkvæmt skipun og hröðuðu sér allir í einum hópi til hans, en mennirnir þrír hörfuðu undan út í fjallið. Jimmi stóð einn eftir og horfði á, þegar bræðurnir lyftu líkinu upp og lögðu af stað með það til klaustursins. Syngjandi. Hönd var lögð á öxl Jimma, og þegar hann leit upp, blasti við hon- um skeggjað andlit risavaxins munks. Þessi munkur fór með hann á eftir hinum, sem sungu linnulaust hljómlausri, jafnvel ógnandi röddu. III. En hafi einhver ógnun verið fólg- in í drungalegum andlátssálmi munk anna, þá var henni að minnsta kosti ekki stefnt gegn Jimma. Það hlaut sérhver íri að vita, og það vissi hann líka vel. Þar að auki var hann altekinn af því skeytingarleysi, sem grípur menn, þegar þeir eru að ör- magnast af þreytu. Hann var kom- inn að niðurlotum eftir sjö daga flótta og varð lémagna, þegar hásk- inn var um garð genginn. Hann vissi, að hann myndi geta etið heil- an lambsskrokk, og sofið í tvo sól- arhringa samfleytt, og honum veitti ekki af mörgum fötum af vatni til þess að þvo sér. Umhugsunin um þetta altók hann svo, að hann gleymdi því, í hve undarlegan bún- ing forlögin höfðu fært hann — líka manninum, sem hann hafði rænt þessum búningi. Karlmönnum standa ævinlega opnar dyr á þessu klaustri. Sérhver karlmaður af konu fæddur, getur hringt dyrabjöllunni, og honum verður hleypt inn og leyft að dvelj- ast þar einn dag, einn mánuð, eitt ár eða allt til æviloka. Hvort hann borgar fyrir sig eða borgar ekki fyr- ir sig — það gildir einu. En engin kona fær að stíga fæti sínum inn fyrir klausturmúrinn. Komi hjón þangað saman, verður frúin að staðnæmast í skýli dyravarðarins, unz bóndi hennar kemur aftur. Af þessu hafa sprottið ýmsar skrýtnar og snöggsoðnar sögur um aumlegt hlutskipti nýgiftra kvenna. En þess- T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.