Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Síða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Síða 11
ar sögur hafa eflaust orSið til í bjór- kránum niðri í Lismore. Lismore hefur þó ekki tapaS á því að hýsa og fæða þá, sem voru á leið til klaustursins eða frá því, og ekki heldur á ævintýrunum, sem sögð voru þaðan ofan að. Það eru aðeins fáar einfaldar reglur, sem verður að fylgja, þegar gest ber að garði. Hann verður að lesa klausturreglurnar og skrifa nafn sitt í gestabókina, skuldbinda sig til þess að reykja ekki, og hvað viðkemur viskíi, þá útdeilir gest- gjafinn því. Hann er líka leiðbein- andi þeírra fórnardýra drykkjusýk- innar, sem skreiðast upp í klaustrið. Þegar tíl Jimma kom, þá bað eng- inn hann að lesa reglurnar eða skrifa í gestabókina. Klausturþjónn- inn, sem einn gat talað, auk ábót- ans og. gestgjafans, vék meira að segja frá honum, án þess að skora á hann. að skoða hug sinn í svo sem eina klukkustund eins og títt' var. Klausturþjónninn hjálpaði hon- um úr fötunum, þvoði andlit hans og fætur og breiddi ofan á hann í rúminu,. sem var betra en nokkurt annað rúm, er Jimmi hafði sofið í til þessa. Húsgögnin voru ekki önnur en þetta rúm, borð, klæða- skápur, þvottaborð, einn stóll og grind til þess að leggja á ferðatösku. Játningar Ágústínusar lágu á borð- inu. Þjónninn gekk brott, lokaði hurðinni. gætilega á eftir sér og sagðic „Guð blessi þig!“ Jimmi' svaf í nálega tvo sólar- En enginn heyrði orð hans. hringa. En menn vakna af öllum svefni að lolcum, nema hinum síðasta, og Jimmi- vaknaði seint á degi og teygði úr sér. Hann geispaði líka og litaðist- utn í þessu herbergi, sem hann kannaðist ekki við að hafa séð fyrr, dálítið forviða. Hvernig var hann kominn hingað? Hvað hafði gerzt? Það var eitthvað krass- að á vegginn, og hann fór að lesa það: „Blessaða frú! Bið þú fyrir mér!“ Og: „Ég er aumur syndari — vertu sál minni náðugur!“ Fangelsi gat þetta ekki verið. Jimmi var dável kunnugur írskum fangelsum — frá Fjallprýði og suð- ur eftir, og eitt fangelsi í Lundún- um hafði hann komizt að raun um, að var jafngersneytt þægindum og fangelsi heimalandsins. Hann hlaut að hafa komizt í klaustrið. Þetta var klaustrið. Þegar hann leit við, stóð litlí, væskilslegi klausturþjónn- inn þar innan við dyrnar með geisla baug brosmildrar stillingar á and- litinu. „Og hvað get ég gert fyrir þig?“ spurði haun, um leið og hann lét nýhreinsaða skóna á gólfið. Þetta voru þung og trosnuð hermannastíg- vél, og það hafði áreiðanlega ekki verið strokið af þeim fyrr í margar vikur: „Þú hlýtur að vera banhungr- aður. Klæddu þig og komdu með mér. Ég kem aftur eftir tíu mínút- ur“. Hann kom aftur að tíu mínútum liðnum. „Þeir eiga þó að minnsta kosti klukku hér uppi“, hugsaði Jimmi, þessi jarðbundni náungi. Annars var það aðeins ein hugsun, sem komst að: „Heilagur Sebastían, hvað ég er svangur! Bara að ég fyndi kindarlegg með kjöttægjum á. Bara — fyrirgefðu?" Hann sneri sér að klausturþj óninum. „Komdu með mér“, sagði þetta smávaxna dýrðarmenni. „Það er ekki matmálstími, en ég skal samt koma þér í betra skap“. Þeir gengu inn í matsalinn, og þar stóð gestgjafinn. Hann kinkaði vingjarnlega kolli, lét glas á borðið fyrir framan Jimma og fyllti það af írsku viskíi. „Drekktu, vinur minn“, sagði hann, „þetta hressir þig. Og svo . . .