Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Qupperneq 12

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Qupperneq 12
* Hjaltadalsheiði nefnist einn hinna fornu fjallvega og raunar alfara- leiða milli Skagafjarðar og Eyja- fjarðar. U heiði þessa er miklurn mun torsóttari og brattari vegur en hinar, sem sunnar liggja yfir sama fjallgarð, Hörgárdalsheiði og Öxnadalsheiði, en vegna legu sinn- ar og stefnu var Hjaltadalsheiðin hentug leið milli kóngsins og keis- arans, það er að segja biskups- stólsins á Hólum og amtmannsset- ursins á Möðruvöllum. Hún tengir sem sagt saman efstu drög Hörg- árdals og Hjaltadals, og er fremur skammt á milli, en brattgengt nokkuð, því að Myrkárjökull og Hjaltadalsjökull haldast aó heita má í hendur yfir heiðarlægðina aö austan, og verður þar aldrei farið um auða jörð á kafla. Þar sem hæst er farið, mun vera um 1000 metrar yfir sjó, en hnjúkarnir og jökulbungurnar til beggja handa 200 — 300 metrum hærri. Þar sem Hjaltadalsheiði liggur mitt um mesta og hæsta fjalla- klasa landsins, þarf engan að furða, þótt vegferðir um hana séu væn- Skilegar og veður válynd í slíkri hæð. Hún gerist nú líka fáfarin, eins og svo margar fjallaleiðirnar gömlu. Saga hennar er þó bæði löng og ströng, en ódauðleg og kannski verðug eftirmæli hefur hún hlotið með vísu séra Jóns skálds Þorlákssonar á Bægisá. Hann kvað: Hjaltadals- er -heiðin níð, hlaðin með ótal lýti. Fjandinn hefur á fyrri tíð flutt sig þaðan í víti. Ekki hefur heyrzt að sá gamli kærði sig um að fiytja aftur búferl- um upp á Heiðina, og vissi hann þó eins og aðrir, hverju hann sleppti, en ekki hvað hann hreppti! Milli byggða, eða frá Flöguseli, sem var fremsti bær í Hörgárdal og vestur að Reykjum, efsta bæ í Hjaltadal, mun vera nálega 20 kíló- metra leið. Heiðin var farin á öll- um árstímum og ýmist stuðzt við þarfasta þjóninn eða farartæki postulanna. Fyrr_á tímum var veg- urinn um Hjaltadalsheiði auð- kenndur eða varðaður. ★ Hcima á Iiólum stóð mikið iil hinn 7. april 1726. Þá var biskupinn, Steinn Jónsson, að gií'ta Helgu dott- ur sína Jóni Pálssyni Vídalin frá Víðidalstungu. Margt alþýðu og tig- inna manna var á Hólum þenna dag og þá næstu í góðum fagnaöi. Faðir brúðgumans, Páll lögmaður Vídalín, sótti þangað einnig, þótt hann væri þá sjónlitill orðinn og heilsutæpur. En þessar tengdir við sjálfan biskupinn munu hafa verið hinn gleðilegasti áfangi, sem lög- manni auðnaðist að sjá börn sín ganga. „Fé fylgir ei altíð heili", og barnalán hafði hann ekki. Þegar hér var komið sögu, hafði hann misst fjögur börn sín, þrjú í frum- bernsku og Jón yngra, sem við nám var í Hafnarháskóla og andaðist í september 1725. Þrjú lifðu eftir, Jón eldri, sem hér er sagt frá, Hólmfríður, sem varð síðar kona Bjarna Halldórssonar, sýslumanns á Þingeyrum, og Magnús, er bondi varö á Efranúpi og víðar. Jón Vídalin eldri var nálega 25 ára þegar hann gekk í það heilaga með biskupsdóttur. Hann hafði áð- ur numið í Hólaskóla, siðan farið til Danmerkur og numið þar lækn- ingar eða bartskeraiðn og unnið i tvö ár við lækningar úti. Síðan innritaðist hann í Hafnarháskóla, en kom heim 1724 og varð þá kenn- ari við Hólaskóla. Þann starfa hafði hann haft í tvo vetur, þegar hér er komiö sögu hans. Nokkrir dáleikar hafa verið byrj- aðir með honum og Helgu biskups- dóttur fyrr en brúðkaupið stóð, því að hún ól honum barn aðeins sex mánuðum síðar. ★ Það má nærri geta, að svo ætt- göfugum manni sem Jón Vídalín var, hefur fljótt verið ætlað annað og meira hlutskipti en kennara- staða á Hólum. Bæði faðir hans og tengdafaðir höfðu þau bein í nefi á veraldar vísu, að þeim var treyst- 204 S t M i N N — SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.