Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1964, Blaðsíða 15
Menn hafa aldrei látið sér nægja það land, sem þeim er gert að lifa á. Frá fyrstu tíð hafa þeir verið ó- þreytandi að velta vöngum yfir því, sem himingeimurinn og hafdjúpin kunna að búa yfir, og alltaf hafa þeir verið til, sem hafa ekki viljað láta sér vangavelturnar nægja, held- ur hafa gert tilraunir til að kynnast þessum leyndardómum af eigin raun. Og mönnum hefur orðið mikið á- gengt í þeim efnum. Sú síaukna nátt- úrufræðiþekking og tæknikunnátta, sem hefur verið helzta einkenni síð- ustu mannsaldra, hefur leitt til þesf að mönnum hafa stöðugt verið að lærast nýjar aðferðir til að kanna þessi óaðgengilegu svið, himingein' inn og hafdjúpin. Og nú er svo kom- ið, að á það er ekki litið sem neina fjarstæðu eða draumóra að menn verði á næstu misserum sendir til tunglsins eða jafnvel eitthvað enn lengra burtu frá jörðunni. Hér er þó ekki ætlunin að fara Alexander mikli í kúlu sinni á hafsbotni, að rita um geimrannsóknir, þótt þær væru eflaust verðugt umræðu- efni. í staðinn verður minnzt lítil- lega á ferðalög manna í hina áttina, niður í höfin og þá erfiðleika, sem orðið hefur að yfirvinna til að sþk ferðalög yrðu kleif og árangursrík. Verður um þetta efni aðallega stuðzt við rit eftir bandarískan köfunar- sérfræðing, James Dugan, en hann hefur ritað mikið um sögu haf- rannsókna, köfunar og kafbáta. Einfaldasta aðferðin við köfun er sú, að stinga sér og synda niður í sjóinn, og þá aðferð hafa menn not- að frá örófi alda. Á henni er hins vegar sá galli, að án sérstaks útbún- aðar er ekki hægt að vera nema mjög takmarkaðan tíma í kafi né heldur kafa mjög djúpt. Strandþjóðir í hlýj- um höfum sýna þó oft furöumikið þol og leikni við köfun. Dæmi eru til þess meðal þeirra, að menn hafi kafað niður á tvö hundruð feta dýpi og verlð í kafi í allt að fjórar mín- útur án þess að verða meint af. En hin dæmin eru ótalin, þar sem menn hafa látið lífið eða orðið fyrir varanlegum örkumlum vegna slíkra köfunarferða. Snemma hafa menn brugðið á það ráð að smíða sér köfunarkúlur, vatns held hylki, sem síðan var sökkt nið- ur frá skipum. Aristoteles skýrir frá því, að Alexander mikli hafi látið gera sér kúlu, sem hann fór í nið- ur á hafsbotn og virti þaðan fyrir sér lífið í sænum. Slíkar kúlur hafa ver- ið til æ síðan og þær eru notaðar við hafrannsóknir enn þann dag í dag. Prófessor Piecard, sem manna mest hefur lagt stund á djúpköfun og hefur farið niður á mesta dýpi, sem menn hafa komizt á, hefur not- að eins konar köfunarkúlu við til- raunir sínar. Gallinn við köfunarkúlur (og kaf- báta, sem að vissu leyti eru ekki annað en köfunarkúlur með eigin hreyfiafli,) er auðvitað sá, að í þeim eru menn innilokaðir, geta ekki hreyft sig um sjálfir og unnið að ýmsum verkefnum niðri í djúpunum. En til þess að það yrði kleift varð að finna upp útbúnað til að ieiða ioft til þeirra, sem í kafi voru, svo að þeir gætu andað á eðlilegan hátt niðri í vatninu. En björninn var ekki unn- inn þótt það vandamál væri leyst. Þýðingarmesti þröskuldurinn var til skamms tíma ónóg þekking á ]ög- málum þrýstingsins í hafinu og við- brögðum mannslíkamans við mis- jöfnum þrýstingi og þrýstingsbreyt- ingum. Þau áhrif voru ekki farið að rannsaka vísindalega fyrr en á síðari hluta nítjándu aldar. Áður var mönnum að vísu Ijóst, að ýmsar hættur voru því samfara að kafa djúpt niður í höfin. Þeir, sem dýpst fóru, komu iðulega upp vit- firrtir, ef þeir þá voru enn á lífi. En þótt menn væru farnir að þekkja einkennin, vissu þeir ekki, hvað olli þeim og gátu því ekki heldur fund- ið ráð gegn þessum hræðilegu ör- lögum svo margra kafara. Rannsóknir á þrýstingi höfðu þó nokkrar farið fram. Enski vísinda- maðurinn, Robert Boyiar sá er fyrst- ur manna bjó til loítvog, smíðaði T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 207

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.