“ „Borðaðu hægt“, bætti hann við. „Þú getur fengið annað glas, ef þú vilt — eða tvö í þetta skipti". Og þarna var kál, jafningur og lambakjöt. Jimmi fullyrti seinna, þegar hann lýsti veizlunni, að þeir hefðu borið fram heilt lamb. Og hann sagðist hafa torgað því. Um kvöldið veitti ábótinn hon- um áheyrn. Móttökurnar voru fáleg- ar. Ágrip af því, sem gerðist á rófnaakrinum. Ábótinn kinkaði kolli. Fingur voru lagðir á hann til þess að blessa hann og síðan þessu fáu orð: „Þú skuldar okkur einn munk, sonur minn“. Hvorki meira né minna. „Yðar ágæti — ég er ekki einu sinni kaþólskur". „Guð sé með þér“, svaraði ábót- inn og kinkaði kolli uppörvandi. „Faðir!“ sagði Jimmi. „Hvað á ég að gera?“ „Farðu aftur til veraldarinnar, sem þú komst frá, og hreinsaðu þig af sakargiftunum". „En það þýðir stríð . . . mann- dráp . . . morð“. „Þú skuldar okkur einn bróður, Jimmi McLee“. Viku síðar lagði Jimmi á ný af stað út í heiminn til þess að svip- ast um eftir mönnunum þremur og leitast við að senda þeim sína kúlu hverjum á hentugan stað. Eða óhent ugan, ef svo var metið. í klaustrinu gekk lífið sinn vana- gang: Óttusöngur klukkan tvö — matín, sem þeir kölluðu — messa klukkan sjö og þess á milli ýmsar aðrar messur og embættisgerðir eft- ir kirkjuréttinum — kaffi með þurru brauði klukkan sjö og fímmtiui, þar á eftir messur og vinna. Messur og vinna. . . „ Það var rétt, sem stóð á saurblað- inu á Játningum Ágústínusar í her- bergi Jimma: Biðsalur dauðans. Það stóð þar á latínu. IV. En við erum öll stödd í biðsal dauðans — við notum biðtímann einungis á mismunandi hátt. Jimmi McLee steig inn yfir þröskuldinn í Geitinni og engisprettunni, án þess að gera boð á undan sér, og það kom svo flatt upp á veitingamann- inn, að hann missti glasið, sem hann var að þurrka, niður í balann, sem hann var nýbúinn að taka það upp úr. „Guð hjálpi mér“, sagði O’Reilly geitarskeggur. „Ert þetta þú, Jimmi McLee? Og það sem er búið að syngja yfir þér messu — já, þeir gerðu það, drengirnir. Hvað mótmæl endurnir hafa aðhafzt — það veit ég ekki. Hvar í ósköpunum hefur þú verið? Því hefur verið lýst fyrir okkur af ábyrgum mönnum, hvern- ig skotin dundu á þér, og ekki verið látið undir höfuð leggjast að minna á, hve lærdómsríkt þetta væri fyrir aðra. Jimmi — drengurinn minn! Segðu mér, hvað hefur gerzt?" „Þetta kemur vonandi þægilega á óvænt“, sagði Jimmi. „Nú ríður mér bara á að vita, hverjir þessir þrír þorparar voru, þó að mig gruni það raunar . . . “ „Okkur grunar alla eitthvað“, svar aði O’Reilly íbygginn og ýtti seðli með þremur nöfnum til Jimma. „Kemur þetta heim og saman? En heldur þú ekki, að það væri hyggi- legra ..." „Láttu mig um það. Ef ég hefði bara verið betri reiðmaður . . . ef ég hefði ekki þurft að ríghalda mér . . . En nóg um það. Ég er kominn hingað aftur, áður en mánuður er liðinn“. Þessu svaraði O’Reilly: „Allt f lagi með þig, Jimmi“. Var á meðan var. Tíminn leið í gleði og gáska, og á hverju laugar- dagskvöldi var dillandi kæti í Geit- inni og engisprettunni. En loks gerð ist það eitt laugardagskvöldið, að Jimmi reikaði yfir þröskuldinn og fleygði sér niður á einn hinna háu stólá. Táin hafði rifnað af öðrum skónum hans, og það hafði verið gerð tilraun til þess að tylla henni á aftur á sinn stað með bikuðum þræði. Hann var sem sagt heldur illa til reika. „Var einhver heima, vinur minn?“ spurði O’Reilly og vildi vita söguna. „Það voru of margir heima“, svar- aði Jimmi. „En þeir sáu mig að minnsta kosti, og þeim varð í meira lagi hverft við“. „Það var þó virðingarvert", sagði O’Reilly. „Þarftu nú að fá hestinn Framhald á bls. 213. T t M I N N — SUNNUDAGSfiLAÐ 203

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.